Dagblað

Issue

Dagblað - 20.05.1925, Page 1

Dagblað - 20.05.1925, Page 1
KVIKMYNDASÝNINGAR eru orðnar svo áberandi þáttur í bæjarlífinu, að ástæða er til, að veita fulla athygli því, sem fram fer á því sviði. Fyrst þegar farið var að sýna kvikmyndir hér i Reykjavík, voru ýmsir, sem höfðu heldur horn í síðu þeirra, vegna þeirra íjárútláta fyrir almenning, sem þær hefðu í för með sér, og einnig vegna þess að margar myndirnar hefði ekki þau áhrif á fólk, sérstaklega unglinga, sem æskileg væru. Ennþá eymir nokkuð eftir af þeirri andúð, sem kvikmyndasýningarnar hlutu 1 upphafi, en samt er almenn- ingsálitið nú mjög breytt kvik- myndunum í vil, vegna þeirrar viðkynningar, sem þær hafa gefið. Kvikmyndalistin hefir tekið svo miklum framförum á síðustu árum, að segja má, að kvik- myndirnar séu nú gerólíkar þeim, sem fyrst voru sýndar. Og enn eru þær að taka framförum. Það er eins með kvikmyndir og bækur, að ekki á saman nema nafnið hverjar eru. í*au áhrif, sem þær hafa, við lest- ur eða sýn, eru svo mismun- andi, að áríðandi er að val þeirra sé vandað. þess ei' líka betur gætt en áður var, og eru margar myndir, sem hér hafa verið sýndgr undanfarin ár, þannig gerðar að efni og út- búnaði, að telja má mikils farið á mis fyrir þá, sem ekki hafa séð þær. Nú er það álit að ryðja sér iil rúms erlendis, að nota eigi kvikmyndir við kenslu í skól- um alstaðar, sem því verður við komið. Það er öllum vitanlegt, að börn og unglingar eru miklu Qiinnugri á það, sem þau sjá, ®n heyra, og því geta kvikmynd- irnar létt námið mjög mikið og verið til þess skilningsauka, sem dauður bókstafur getur aldrei Veitt, hversu vel sem til kensl- unnar er vandað. Nokkrar þjóðir hafa þegar tekið kvikmyndirnar í þjónustu kensl- unnar, og sú reynsla, sem feng- in er, gefur ákveðnar vonir um mjög góðan árangur. Við ættum því að taka þetta atriði til athugunar og koma því helzt strax í verk, að notaðar verði kvikmyndir við kenslu í skólunum. Fyrst og fremst við landfræðisnám og náttúrusögu, og einnig við aörar námsgreinir, eftir því sem tök eru til. — Um myndirnar, sem sýnd- ar eru hér í kvikmyndahúsun- um, mætti margt segja. Er það hlutverk dagblaðanna, að skýra frá þeim eins og þær eru, og mega ,þau ekki gera sig þar sek í neinni hlutdrægni. Góð kvikmynd er eins og góð bók, að áhrifanna getur lengi gætt, og alt sem veldur heil- brigðri skemtun og góðum áhrif- um, ætli að vera okkur kær- komið, í fámenninu og tilbreyt- ingarleysinu. -m. -n. N afnalögin ný|u. f þinglokin var gert að lög- um frumvarp Bjarna frá Vogi um mannanöfn, breytt þó til hins verra, sem við mátti búast. Það er gott við þessi nýju lög, að því skal nú slegið föstu, að ausið skuli af nægtabrunni menn- ingar vorrar um íslenzkt nafna- val, en að ósi stefnt hið leiða flóð innlendra skripaheita og útlendra nafna, og þar á meðal væntanlega Júðanafnanna, sem flætt hafa yfir landið öldum saman og viðnámslaust. Það má nú segja, að seig sé íslenzk- an, að hafa þó lifað af allar þær meiðingar og misþyrming- ar, sem hún hefir þolað af völd- um þessa og annars apaskapar, sem á hefir dunið um dagana. Vissulega er gaman af að sjá, í hvert skifti sem hafin er hraustleg sókn til hreinsunar máli og venjum, en þess má ei vænta að alt vinnist í einni or- ustu, enda hefir svo eigi orðið i þetta sinn. Viðvíkjandi einstaklingsnöfn- unum er hugsun laganna skýr, en þegar til œttarnafnanna kem- ur, þá lendir hún öll í graut. — Þá sésl ekki lengur hvað fyrir löggjafanum hefir vakað, því að þar er ekkert háift eða heilt. Nú vitum við reyndar, að fyrir flutningsmanni vakti það að afnema útlenda œttar- nafnasiðinn, en útkoman verð- ur sú, að mörgum útlenzkustu ættarnöfnunum, sem alófært mundi þykja að taka upp nú á dögum, er gefinn forréttur til að ganga að erfðum um aldur og æfi. Nöfn eins og Thoraren- sen, Johnsen, Thorlacius, Step- hensgn o. s. frv., sem einu sinni voru islenzk nöfn, en þóttu of ófín í þeirri mynd og voru því útlenzkuð, þau fá að standa sem minnisvarðar um niðurlæg- ingartima þjóðernisins. En aftur sýnist eiga að girða fyrir að al- íslenzk nöfn geti gengið frá föður til sonar, með því að þau yrðu þá skoðuð sem ættarnöfn, sem bannað er að taka upp. Annars er hér ruglað saman tveimur alveg óskildum atrið- riðum, hið fyrra er að útrýma útlenda nafnasiðnum, — sem er alveg í anda laganna, — hið síð- ara er það, að koma í veg fyrir að nokkur nöfn geti gengið að erfðum, sem hvorki sýnist koma tilgangi laganna neitt við, né heldur verður svo auðvelt að stemma stigu fyrir í reynd- inni. Það er leyft í lögunum að menn megi skírast tveimur nöfnum islenzkum, — segjum einu nafni og einu viðurnefni. Ef menn nú skyldu hafa til- hneigingu til að skira synina alt af viðurnefni föðurins, sem

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.