Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 03.06.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 3. fání 1925. ŒagGfað I. árgangur. 100. tölublað. KAPPREIÐAR fóru fram á Skeiðvellinum á annan í Hvítasunnu, eins og til stóð. Veður var bjart og kyrt um morguninn þar innfrá, en favesti er á daginn leið. Var skeiðvöllurinn ákaflega þur og eins börðin og móarnir til beggja faanda og var því látlaus mold- arbylur þar meðan á kappreið- unum stóð og mátti kalla svo, að þar væri ólíft hverjum manni, enda mátti svo heita, að menn væri orðnir óþekkjanlegir þegar á daginn leið og engu frýnilegri í framan heldur en menn sem koma úr kolavinnu. Pað er sízt að furða þótt þetta fæli menn frá þvi að koma á kappreiðar, enda mun hafa verið meö fæsta móti folk á þessum kappreiðum. Hefði þó þarna mátt vera ágæt skemtun, því að hestarnir, sem reyndir voru, voru hver öðrum betri. Hér þyrfti því endilega að ráða bót á og koma í veg fyrir slíkt moldrok. Mætti dálítið bæta úr með því, að tyrfa bakkana báð- um megin brautarinnar. Kemur þá og til athugunar, hvort ekki mælti fá einhvern ofaniburð á völlinn sjálfan til varnar mold- roki. Væri sjálfsagt ágætt ef hægt væri að fá skeljasand til þess að dreifa yiir moldina, en það verður sennilega altof dýrt. Pá er annað ráð, að dreifa vatni yiir völlinn og börðin og ætti það auðvitað að duga. En nú er ekkert vatn' þarna við hendina, þó er það ekki ýkjalangt frá, eins og sjá mátti á annan í Hvítasunnu, því. að í holtinu fyrir ofan yöllinn var voldugur ^osbrunnur. Liggur þar vatns- veita Reykjavíkur og streymdi vatnið af fullum krafti út úr uppistandarapipu, sem þar er. Vatn það, sem fór þar að for- görðum yfir daginn, hefði meir en nægt til þess að væta svo skeiðvöllinn, að moldryk hefði ekki verið óbærilegt. Petta mál þarf hestamanna- félagið að athuga vandlega, því að ef fólk á ekki að gjörhætta við að koma þarna inneftir, þá verður að finna einhver ráð til þess að bæta úr þessu. Mætti bæjarstjórnin gjarna vera með í ráðum, og félaginu hjálpleg til þessa, því að eigi leggur hún svo mikið fram til þess að skemta bæjarbúum, en kapp- reiðar nú einhver hin bezta skemtun, sem hér er völ á. Áhugamál. Allir munu eiga einhver áhuga- mál, misjafnlega háfleyg og mis- jafnlega hugföst eftir eðli manna og ýmsum aðstæðum. Einum er það brennandi á- hugamál, sem öðrum er einkis- virði og einu málefni vilja allir leggja lið sitt óskift úrdráttar- laust. Eins og mennirnir eru ólíkir i útliti og eðli sínu, eru áhuga- mál beirra óskyld, og takmörkin fjarliggjandi hvert öðru. Einn hugsar mest um þetta, en ann- ar hitt, þótt lifskjör þeirra sé lik og aðstaðan til afkomu mjög svipuð. Flestum mun vera meðfætt að hafa meiri áhuga fyrir einu en öðru og fer það oft að litlu leyti eða jafnvel engu, eftir þeirri aðstöðu sem lifskjörin skapa þeim til að koma áhugamálum sinum áfram og láta þau verða að veruleika. Öllum er í raun og veru nauð- synlegt að eiga einhver áhuga- mál til að berjast fyrir, einhverja hugsjón til að reyna að gera að veruleika, eitthvert hugðarmál, sem tómstundirnar eru helgaðar, — eitthvað takmark til að keppa að. Pví ákveðnari og hugfastari sem áhugamálin eru, því fegurri sem hugsjónirnar eru, því göf- ugri sem hugðarmálin eru og því hærra sem takmarkið er sett og meiri orku beitt til að ná því — þeim mun betra. Þótt mikill áhugi og einbeiting viljans geti áorkað mjög miklu, þá verður einstaklingsorkan samt að litlu gagni ef önnur öfl leggja henni ekkert lið. Pví — »hvað má höndin ein og ein« til mik- illa framkvæmda? Nokkru get- ur hún alt af áorkað, en litið verkar það oftast nema »allir leggi saman«. Pað munu allir vita, að það sem einum er illfært eða ókleift, er mörgum vel fært; það er staðreynd, sem sannast á öll- um sviðum, og því betur, sem meiri kraft þarf að leggja fram að ákveðnu verki. Samstilling og samvinna eru máttugustu öflin til allra fram- kvæmda. — Með samstillingu má gera kraftaverk og með sam- vinnu má flytja fjöllin. — AHur félagsskapur er upphaf- lega stofnaður vegna samvinnu- þarfar mannanna. Annaðhvort til verndunar eigin hag, eða tii að koma sameiginlegum áhuga- málum áleiðis að ákveðnu tak- marki. Sjaldan er komist alla leið, en góður félagsskapur getur miklu áorkað til göfgi einstaklings og framgangi góðs málefnis. Takmörkin eru einskonar vit- ar sem visa á leið til fyrirheitinna landa þar sem einstaklingurinn sér i hyllingum áhugamál sin og heitustu óskir rætast. Göfug áhugamál og fjarlæg takmörk eru beztu aflgjafar manndóms og dáðaverka. Allir ættu því að vera trúir hugsjón- um sínum og áhugamálum og gefast ekki upp á leiðinni að langþráðu takmarki þótt ýmsar illfærur valdi erhðleikum. -m. -n.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.