Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.05.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 17.05.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 í Hafnarfirði. Ekki mun enn ákveð- ið hvort þeir halda hljómleika hér á ný. Verði svo, má telja vist, að þeir fái husfylli hér, eftir móttök- unum að dæma, sem þeir hafa hvarvetna fengið, ekki sizt hjá þeim fáu, sem hlustuðu á þá hér. Hanstrigrniiigar. Enn er verið að sýna skopleik þenna. Verður hann leikinn í Iðnó í kvöld kl. 8. Sngan er tvöföld i blaðinu í dag til uppbótar fyrir það, að henni var slept úr þriðjud.-blaðinu; Styrktarsjóður W. Fischers. Sjóður þessi er, eins og kunnugt er, ætlað- ur ekkjum og börnum, er mist hafa forsjármenn sína i sjóinn. Eyðublöð undir styrkbeiðnir úr sjóðnum verða afhent hjá Nic. Bjarnason, Hafnarstræti 15, og þurfa bónarbréfin að vera komin fyrir 16. júlí í sumar. NYJA BIO BraHBSNHBnH Stúlkan í selinu cfflálningarvörur : Blýhvíta, Zinkhvíta, Fernisolía, Þurkefni, Japanlakk. Lögnð málning. Ódýrar en góðar vörur. Yfir 120 tegundir af veggfóðri, frá 45 aurum rúllan af enskum stærðum. Hf. HiLi & Ljós. Þessi ljómandi fallega mynd verður sýnd í síðasta sinn i kvöld kl. 71/2- Þetta er því síðasta tækifærið að sjá þá beztu mynd sem lengi hefir sést hér. Kl. 6 og 9 verður sýnd Veðreiðagarpurinn (Jankee Doodle). Gamanleikur í 6 þáttum leikinu af hinum alþekta ágæta skopleikara Johnny Hines. Ljómandi skemtileg mynd. Börn fá aðgang að sýningnnni kl. 6. Sonnr járnbrantakóiigsiiis. — Þegar öllu er á botninn hvolft, mælti hún að lokum — getið þér sannað sakleysi yðar ef illa fer. — Nei, það er ég alls ekki vissum. — O-jú, hvaða vitleysa! Það hlýtur að vera hægt að hafa upp á félögum yðar. Verst er með þenna Jefferson Locke. Hver er hann, og hvað hefir hann gert fyrir sér? Og hvað hefir orðið af honum? — Bara að ég vissi það! — Ég get látið rannsaka það, en það tekur tíma. Annars virðist mér að þér megið vera öruggur hér. Hið þýðingarmesta í þessu máli er það, að faðir yðar skuli hafa afneitað yður. Hvernig finst yður það að vera gerður arflaus? — Það er hreint ekki gaman. Ég verð þegar að segja manni yðar frá því! — Það er bezt að ég geri það, mælti hún. Ef ég væri í yðar sporum, mundi ég ekki láta ueinn mann sjá þetta bréf, og þaðan af síður láta það komast upp að þér eigið á hættu að vera tekinn fastur. I*að er alveg nóg að ég segi honum að þér hafið orðið ósáttur við föður ýðar. Kirk félst á þetta. — En hvað ætlið þér nú að gera? spurði hún. — Fá mér atvinnu. — Það er ágætt! hrópaði hún og klappaði saman lófum af ánægju. — Mig langar alls ekki til þess að vinna. mælti Kirk. En gamli maðurinn heldur að það sé ekkert lið í mér til neins og mig langar til að sýna honum það að honum skjöplast þar. Og þegar ég hefi sýnt honum það, þá ætla ég að leggjast í iðjuleysi aftur — en auðvitað verð ég fyrst að borga skuldir mínar. — Veslings Weeks! — Hví eruð þér að aumkva hann? — Hann er ákaflega sorgmæddur út af því að við skyldum hjálpa yður. Nú veit harin að þér sögðuð salt um nafn yðar og það er grát- broslegt hvað hann iðrast. — Weeks er enginn óþokki. Það brann eldur úr augum hennar. — Hann ætti það skilið að vera rekinn úr þjónustu stjórnarinnar. — Það væri ekki til neinna heilla. Sá sem tæki við af honum gæti verið miklu verri. — Getið þér alls ekki reiðst? Ég fyrirlít geð- prýðismenn. — Jú, ég get reiðst og ef ég skyldi einhvern tíma rekast á Alfarez------— — Hugsið sem minst um hann, mælti hún.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.