Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.05.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 27.05.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 —T HYJA BIO ■MIM'lilWI III ■l'P— 'lll Mlltl Heimssfningin mikla í Wembley (The British Empire Exhibition). Pathé-kvikmynd í 6 þáttum. Aldrei heíir nein sýning vakið eins mikla eftirtekt og Wembley-sýningin mikla í London, þar sem beztu hugvits- menn hins mikla Bretaveldis hafa í sameiningu unnið að því, að framleiða sýnishorn af öllu því markverða, sem íinst í brezkum löndum. En þarna sér maður ekki eingöngu hve framleiðsla á ýmsum vörum er komin á hátt stig, heldur getur hér að líta sýnishorn af öllu því innan Bretaveldis, sem hefir menningarlega þýðingu. Miljónir manna hafa flykst að Wembley og miljónir munu fara þangað í sumar. Hafa fáir hér tök á þvi, en sú bót er í máli, að hin stórfróðlega og vel tekna kvikmynd Pathé-félagsins góðkunna veitir mönnum tækifæri á að sjá hið marga og merkilega, sem sýnt er í Wembley. Myndin hefir hvarvetna hlotið mikið lof og vakið geysi eftirtekt, og mun hið sama verða upp á teningnum hér. Sýnd í kvöld kl. 9. Aðgöngumiða má panta í síma frá kl. 1 í dag. Karlmanna- og drengja- stígvél, með gráum tau- leggjum, 15 kr. parið. Karlmanna-chevrauxstíg- vél, brún og svört, m. teg. Karlmanna- og drengja- skór, gráir, brúnir og svart- ir, afarmikið úrval. Kvenskór úr skinni og rifstaui, gráir, brúnir, hvítir og svartir, ótal teg. Skinn- skórnir kosta frá kr. 11,75. Telpu- og barnaskór, brúnir, gráir og hvítir, með ristarböndum, úr skinni og rifstaui, Ijómandi fallegir. Strigaskór með Crom- leðursólum og gúmmisól- um, stærðir frá 21 til 46. Sokkar karla og kvenna o. m. fl. — Gerið svo vel að kynna yður þetta. SKÓVERSLUN B. STEFÁNSSONAR Laugav. 22 A. Simi 628. Gnfuþvottahús — Yesturgötn 20. Afgreiðslan opin alla virka daga frá kl. 8 f. h. til kl. 6 e. h. Sími 1401. UflF** Rakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. Somir járubrantahóngslna. — Mér hafði aldrei komið til hugar að þetta væri svona stórfenglegt. Mér er óskiljanlegt að verkinu verði nokkru sinni lokið. — Jú, við skulum ljúka því, ef við fáum að vinna í friði. Á hverju ári kemur hingað sendi- sveit þingmanna til þess að »líta eftirv og »skýra frá« hvernig alt gengur. Stundum eru þeir hér viku og stundum tekst þeim að gera greinarmun á stíflunni hjá Gatun og þessu gljúfri hér hjá Culebra, en það er þó ekki ætíð. Og enn eru sumir svo, aö þeir rugla því saman. En svo fara þeir til Washington og gefa okkur fyrir- skipanir um það hvernig við eigum að halda áfram. Og vegna þess að þeir hafa komist að raun um það, að loftslagið hér í Panama eh heilnæmt og laun há, senda þeir hingað alla ættingja sína er þeir geta sig vig losað. Pað var mesta ólán að Gorgas læknir tókst að út- rýma gulu hitasóttinni. — Sjáið þér, það er pólitik í þessu öllu og enginn okkar veit hve lengi hann mun fá haldið stöðu sinni. Ef það þyrfti að kaupa atkvæði einhvers öldungaráðs- manns og hann setti það upp, að hann vildi fá stöðu hérna handa bróður konu sinnar, þá stæði ekki á því. Og við skulum setja sem svo, að formaður úrsmiðafélagsins vildi fá stöðu hér við járnbrautina handa bónda hálfsystur sinnar, þá mundi hann fara upp í »hvíta húsið« og krefjast þess. Ef honum væri neitað, þá mundi hann hóta því að láta alla úrsmiði hér gera verkfall og ónýta allar klukkur. Hann mundi þá fá ósk sína uppfylta undir eins. — Petta eru nú auðvitað ýkjur. — Nei, hreint ekki. Petta hefir verið gert — og þetta er að gerast nú. Hingað korna menn og taka stöðúr frá þeim, sem áttu skilið að hækka í tigninni. — Ég er þá víst einn af þeim? — Já, svaraði Runnels blátt áfram. Að vísu hafði ég yður ekki í huga þegar ég sagði þetta. En við litum allir á þetta mál á einn og sama veg. Anthony skifti litnm: — Ég minnist þess eigi að hafa nokkuru sinni ásælst neitt, sem mér ekki bar, og ég hafði enga hugmyud um það, að um leið og ég fengi atvinnu hér, þá mundi ég taka atvinnu frá öðrum. — Svo er það nú samt. Það eru duglegir menn í öllum hinum betri stöðum, eða flestum, en frú Cortlandt hefir beðið fyrir yður og þér hafið valið yður þetta hlutskifti. Ég vona að þér reiðist mér ekki fyrir það að tala svona opinskátt. — Alls eigi! En ég hefi aldrei litið á málið frá þessu sjónarmiði. Og það er satt, ég þarfnast

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.