Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.05.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 23.05.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 vandaðan veg úr Sogunum og suður lægðirnar um Breiðholt og Vifilstaði þar sem byrjað var á vegargerð fyrir nokkrum ár- um og ákveðið er, að framtíðar- vegur milli þessara staða skuli liggja- Þetta er áreiðanlega hin eina úrlausn þessa máls sem bæði er skynsamleg og hagkvæm, og það því fremur sem miklu fé er búið að kosta til undirbúnings á þess- ari nýju leið og langir kaílar vegarins að miklu leyti geröir, en því fé sem það hefir kostað er til verra en einkis varið, ef ekki er haldið áfram verkinu og því lokið áður en langt um líður. Framtíðarvegurinn milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar verður auðvitað eftir þessi weystri leið« og því betra er sem fyr kemur þar fullgerður vegur. Nú er það svo að allar fram- kvæmdir eru hér mjög hægfara, — ekki sízt þær nauðsynlegustu — og má þvi búast við, að nokkur ár líði áður en þessu verður komið í fiamkvæmd. Að vísu mun biðin verða mörgum löng, en íslendingar eru yfirleitt mjög þolinmóðir og una lengi við gamla hætti og ýmislegt sleifarlag. í þessu sambandi hefir mér komið til hugar að benda á eitt atriði til umbóta á þeirri leið sem nú er farin og ætti þar ekki að þurfa að kosta til miklu fé. Eins og allir vita, sem farið hafa milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, þá er vegurinn sunnan í Arnarneshálsi lagður þannig að hann myndar bókstafinn S og er þessi kafli vegarins þvi venjulega nefndur »essið«. Bugð- urnar sem mynda essið eru svo krappar að til mikilla óþæginda er og hefir svo verið frá fyrstu gerð. Auðvitað hefir þetta verið gert til að minka brattan fyrir þungan drátt, en viða á leiðinni er eins bratt og þarna, en samt ekki þótt ástæða til slikrar stafa- gerðar. Síðan bifreiðar urðu aðal- flutningatækin á þessari leið, er essið til mikilla óþæginda en einkis gagns. Fví skal hér farið þess á leit, að nœsta aðgerð Hafnafjarðat- vegarins verði sú, að leggja af »essid« og gera beinan veg upp hálsinn. Þessi spölur er svo stuttur að hVorki mikið fé né langan tíma þarf til aö koma þessu i verk, en það yrði til stórþæginda öllum sem um veg- inn fara. Vegfarandi. QagBlaéiá endur ókeypis til mán- aðarmóta. Athugið það! fyrirliggjandi, svosem: »Greitt«, »Prent- að mál«, »Móttekið — Svarað*, »Innf.«, >Original<, »Copyc> »Afrit«, »Frum- rit«, »Sýnishorn án verös*, »Sole Agent for Iceland*, »Póstkrafa,kr....«, >Mánaðardagastimplar«, Tðlusetn- ingarvélar. — »Eftirrit: Vörurnar af- hendist aðeins gegn frumriti farmskír- teínis«. — Stimpilpúða og Blek (rautt, svart og blátt). Ennfremur: Auglýsinga- letur í kössum, margar stærðir, alt ísl. stafrófiö, með merkjum og tölustöfum; hentugt til gluggaaugl. og við skólakenslu. HJÖRTUR HANSSON, Holasund 1. (Aöalumboðsmaður á íslandi fyrir John R. Hanson’s Stempelfabrik, Kbh.) T Sonnr járnbraqtakóngslns. — Gerið þá svo vel að byrja á byrjuninni, þvi að sjálfsagt er ég ófróðari um þessi efni en nokkur maður annar hér. Runnels brosti: — Gott og vel. Skurðurinn verður um hundr- að kflometra langur, og verkinu er skift i þrent — hafnarvirki og dýpkanir við báða enda, svo koma slúsurnar og siðast siglingarleiðin um miðbik hálendisins. Fyrir ofan stifluna, sem þér sáuð hjá Gatun, verður gert stöðuvatn, eitt hvað 60 kflómetra langt. Regar skip ætlar nú vestur um skurðinn, þá verður því lyft upp i slúsunum hjá Gatun — þær eru þrjár — um 58 fet yfir sjávarflöt; svo siglir það eftir stöðu- vatninu þangað til það þrýtur og það nær slús- unum hjá Pedro Miguel. Þá er því hleypt niður á annað minna stöðuvatn, sem er 10 kflometra langt, og síöan niður á Kyrrahafið. Hafið þér skilið mig? — Jú, þetta virðist auðskilið. — Já, það virðist ekki margbrotið. En við höfum nú unnið að verkinu í 5 ár og verðum að vinna að því í 5 ár enn, áður en þvi verði lokið. Áður en við byrjuðum höfðu Frakkar unnið að því í 20 ár. — Ég skal nú annars skýra þetta betur fyrir yður i stórum dráttum. Öllu hér er stjórnað af gfirumsjónarnefnd Panamaskurð- graftarins. f henni eru sex menn og eru flestir ósammála. Svo eru hér tvö járnbrautafélög — K. A. P — járnbrautafélagið, sem flytur mold, grjót og byggingarefni til og frá vinnustöðunum, og svo er Panama-járnbrautarfélagið, sem flytur fólk og flutning. Pér verðið látinn byrja hjá þvi félagi undir einvaldsstjórn minni, herra Anthony. — Ég er ekki alveg ókunnugur járnbrautum. — Pað er ágætt. Ég veit að einn af stærstu járnbrautakóngum heimsins heitir sama nafni og þér. Eruð þér nokkuð skyldur honum? — Pað hafði ég nú hugsað, mælti Kirk. En haldið þér nú áfram upplýsingum yðar. — Félagið á 10 milna breiða spildu þvert yfir eiðið, mælti Runnels. Pað er í sjálfu sér ameriksk nýlenda, þvi að við stjórnum henni, verjum hana o. s. frv. Um vinnuna er það að segja að grafið er frá báðum endum og unnið nótt og dag, þvi að það er metnaður og kapp i verkamönnunum um það hverjir hafi fyr lokið sinum hluta. Svo eru margir flokkar annara manna t. d. heilbrigðisnefndin, vélamenn, um- sjónarmenn matvæla o. s. frv. En hvar sem þér komið, munuð þér komast að raun um, að eng- inn hugsar um annað en starf sitt. Hverjum einum finst fyrirtækið undir sér komið. Við höfum tapað sambandinu við umheiminn og við söknum þess ekki. Og þegar blöðin koma

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.