Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 30.05.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 30. maí 1925. I. árgangur. 98. tölublað. LAXVEIÐARNAR í Elliðaán- um eru nú orðnar töluverð tekjugrein fyrir bæinn og má segja að margt haíi verið ver ráðið, heldur en það, þegar árnar voru keyptar. Lengi voru þær eign útlend- inga og höfðu bæjarmenn þá engin not af þeim, nema út- svarið sem lagt var á eigand- ann, og sem oft urðu Hálfdánar- heimtur á, einkum vegna þess, að Mosfellingar gerðu einnig kröfu til útsvarsálagningar og stóð lengi í málaferlum og ýmsu stímabraki milli þessara aðila út af þvi. Nú eru árnar leigðar fyrir 6000 kr. árgjald, og má lelja það nægilega háa leigu fyrir ekki meiri veiði en nú ér þar. Annað mál er það, hvort rétt sé að leigja einstökum manni árnar, því þótt hann hafl nokkra menn í félagi með sér, þá er öllum fjöldanum bægt frá þeirri ánægiu, sem laxveiði er mörgum mönnum, og sem gjarnan vildu geta notið hennai', hér í nágrenní sínu, þegar tækifæri gæfust til. I*að er svo fátt sem þessi bær getur boðið íbúum sínum annað en útgjöld og álögur, að þess ætti að mega vænta, að það fáa sem hér gæti verið til dægra- styttingar og ánægju, væri ekki látið af hendi til örfárra manna, sem þar með hafa einkarétt á öllum afnotum þess. Það ætti því vel að athugast, áður en árnar verða oftar seldar á leigu einstökum manni, hvort ekki væri eins heppilegt að gefa öllum bæjarbúum kost á að Veiða þar innan ákveðinna tak- tnarka um stangafjölda á degi hverjum, eins og nú er og verið hefir undanfarið. Auðvitað yrðu ekki mörg veiðileyfi, sem hver hæri úr býtum, þvi búast mætti Við að aðsóknin yrði svo mikil, ^ð jafnvel gæti ekki allir kom- >st að sem vildu. En þetta væri sá jöfnuður, sem flestir mundu hna vel við, og gæfi mörgum kost á ánægjulegri veiðistund, sem nú verða að vera án hennar. Á síðustu árum nefir laxveiðin nokkuð minkað í Elliðaánum, og telja flestir það vera vegna breytinga sem þar hafa orðið vegna rafveitunnar. Raunar hefir töluvert verið gert til að greiða göngu laxins, en eins og allir vita, kann hann illa við alla nýbreytni og þykist sjálfsagt ekki eins frjáls né komast eins laugt upp eítir ánum og áður var. Það væri mjög illa farið, ef laxinn hætti að mestu að ganga upp í árnar, og þarf því að gera alt sem hægt er til að tryggja það, að svo verði ekki. Reykj avík. ii. Ef Reykvíkingar hugsuðu al- ment lengra fram en um líðandi stund, myndi umbygging bæjar- ins vera það málið, sem mest væri rætt og vandlegast. Það sýnir bezt hve menn eru áhugalausir um velferðarmál þessa bæjar, að ekki skuli meira hafa verið rætt um framtíðar- skipulag hans en raun er á. — Eftir hljóðleikanum að dæma, sem verið hefir um þetta mál, mætti virðast að flestum væri sama um allar ákvarðanir því viðvíkjandi og engu máli skifti um framkvæmdirnar. Hverju tjóni þetta sinnuleysi hefir valdið bæjarfélaginu verð- ur ekki með tölum talið, og afleiðingar þess er ómögulegt að reikna, svo nærri fari réttmæti. Víst er það, að komandi kyn- slóðir munu lengi búa að skamm- sýni og fyrirhyggjuleysi þeirra, sem ráðið hafa til lykta ýmsum stærstu málum þessa bæjar og gert það á hinn óheppilegasta hátt. Einstaka maður hefir samt horft lengra fram en á líðandi stund, og bent á ýms atriði til umbóta, sem sjálfsagt hefði verið að taka til greina áf þeim mönnum, sem hér ráða mestu um framkvæmdir bæjarmálanna. En reynslan hefir sýnt, að þeir sem vegna tilviljunar, en ekki eigin verðleika hafa skipað hér þær tignarstöður sem til eru, hafa ekki verið þeir menn, að taka tillit til bendinga annara, hvað þá að þeir hafi tekið þær svo til greina, að þeirra gætti í framkvæmd málanna. Afleiðingar þeirra óheppilegu ráðstafana, sem hér hafa verið framkvæmdar vegna skamm- sýnis og skilningsskorts vald- hafanna, munu lengi verða Reykvíkingum erfiðar viðfangs og tefja mjög fyrir eðlilegum og nauðsynlegum umbótum. Nú má ekki lengur dragast, að hafin verði sú sókn, sem dugar til betra viðhorfs en verið hefir, um skipulag bæjarins og allar framkvæmdir því viðvíkj- andi. — Þeirri sókn verður að fylgja fast eftir og linna ekki fyr en samkomulag er fengið um meginatriðin i framkvæmd bæjarmálanna og full vissa um ákveðnar úrlausuir. — Skal nú vikið að einstök- um atriðum sem nauðsynlegast er að taka til glöggrar athugun- ar þegar umbygging bæjarins verður hafin. Mun þar reynt að taka meira tillit til hagkvæmni og batnandi útlits en virzt hefir að þeir hafi gert sem hér hafa mestu ráðið hingað til. Mönnum þarf að vera það ljóst að Reykjavík — sem höf- uðborg íslands — á að standa lengur en meðan sú kynslóð er upp, sem nú lifir. Er því mjög áríðandi að taka sem mest tillit lil framtímans og reyna að búa sem bezt í haginn fyrir eftirkom- anda vora, í stað þess að gera þeim alt til ógagns og erfiðleika. -m. -n.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.