Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.05.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 24.05.1925, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ Gnfaþvottahús — Yestnrgötn 20. Afgreiðslan opin alla virka daga frá kl. 8 f. h. til kl. 6 e. h. Sími 1401. <Æálningarvörur: Blýhvíta, Zinkhvíta, Fernisolia, Þurkefni, Japaniakk. Lögnð raálning. Ódýrar en góðar vörur. Yfir 120 tegundir af veggfóðri, frá 45 aurum rúllan af enskum stærðum. Hf. Hiti Sc Ljós. Húsaskipim. Nýjasta hneykslið. Svo hefir þótt undanfarið, að bæjarstjórn og þá ekki sízt byggingarnefnd, sé mislagðar hendur um flest er til bóta horfir í bæ þessum. Sumir kunna að vísu að halda því fram, að það verði alt af van- þakklátt verk að sitja í þessum opinberu nefndum og ráða fram úr ýmislegum málum sem al- menning varða. En eitt verður þó að heimta af slíkum mönn- um, að annað tveggja leggi þeir niður starf sitt, eða gangi að því vakandi og vitandi vits, en ekki sofandi, svo sem væri þá að dreyma alt annað en það, sem þeim með atkvæði sínu og áhritum bar skylda til að koma í framkvæmd. Eitt af því sem er blöskran- legt og mesta undrun vekur, er niðurskipun húsa við fjölfarnar götur. Hefir höfundur þessara lína áður fundið ástæðu til að skrifa bæjarstjórn um ólöglega bygging hér í bæ og bent henni á, að byggingarnefnd hafi farið út fyrir takmörk þau er henni eru sett með byggingarsamþykt- inni, og að hún hafi verið þver- brotin á margan hátt. Slíku hljóði úr einu horni, er naum- ast gaumur gefinn. Er þá á hitt að reyna, — hvort ekki gengur betur með blaðgrein að opna augun á þeim, sem með völdin fara. Að þessu sinni er það ný bygging við Hafnarstræti, sem hneyksli vekur. Er það fyrir- hugað verslunarhús Helga Magn- ússonar & Co. Er farið að grafa fyrir grunni undir húsið og kemur þá í Ijós: a. Að bygging þessi á að standa langt fram í götu and- spænis gömlu ranghala-pakk- húsunum, sem endurreist voru árið sem leið, og á hún að hafa sömu stefnu og Hafnarstræti 15, pakkhúsið sem P. J. Thorstein- son fékk að byggja upp hér um árið. b. Húsið verður bygt fram í sundin: Thomsens-sund, sem eitt sinn stóð opið fram í sjó og Kolasund, sem nú stendur opið niður að ströndindi. Það er þess vert að athuga, hvort rétt sé að leyfa byggingu slika sem þessa. Skipulagsnefnd kvað vera til hér, þótt lítið á beri, hefir hún að sjálfsögðu fyrirhugað stefnu Hafnarstrætis. Að vestanverðu við steinbryggjuna mun eiga að ráða stefna sú í vestur sem Eim- skipafélagshúsið annarsvegar og Ingólfshvoll hinsvegar marka. Að austanverðu við bryggjuna mun gatan eiga að sveigja til norðurs í beina lfnu við áður áminst hús nr. 15 við Hafnar- stræti að norðanverðu, en að sunnanverðu verður húsastefnan tæplega framar en hið nývið- reista nr. 18 sem er tvíbrotið og hefir því tvær stefnur eins og kunnugt er. Þannig virðist alt vera í pottinn búið hjá þessari blessaðri skipulagsnefnd ef hún er þá nokkur til nema að nafn- inu. En mér er nú spurn: Verður ekki stræti þetta óhæfilega mjótt, þegar stórhýsi eru upp komin beggja vegna? Pegar gangstétt er lögð að norðanverðu við göt- una, sem að sjálfsögðu þarf að gera bráðlega, verður megingat- an örmjó görn og ervið umferð- ar. Hefir byggingarnefnd athugað þetta með opnum augum? Er hún að láta byggja hér bráðabirgðabæ eða framtiðar- borg? Eða er hún að rista sjálfri sér og samtíð sinni níð með verkum sínum? Nei, — bless- aður vertu, það er skipulags- nefndin. VagÉlaéió endnr ókeypis til mán- aðarmóta. Athugið það! ÚTUEOA allsk. Handstimpla, Dyra- nafnspjöld úrpostulíni og látúni, Signet, Brennimerki, Tölusetningarvélar, Eiginhandarnafnstimpla, Bréfhausa og nöfn á umslög, Pokastimpla, Kvittanastimpla, Stimpilpúða og Ðlek, Merkiblek, Merkiplötur o. fl. YALE-Hurðarlása YALE-Hurðarlokara. Pantanir afgreiddar með stuttum fyrirvara og mikilli nákvæmni. HJÖRTUR HANSSON, Kolasund 1 (Aðalumboðsmaður á íslandi fyrir ■ John R. Hanson's Stempelfabrik, Kbh.) ■ cfŒunið að utsalan á Laugaveg 42 nær yfir allar inatvörur, Iircinlætisvör- ur, skófatnað og yfirleitt alt, sem þar er selt. Kristín Jóhannesdóttir. 744 er sfini DagWaðsins. Hver er hún þá, og hvar er hægt að hafa hendur í hári þeirra sem í henni setja? Hvers- konar hæfileikum eru þeir menn gæddir, sem annað árið leyfa að endurreisa við aðalgötu tví- brotinn og margsligaðan timbur- ranghala, tíu álna breiðan, en hitt árið andspænis því stórhýsi fram í götu? Svari þeir sem vita! Framh.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.