Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 22.05.1925, Side 1

Dagblað - 22.05.1925, Side 1
Föstudag 22. maí 1925. I. árgangur. 91. tölublað. IÞagBíað AFLABRÖGÐ hafa verið í betra meðallagi undanfarna vetrarvertið. Að vísu hefir misjafnt afiast, eins og gengur, einkum á vélbátunum, en yfir- leitt má telja vertíðina góða, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, hve veðráttan var stirð framan af, og jafnvel svo að til vandræða horfði um tíma. Verð- ur sá ofviðrakafli, er geisaði í vetur, lengi minnisstæður mönn- um, og þá ekki sízt þær hörm- ungar, er af hlutust. En björg hefir hann fært mörgum í búið, veturinn þessi. Eins og menu muna, var ágæt tíð í Vestmannaeyjum árið sem leið. Aftur á móti brást síldarútgerðin norðanlands flest- um tilfinnanlega. Varð þetta hvorttveggja til þess að ýta und- ir þá, sem skip og vergögn áttu að nafninu, að freista hamingj- unnar enn einu sinni á afla- sælasta staðnum. Héldu menn til Eyja úr öll- um áttum, einkum af Suður- og Vesturlandi. Urðu þeir margir síðbúnir, sem netaveiðar ætluðu að stunda þar, einkum héðan úr Reykjavík, og það svo, að þegar þeir síðustu komu til Eyja, voru sumir bátar búnir að fá 20—30 þús. fiska. Kom þá gæfta- og aflaleysið, og var þar fisktregða yfirleitt um tíma. En síðari hluta vertiðar brá til batnaðar og fiskurinn var nóg- ur, svo að heita mátti land- burður í síðustu göngu. í*egar fisktregðan var sem mest í Eyj- um, var mokafli á verstöðvun- um hér sunnanlands, á Eyrar- bakka og Stokkseyri. Brugðu sumir sér þangað og varð vel til fanga, enda flestum ljóst nú orðið, hvernig fiskurinn hagar göngu sinni. Að öllu samanlögðu hafa flestir aðkomubátar sloppið skaðlausir í Eyjum í vetur, og sumir haft nokkurn afgang. Þröngt er þar um vertíðina, svo sem nærri má geta, og því að- eins hyggilegt að sækja þangað úr öðrum héruðum, að fyrir- fram sé trygt samband í landi um sölu eða móttöku fisksins. Sé því vel fyrir komið, og öll útgerð í iagi í tæka tíð, má bú- ast við góðum árangri. — Þegar á alt er litið, er snertir útgerð olíuvélbáta allan ársins hring, er það ærið íhugunarefni, á hvern hátt slíkir bátar geti borið sig bezt, og hvað sé hyggi- legast og uppgripamest, en um leið áhættuminst á ýmsum tím- um árs. Glöggar og góðar skýrslur og margra ára ítarlegar rannsóknir gætu verið mönnum ómetanleg- ar, og hefir Fiskifélag íslands þar göfugt hlutverk að vinna, sem allir ættu að styðja, því þar eru menn að vinna sér sjálfum í hag. Reykjavík. i. Varla getur orkað tvímælis. að Reykjavik sé Ijótur bær, bæði tilsýndar og við nánari athugun. Samt hefi ég einhvers- staðar séð þeirri fjarstæðu sleg- ið fram á prenti, að hún mundi vera einhver fegursta höfuð- borgin, sem til væri á jörðu hér. Að vísu er innsiglingin mjög fögur, meðan ekki er komið svo nærri landi, að mest beri á sjálfum bænum og athyglin þar með beinist frá fjarlægri fegurð að ömurlegu útliti nærliggjandi augnamiðs. í*egar komið er að landi í Reykjavík, eru það kolabyngir og lágreist vörugeymsluhús, sem fremst standa og gefa bænum fyrsta svip. Það er ömurlegt álit og ekki aðlaðandi. Einstaka hús ber yfir og sker sig úr réttum hlutföllum fegurðar og samræmis. Mun þvi flestum finnast, að hér beri meira á ýmsu öðru en fegurðinni, og jafnvel að hennar gæti furðu lítið. Að vísu er fegurðarsmekk- ur manna mjög ólíkur og fátt eitt, eða jafnvel ekkert, sem öll- nm kemur saman um að full- komið sé að fegurð og allri samræmi. Slikt væri helzt um fágæt listaverk, sjálfsköpuð eða af snillingum gerð, en þau eru fá á almannafæri hér í bæ. Fjarsýnin er sú eina fegurð, sem hægt er að hafa á augn- festu; en til að geta notið henn- ar, þarf að komast út úr bæn- um, á víðavang eða sjónar- hæð. En þá blasir líka við sú fjallasýn, sem mikið væri gef- andi til að geta notið úr fleiri stöðum en nú er völ á. Á ferð um bæinn gætir sama smekkleysis og ósamræmis og við fyrstu sýn. Stuttar og hlykkj- óttar götur og lítil og »stíllaus« hús eru alstaðar á öllum leið- um. Varla sjást tvö hús við sömu götu lik að gerð eða útliti. Skipulagsleysið og ósamræmið er það, sem alstaðar ber mest á, nema ef telja skyldi sam- ræmið í bárujárninu, þessum hlífðarfötum Reykjavíkur, því auðvitað er hver járnplatan ann- ari lík og allar af sömu gerð. Inni í bænum gætir fegurðar fjarsýninnar alstaðar lítið, vegna þess hvernig skipulag hans er. Þetta er því tilfinnanlegra, sem landslagi er svo háttað og að- staðan að öðru leyti þannig, að hér hefði mátt byggja stórborg, sem fullkomin væri að fegurð og hagkvæmni. Nú er slíkt orð- ið ómögulegt og því er ekki annað að gera, en sætta sig við það sem orðið er, en reyna jafnframt að laga mestu lýtin, eftir því sem tækifæri gefast til. því er mjög áriðandi að vel sé verið á verði, svo ekki sé enn- þá bætt við bæjarlýtin, heldur sé stefnt til þess, að koma þvi í betra horf, sem helzt þarf um- bóta.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.