Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 23.05.1925, Blaðsíða 1
Laugardag MP* fr\ tf Jfe /. árqanaiir. v Wagolað FISKIVEIÐARNAR eru, eins og allir vita, annar aöal- atvinnuvegur vor, og skiftir því miklu máli, hvernig aílast á hverjum stað og tíma. Af- koma mikils hluta þjóöarinnar er undir því komin, hvernig fiskveiðarnar hepnast, og altaf fjölgar fólkinu, sem á alt sitt undir því, hver aflabrögðin verða. Sízt skal því neitað, að fólk- straumurinn úr sveitunum til sjávarsíðunnar er óheppilega mikill, en hann er samt ekki annað en eðlileg afleiðing þeirra úrkosta, sem eru fyrir höndum, og honum verður ekki hægt að benda í aðra átt, nema með al- hliða umbótum á sviði land- búnaðarins, og þar með bættri aðstöðu fyrir einstaklinginn til sæmilegrar afkomu. Sjórinn umhverfis ísland hefir oft verið nefndur gullkista lands- ins, og má segja, að slikt sé ekki rangnefni, þótt allir hafi ekki sókt þangað fullar hendur fjár. Fiskimiðin hér við land hafa verið sá nægtabrunnur, sem ausið hefir verið óspart úr, og mætti jafnvel virðast, að alt- af væri þar af nógu að taka, eftir þeim afla að dæma, sem fengist hefir núna síðustu árin, þrátt fyrir stórkostlega aukn- ingu fiskiflotans og bættum afla- tækjum til meiri uppgripa. En það er djúpur brunnur, sem ekki verður upp ausinn, ef aðrenslið er takmarkað. Og þótt viðkoma fiskjarins sé mjög mikil, þá eru samt sumir farnir að kvíða því, að svo kunni að fara, að fiskurinn minki hér á miðunum, jafnvel svo, að fiski- leysi geti valdið árum saman. Það er á það lítandi, að fleiri þjóðir en við, auka nú mjög út- gerð sina til fiskifanga hér við land, og það í miklu stærri stíl en við getum gert, eða heppi- legt væri fyrir okkur, þótt við gætum. þar sem altaf er hafin rán- yrkja, hlýtur eftirtekjan að minka smámsaman. Er hætt við, að svo fari einnig um fiskiveiðarn- ar, því það er fullkomin rán- yrkja, sem rekin er hér á mið- unum árið um kring. Fullkomn- ustu veiðitæki eru látin greip- ar sópa um öll fiskimiðin, en ekkert gert til að viðhalda þeim höfuðstól, sem þar er tekið af. Hætta er þvi á, að fiskurinn gangi til þurðar, jafnvel áður en nokkurn varir, og yrði það okkur þær búsifjar, sem við mundum lengi búa að. Kemur því til álita, hvort ekki sé orðin þörf á, eða jafn- vel brýn nauðsyn, að gera ein- hverjar þær ráðstafanir, sem hjáipa til að vernda fiskimiðin gegn of mikilli veiði, og einkum að ungviðið geti átt einhvern griðastað. Friðun innfjarða, og jafnvel helzt Faxaflóa, er það, sem þá kemur fyrst til greina. Einnig getur fiskiklak í stórum stíl á- orkað miklu, og fleiri atriði geta komið hér til athugunar. -m. -n. Leverhulme' lávarður látinn. Þessi stórmerki kaupsýslu- maður og iðjuhöldur andaðist hinn 7. þ. mán. Það var hann sem bygði borgina Port Sunlight fyrir verkamenn sína eingöngu og er það talin einhver mesta fyrir- myndarborg í heimi. Kostaði hann og ofijár til þessa, og til þess, að verkamönnum sínum geti liðið sem bezt, en hann þóttist uppskera það margfald- lega, enda hefir iðnaðarfyrir- tæki hans, Sunlight-sápu verk- smiðjurnar, blómgvast ár frá ári. — Pað er sízt að furða um svo merkan manu að hans sé sakn- að víða, enda streymdu sam- hrygðarskeyti að úr öilum átt- um er lát hans fréttist, meðal annars frá konungshjónunum brezku og Albert Belgíukonungi. Úrslit þingmáia. Þingmannafrv. samþ. Um sáttatilraunir í vinnu- deilum. Þingsál.till. samþ. Um verndun frægra sögu- staða. Þingsál.till. feld. Um póstmál í Vestur-Skafta- fellssýslu. Stjórnarfrv. óútrædd. 1. Um varalögreglu. 2. Um veiting rikisborgara- réltar. 3. Um úrskurði í útsvarsmál- um o. fl. 4. Um breyting á almennum hegningarlögum, 25. júní 1869, og viðauka við þau lög. 5. Um fjölda fastra kenslu- * stunda fastra kennara við ríkis- skólana. 6. Um Landsbanka íslands. Þlngmannafrv. útrædd. 1. Um löggilta endurskoð- endur. 2. Um viðauka við lög nr. 25, 19. júni 1922. (Bæjarstjórn í Hafnarfirði). 3. Um ræktunarsjóð hinn nýja. 4. Um breyting á sveitar- stjórnarlögum 10. nóv. 1905. 5. Um einkasölu á útfluttri síld. 6. Um bygðarleyfi. 7. Um breytingar á lögum nr. 67, 14. nóv. 1917, um bæjar- stjórn ísafjarðar. ■ 8. Um sölu á kolum eftir máli.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.