Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 19.05.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ fáið þið foezt og ódýrnst fataefni í snmarföt og ferðaföt. Afqr. Álafoss. Sími 404. Hafnarstr. 17. Til samanburðar má geta þess, að á þinginu í fyrra komu alls fram 150 mál, en þá voru þó ekki haldnir nema 139 fundir. Lagafrv. komu þá jafn mörg fram og nú, eða 111 alls. Austurvegurinn. Vegurinn austur yfir fjall má nú heita ófær á köflum, þótt bifreiðar séu farnar að halda uppi reglubundnum ferðum austur og margar fari nú á degi hverjum. Sérstaklega er færðin slæm í Hveradölunum og hjá Smiðjulautinni, því þar verður að fara utan við veginn uppi á brúninni að noráanverðu. Var þar dálítið lagað til í fyrra en hefir nú aflagast svo í vetur að ófært má heita þótt reynt sé að klöngrast þar yfir. Ekkert er enn þá farið að gera við veginn, þótt full þörf sé á, eins og áður er sagt. Er slikt framtaksleysi al- veg óverjandi. Að mögulegt er, að komast nú austur yfir fjall, er eingöngu að þakka tíðarfar- inu sem hefir verið óvenjulega gott í vvor. Ef 1—2 rigningar- dagar kæmu nú, mundu bif- reiðar ekki komast upp að Lögbergi og því síður lengra. En eins og allir vita eru aðal- fólksflutningarnir austur í sveitir orðnar með bifreiðum, og því ekki að ástæðulausu þótt eitt- hvað væri gert til að gera þessa leið greiðfærari en hún nú er. Vegna tíðarfarsins hefði mátt byrja á vegavinnu fyrir löngu síðan og a. m. k. hefði mátt vera búið að moka braut í gegnum skaflinn í Smiðjulaut- inni svo hann væri þó ekki til farartálma. Þetta sleifarlag með aðgerð á austurveginum er alveg óverj- andi, og þýðir lítið að tala um að byggja fulikomna bilvegi, ef framtakssemin er ekki meiri en svo, að biðið er eftir að sólin bræði einn smáskaíl á öðrum fjölfarnasta vegi landsins í, stað þess að moka braut i gegnum hann, strax og aðrir hlutar leið- arinnar eru orðnir greiðfærari. Vegfarandi. Borgin. Sjáyarföll. Síödegisháflæður eru kl. 3,33 í dag. Árdegisháflæður kl. 3,50 í nótt. Nætnrlæknir í nótt er Dan. Fjeld- sted, Laugarveg 38. Sími 1561.' Nætnryörðnr er í Reykjavikur- Apóteki. Veðrátta er nú mjög góð um land alt. í morgun var 11 stiga hiti á Akureyri og 12 st. á Seyðisfirði. í Reykjavik, Vestmannaeyjum og ísa- firði var 8 stiga hiti. Lygnt var alstaðar og horfur á sömu veðráttu. Teiknimyndir af nokkrum þing- mönnum og sumum alþektum bæj- arbúum hafa verið til sýnis undan- farna daga í gluggum bókaverslun- ar Sigf. Eymundssonar. Eru margar myndirnar vel gerðar og líkar þeim sem þær eru af. Sá sem myndirnar hefir gert er Arreboe Clausen versl- unarmaður og eru þær þarna að- eins til sýnis, en ekki til sölu. Kr. 106,820,65 er samskotasjóður- inn orðinn, sem verja á til styrktar aðstandendum sjómannanna er fór- ust 7.-8 febr. s. 1. — í úthlutunar- nefnd hafa verið kosnir Knud Zím- sen borgarstj., Magnús Jónsson bæj- arfógeti í Hafnarfirði, Sigurjón A. Ólafsson form. Sjómannafélagsins og Guðm. Ásbjörnson kaupm. Síldveiði er nú töluverð hér í Jökuldjúpinu. Á sunnudaginn kom m.b. Skjaldbreið hingað með um 60 tn. síldar. Tvö timbnrskip komu hingaö núna um helgina. Jens Niel (skonnorta) til Jónatans Porsteinssonar og e.s. Mjölnir til Völundar. Esjn kom hingað í-fyrradag úr hringferð með margt farþega. Hún IDagBlað. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundssoa. Afgrdðsla | Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd„ Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. StuLkan í selinu verður sýnd í kvöld kl. 9. á að fara héðan aftur á morgun vestur og norður um land. Fjöldi fólks mun fara héðan með skipinu og hafa öll rúm verið pöntuð löngu fyrir fram, á öllum farrýmum. ísland kom hingað á aðfaranótt sunnudagsins með margt farþega, sérstaklega sjómenn frá Vestmanna- eyjum. Meðal farþega frá útlöndum voru: Andrés Guðmundsson heild- sali, Garðar Gislason stórkaupm. Geir Thorsteinsson útgerðarm., Pét- ur A. Ólafsson konsúll, Benedikt S. þórarinsson kaupm. og Ragnar Ólafsson konsúll frá Akureyri. Nokkrir útlendingar komu einnig með skipinu, þar á meðal þýzkur ritstjóri dr. Silex að nafni. , ísland fer héðan til Vestfjarða kl. 12 í nótt. Botnvörpnng'arnir. Undanfarna daga hafa komið af veiðum: Egill Skallagrímsson með 113 tn. lifrar, Gylfi með 130 tn., Baldur með 120 tn., Geir með 103 tn., Arinbjörn hersir með 90 tn., Tryggvi gamli með 109 tn. og Ása.með 119 tn. lifrar. llvitabandið efndi til skemtana á sunnudagainn, bæði í Nýja Bíó og Iðnó, kl. 2 og 4. í Bíó spiluðu Markús Kristjánsson og Ein. Einars- son nokkur lög, síra Magnús Helga- son flutti ræðu og Karlakór K. F. U. M. söng. í Iðnó söng barnaflokk-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.