Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 27.05.1925, Blaðsíða 1
GESTRISNU íslendinga hefir löngum verið við brugðið og hefir þótt einn af höf- Uðkostum þjóðarinnar. En tím- arnir breytast og mennirnir með og er það sízt að lasta, þótt ís- lendingar læri það, að taka eitt- hvað fyrir snúð sinn. Þeir geta verið gestrisnir fyrir því. Það má búast við því, að ferðamannastraumur hingað til lands fari sívaxandi á næstu ár- um, og eigi íslendingar að hafa uokkurt gagn af því, þá verða þeir að kunna að »taka fyrir snúð sinn«. Fram til þessa tíma hafa sveitamenn að minsta kosli ekki auðgast á ferðamönn- um, heldur miklu fremur beðið •stórtjón af átroðningi þeirra. Þakkirnar hafa verið þær, að þessir ferðamenn hafa hafið ís- lendiuga til skýjanna fyrir gest- risnu og þannig kvatt hina og uðra leppalúða til þess að ferð- ast hingað í þeirri trú, að það kosti ekkert, íslendingar beri út- fendinga á höndum sér og geri þeim alt til geðs án endurgjalds. En svo þegar þessir leppalúðar hafa komist að því, að það kostar þó talsvert að ferðast hér um land, þrátt fyrir íslenzka gestrisnu, þá þýtur þann veg í talknum þeirra er heim l^emur, að íslendingar sé mestu blóð- •Sflgur. Það er því ilt að gera svo úllum líki og verðum vér fyrst og fremst að hugsa um það, að reyna að fara hinn gullna Oieðalveg, að varast það, að hafa útlendinga að féþúfu, en f>æta þess þó um leið, að átroðn- 'Ugur þeirra verði oss eigi til fjártjóns. Þetta er hin eina rétta *eið og sé hún farin, getum vér hítið oss á sama standa hvað SaRt er um oss á bak, því að vér höfum séð, að vér fáum ^isjafnt orð hvernig sem vér ^rum að. í þessu efni hvílir talsverð á- ^yrgð á fylgdarmönnum útlend- °Sa hér. Fað eru í rauninni þeir, sem eru dómarar í þess- um sökum. Þeir eiga bæði að sjá um það, að íslendingar fái sitt og þeir eiga jafnframt að gæta hins, að útlendingar sé ekki féflettir. Það sem því ríður mest á, til þess að þjóðin hljóti sanDgjarna dóma hjá ferða- mönnum, að ferðamannastraum- ur hingað til lands aukist, og að hann verði oss fremur til gagns en ógagns, er að valdir sé fylgdarmenn með hverjum leiðangri. En til þess að það geti orðið, þarf að vera hér öfl- ugur félagsskapur — ferðamanna- skrifstofa — helzt undir vernd og eftirliti hins opinbera. Og sú ferðamannaskrifstofa ætti að taka á móti öllum ferðalöngum, sem hingað koma, og hún á að safna um sig þeim færustu fylgdar- mönnum, sem völ er á. Að þessu efni verður máske vikið betur síðar, því að þetta er mikilsvert mál fyrir land og lýð. Húsaskipun. Nýjasta hneykslið. (Niður.) í>á er að minnast á sundin frá Hafnarstræti og niður að sjónum. Zimsenssund er einkaeign Jes Zimsens konsúls, gamalt bryggju- sund, eins og hin, og má búast við að þvi verði bráðlega lokað fyrir almenningi. Thomsenssund þarf naumast að nefna; — þvi hefir verið lok- að í mörg ár og þar bygt fyrir. Kolasund má loks nefna. Þar hefir verið opin leið til þessa, en mun vera sameign húsanna sem að því standa neðan Hafn- arstrætis. Nú er stefnt að því að byrgja sund þetta, hið síðasta sem frjálst hefir verið til um- ferðar svo lengi sem menn muna. Verður þá engin leið opin fram á sjávarbakkann milli Stein- bryggju og Kalkofnsvegar. Engum hugsandi manni fær dulist, að ráðstöfun sem þessi er hið mesta glapræði, hvað sem byggingarnefnd segir eða bæjar- stjórnin fyrir hennar hönd. Gera má ráð fyrir, að hús það, sem hér er um að ræða, verði hið veglegasta, þar sem að því standa slíkir menn, efnaðir og framtakssamir með borgarstjóra í fararbroddi. Húsið á að reisa fyrir framan nr. 2 við Kplasund og jafnhliða því meðfram Hafn- arslræti. Kvað eiga að verða 40 álna langt og ll1/^ áln. breitt og ræður gamla húsið breidd- inni. Breiðara mætti það vera, en þá þyrfti gamla húsið að vikja og grunnurinn að færast inn, sem nemur breidd gang- stéttar. Hinsvegar verður að krefjast þess, að húsið sé haft styttra, að minsta kosti sem nemur hálfu Kolasundi. Flestum mun sýnast þetta sanngjörn krafa er maður hefir framtíðar- skipulag bæjarins fyrir aug- um. Vil ég að svo mæltu skora alvarlega á þá sem hér eiga hlut að máli, að taka til athug- unar nú þegar, hvort ekki er fært að marka Hafnarstræli beinni línu frá vestri til austurs en nú er gert ráð fyrir með byggingu þessari, þannig, að strætið verði breiðara og sem næst jafnbreitt á þessum kafla. Enfremur skora ég á bæjar- stjórn að sjá svo um, að ekki verði bygt fyrir Kolasund, og að þar verði hér eftit- sem hingað til opin leið til sjávar. Er slíkt hægt að gera með eignarnámi og komi fult verð fyrir lóðina eftir mati, svo fremi sem það dæmist rétt, að bærinn eigi hana ekki. Verði þessu ekki sint, mælisl ég fastlega til að bæjarstjórn láti uppi hvað hún ætlast fyrir um strætaskipun á þessu svæði

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.