Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 26.05.1925, Blaðsíða 1
Þriðjudag 26. maí 1925. I. árgangur. 94. tölublað. JARÐHITINN í Laugunum hér hefir verið umtalsefni oft og tíðum á hinum siðari árum og hafa margir framtakssamir menn viljað nota hann á ein- hvern hátt. Hafa sumir viljað leiða heita vatnið hingað til bæjarins og nota það til upp- hitunar í húsum. Og nú síðast hefir komið til orða, að veita heitu vatni að Iíleppi til hitunar þar. ; það er í sjálfu sér virðingar- vert, að menn skuli hafa áhuga fyrir því að nota þau gæði, sem náttúran hefir að bjóða, en hér er um alveg sérstök gæði að ræða, sem við getum vist hæg- lega ónýtt eða gert lílilsvirði fyrir klaufaskap og vanþekkingu. Hvaðan kemur þessi jarðhiti? Sumir hafa haldið því fram, að hann komi úr »iðrum jarðar- innar«. Aðrir halda því aftur á móti fram, að hann myndist af sérstökum efnasamböndum í jarðlögum þeim, er vatnið síast í gegn um og er slik kenning miklu sennilegri. Eða hvað halda menn, að vatn það, sem kemur upp í Laugunum, komi djúpt úr jörð? Það heflr aldrei verið rannsakað. Hitt vita menn, að jarðrask, svo sem það, er jarð- skjálftar valda, hefir oft orðið til þess, að laugar og hverir hafa kólnað, og ætti nú að gera eitthvert jarðrask hjá Laugunum gæti farið svo að þeim yrði stórspilt. Spurningin er þá sú, hvort hægt muni að ná hita þarna til notkunar, án þess að átt sé á hættu, að skemma Laugarnar. Og svo er önnur spurning: Mun ekki hægt að nota heita Laugavatnið betur á annan hátt en þann að hafa það til hitunar í húsum? Það hefir heldur eigi verið rannsak- að, en einn góðan veðurdag getur að því kornið, að Laug- arnar verði Reykjavík mesti hýrgripur og þá notaðar á alt at>nan hátt, en mönnum hefir enn hugkvæmst. Framfarir í vísindum eru svo hraðfara, að maður veit aldrei á hverju er von. Reykjavík ætti því að fara varlega með Laugarnar — gæta þess vandlega að gera ekkert er orðið gæti til að skemma þær eða komið í veg fyrir hag- kvæma notkun þeirra í fram- tíðinni. ítalir munu nú manna lengst á veg komnir með það, að hag- nýta sér jarðhita. Og þeir ná honum víðar en þar sem upp- sprettur vatns eru. Bandarikja- menn hafa og á seinni árum gert einhverjar tilraunir í þessa átt. En sú reynsla sem þessar þjóðir hafa aflað sér í þessu efni, er íslendingum ókunn, að mestu eður öllu. Væri þó síst úr vegi, að það mál yrði rannsakað grandgæflega, því að nóg eig- um við af jarðhitanum og er efamál hvort hann getur ekki með tímanum orðið okkur eins mikils virði og fossarnir. Dómur var kveðinn upp í gærmorgun yfir skipstjóranum á þýzka botn- vörpungnum Trawemunde frá Lubeck og var hann dæmdur til að greiða 15000 fslenzkar krónur í sekt, og afli og veiðar- færi gert upptækt. Botnvörpung þennan tók Þór að veiðum í landhelgi skamt frá Eldey og kom með hann hingað á föstudagskvöld. Rétt- arhöld byrjuðu á laugardags- morgun og neitaði skipstjóri harðlega að hann hefði verið i landhelgi, en þó var hann eitt- hvað farinn að linast er á leið. í gærmorgun hafði hann sótt í sig nýjan kraft og bauðst til að sverja það byenær sem væri, að hann hefði verið utan land- helgi, en dómarinn tók ekki mark á því. Ekki vildi skip- stjóri áfrýja dómnum. t Stefán Stefánsson fyrv. alþingismaður frá Fagra- skógi, lézt í fyrrinótt. Banamein hans var lungnabólga. Stefán var maður þjóðkunnur og sat lengi á þingi. Hafði hann þar mörgum og margvíslegum nefndarstörfum að gegna og þótti hinn nýtasti maður. Ræðu- skörungur var hann þó ekki, en þaö mun flestra mál að fæst- ir þingmenn hafi barist jafn einlæglega fyrir áhugamálum kjósenda sinna og hann. Við siðustu kosningar féll hann fyrir Bernharð Stefánssyni og mátti þó vart á milli sjá. Stefán var gildur bóndi og hinn mælasti rnaður. Hann átti fnörg börn; meðal þeirra eru Davíð skáld, Stefán fulltrúi bæj- arfógeta hér og Valgarður versl- unarmaður. Útsala Spánarvína. Svo sem mÖDnum er kunnugt ömuðust flestir kaupstaðirnir við því, að fá til sín útsölu frá vín- versluninni, eða allir nema Vestmannaeyjar. Útsölur hafa ekki verið settar á fót víðar en i kaupstöðunum. Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að þingmaður Vestmannaeyja bar fram fyrir- spurn til stjórnarinnar um það hvað hún hygðist tyrir um út- söluna i Vestmannaeyjum. Kvaðst hann hafa erindi frá allmörgum borgurum þar, þess efnis að þeir vildu vera lausir við út- söluna og væri hún til stórtjóns, einkum meðan á vertíð stendur. Vildi fyrirspyrjandi fá vitn- eskju um, hvort það stæði í samningnum við Spán, hve

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.