Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 19.05.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 19.05.1925, Qupperneq 1
Þriðjudag 19. maí 1925. I. árgangur. 89. tölublað. UMFERÐIN eftir aðalgötum Reykjayíkur er oröin svo mikil, að oft hljótast af því töluverð óþægindi. Veldur þar mestu um það regluleysi sem hér er á allri umferð og er áreiðanlega kominn tími til að reynt sé að koma henni í betra horf. Ákvæði hafa verið sett um það, til hverrar handar menn ættu að víkja er þeir mætast á almannaleiðum. Til vinstri hand- ar eiga menn að víkja undan- tekningarlaust, bæði þegar menn mætast og eins þegar fram hjá þeim er farið. Til hægri handar mega menn að eins halda með- an þeir fara fram hjá öðrum, því eins og auðvitað er, geta ekki báðir haldið til sömu hliðar ef annar þarf að kom- ast fram úr. Ákvæðinu um, að víkja fremur til vinstri en hægri, mun hafa ráðið, að ríðandi kvenfólk sem situr í söðlum er hæltuminna að mæta öllum flutningatækjum ef það víkur til þeirrar hliðar, sem það situr á hestinum. Pótt reiðskapur kvenfólks, sérstak- lega í söðlum, hafi mjög mikið minkað síðan þessi ákvæði voru sett, þá er samt engin ástæða til að breyta þeim, því þau eru búin að ná þeirri festu í með- vitund almennings, að mjög var- hugavert væri að hrófla nokkuð við þeim. Þessu þarf heldur varla að kvíða, því breytingin yrði í engu til bóta. Eins og áður er að vikið, er öll nauðsyn á, að þess sé betur gætt hér eftir en hingað til að farið sé eftir þeim ákvæðum sem nú eru til viðvíkjandi um- ferð á vegum og þá ekki sizt á götunum hér í bæ. Umferðin í bænum er nú á þeirri ringulreið að óviðunandi er, og er merkilegt að ekki hljótast oftar slys af en raun er á. Einkum er það í miðbænum eftir Laugaveginum að mest ber á þeirri óreglu sem hér er á allri umferð. Þar eru fjöl- förnustu göturnar og því mest þörfin á, að þar sé gert eitthvað til þess, að umferðin geti farið reglulegar fram. Síðan bifreiðarnar komu til sögunnar, og þó einkum nú sið- an þeim hefir fjölgað svo mjög, að mest allur vöruflutningur fer fram á bifreiðum, og einnig mikill fólksflutningur, er þörfin orðin þvi brýnni, að eitthvað sé gert til að bæta úr regluleysinu og þar með draga úr þeim ó- þægindum og þeirri hættu, sem hin vaxandi umferð hefir í för með sér. Ekki ætti að þurfa að kosta miklu lil, að koma á meiri reglusemi viðvíkjandi umferð- inni, en nú á sér stað. Svo nefnt sé eitt dæmi, þá mundi vera til mikilla bóta ef allir sem gengu eftir Austur- stræti upp Bankastræti og Lauga- veg héldu eftir norðurhelmingi götunnar, en þeir sem niður eftir færu, héldu sig á suður- helmingnum. Umferðin mundi gerbreytast við þessa litlu reglu- semi og fólk komast fljótt að raun um að það hefði mörg þægindi í för með sér. Þessari sömu reglu þyrfti einnig að gæta í umferð eftir öðrum götum, þótt fáfarnari séu. En það er ekki nóg, að fólki sé einu sinni sagt hvernig það eigi að haga sér á almanna- færi. Stöðuga aðgæslu þarf að hafa á því, að þeim reglum sé hlýtt, sem settar eru, og það eftirlit má ekki vera neitt ígripa- verk né kák. Til að koma viðunandi reglu á umferðina eftir fjölförnustu götunum, þyrftu lögregluþjónar að standa á ákveðnum stöðum, sem ekkert gerðu annað en að stjórna því, að settum umferð- arreglum væri hlýtt. f’yrfti t. d. einn að vera á horninu þar sem Skólavörðu- stígur og Bankastræti mætast, annar á Eymundsens-horninu og sá þriðji annarsstaðar í mið- bænum, líklega helzt á Pósthús- horninu. Pessir lögreguþjónar ættu eingöngu að gæta þess að umferðin færi reglulega fram og þyrftu þeir að vera vel færir til, að geta gengt þessu starfi svo, að fullkomin regla yrði hér á allri umferð, i stað þeirrar rigul- reiðar sem nú er alstaðar. -m. -n. JPingi slitið. Þingi því, er nú hefir verið háð að undanförnu, og verið með lengri þingum, var slitið á laugardaginn kl. 1 e. hád. Hér fer á eftir yfirlit um störf þess: í Nd. hafa verið haldnir 82 fundir, í Ed. 79 fundir og í Sþ. 8 fundir eða samtals 169 fundir. Lagafrumvörp komu alls fram 111, þar af 36 frá stjórninni og 75 frá þingmönnum. I*ar af voru 25 stjórnarfrv. og 27 þingmanna- frv. afgreidd sem lög eða alls 52 lög. Feld voru 4 stjfrv. og 10 þingmannafrv. Vísað frá með rökst. dagskrá 1 stjfrv. og 1 þmfrv, Til stjórnarinnar var vís- að 3 þmfrv.; 5 þmfrv. voru tek- in aftur og óútrædd voru 6 stjfrv. og 29 þmfrv. Pingsályktunartillögur komu fram 23. Þar af voru 12 afgr. til stjórnarinnar, ein var um framkvæmdir mála innan þings, 4 voru feldar, 3 vísað til stjórn- arinnar, 1. tekin aftur og 2 voru óútræddar. 4 fyrirspurnir voru bornar fram til stjórnarinnar og var þeim öllum svarað. Alls lágu 138 mál fyrir þing- inu og þar af dagaði uppi 37 mál, eða einu fleira en öll stjórnarfrv. voru.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.