Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 31.05.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 31.05.1925, Qupperneq 1
Huítasunnudag 31. maí 1925. I. árgangur. 99. tölublað. HÁTÍÐ er til heilla bezt« segir forn málsháttur, og j/ munu þau orð í upphafi hafa hrokkið vitrum manni af vörum. Sá var ei heillum horf- inn, sem ei var vinum horfinn. Vinfesti og hamingja hafa jafn- an haldist í hendur. Maður er manns gaman. — í fornöld hafa þó heillaóskir vísast verið fátiðari manna á milli en nú eru þær, einkum í sambandi við alls konar tyllidaga. Sú var þá tíðum hátíðin mest, er góð- an gest bar að garði. Slegið var þá upp veglegri veizlu með alls konar fagnaði, ræður haldnar, kvæði flutt, iþróttir sýndar, stigið á stokk og strengd heit, blandað blóði og bornar fram gjaflr. Út var gesturinn leiddur með góðum gjöfum og vinar- orðum, sem svo mikill kraftur fylgdi, að eftir gekk svo sem mælt var. — Bregður bjarma yfir slíka heilla- og hátiðisdaga, og hugurinn leitar þeirra ósjálf- rátt á beztu stundum lífsins. Heill og hátíð I Þessi orð láta vel í eyrum, og manni hlýnar ósjálfrátt um hjartarætur. Hve- nær skyldi heilladisin vera nær manni en einmitt á hátíðadög- um? Kyrð og friður, samúð og samræmi, hvíld og heilög festa, góð hugsun, göfug tilfinning’og bljúg bæn færa manninn nær Guði, og skapa honum heill og hamingju þegar í þessu lífl. — Frá honum streyma í allar áttir geislar hins góða hugarfars, er færa öðrum yl og líf, og flýta fyrir andlegum þroska þeirra. Baráttan fyrir tilverunni er ströng, og látlaus þrældómur er gleggsta einkenni hennar nú á þessum siðustu timum. Ókyrð hinnar sivaxandi samkeppni, sem ann sér engrar hvíldar, ber með sér öll einkenni efnis- byggjunnar> en hún er fjand- samleg þeirri göfgi, sem gleðin og hamingjan veita á hátíðleg- wstu stundum í lífi voru. Kristur leitaði kyrðar og hvildar, friðar og næðis úti í ríki náttúrunnar, þar sem blöð og blóm, vötn og skógar töluðu hinu þögla máli samræmis og kærleika. Á hátíðlegum einveru- stundum safnaði hann kröftum til hins mikla starfs, er honum var falið. Þaðan kom honum hinn guðlegi ljómi, sem geislaði af ásjónu hans, hin heilaga al- vara, sem fylgdi starfi hans, og sá yfirnáttúrlegi kraftur, er mörgum hefir verið undrunar- efni um aldaraðir. Heilla- og hátíðisdagar eru bundnir við nafn hans í krist- inni kirkju. Þeir, sem hann safnaði í kringum sig, og þeirra lærisveinar, hafa helgað minn- ingu hans á þenna hátt. Þessir ákveðnu dagar eru því kristn- um mönnum kærir. Þá er Kristur hinn tigni gestur, sem öllum er kært að minnast, því af honum má læra það á slík- um hátiðisdögum, sem hverjum einstökutn gæti orðið til mestra heilla. -f- Uppreist í Honduras í fyrra mánuði braust út upp- reist í lýðveldinu Honduras í Mið-Ameríku. Höfðu uppreistar- menn þá er síðast fréttist, náð á sitt vald borginni Ocotepec, sem er ekki nema 50 enskar mílur frá höfuðborginni San Salvador. Stefndu nú uppreist- armenn liði sínu þangað. Ann- ar flokkur þeirra stefndi til borgarinnar Comayagua og var útlitið talið ískyggilegt fyrir stjórninni. — Bandaríkin sendu beitiskipið »Denver« þangað suður eftir og setti það herlið á land til þess að vernda líf og eignir útlendinga. Ólafur JBriem. Hann var fæddur að Espihóli í Eyjafirði 28. jan. 1851. For- eldrar hans voru Eggert Briem sýslumaður og kona hans Ingi- björg, dóttir Eiríks sýslumanns Sverrissonar. Á unga aldri var Ólafur send- ur í latínuskólann, og lauk þar stúdentsprófi 1870. Hætti hann þá námi og hvarf heim til föð- ur síns. Skömmu síðar kvænt- ist hann Halldóru Pétursdóttur á Álfgeirsvöllum, og eignuðust þau hjón 6 börn. Er síra Por- steinn á Akranesi elztur þeirra. Pau hjón byrjuðu búskap sinn á Frostastöðum, en lengst af bjuggu þau þó á Álfgeirsvöll- um, og við þann bæ var Ólaf- ur venjulega kendur. 1886 var hann kosinn þing- maður Skagfirðinga, og liélt hann þeirri virðingarstöðu óslit- ið fram til 1919, og forseti neðri deildar var hann 1914— 19. Amtráðsmaður var hann frá 1891, sýslunefndarmaður frá 1898, skólanefndarmaður Hóla- skóla meðan sú skipan hélzt, umboðsmaður Reynistaðaklaust- ursjarða, var í milliþinganefnd 'í skattamálum 1907, formaður S. 1. S. frá þvf í ársbyrjun 1922 og í vetur var hann kosinn í

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.