Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 05.06.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 5. júní 1925. IÞagðfað I. árgangur. 102. íölublað. w-^——^p UNDARLEGT má það kalla, að svo virðist sem tveir aðalatvinnuvegir landsins, landbúnaður og sjávarútvegur, . geti hvað þeir geta til þess að niða hver annan niður, eða þeir menn, sem fremstir þykjast í hvorum flokki, En þeir, sem ala á illindum iniJli þessara at- vinnuvega, eru sannkallaðir vargar í véum, þvf að atvinnu- •vegirnir verða að haldast í hend- ur, tiT þess að vel fari. Gamall málsháttur segir: »bóndi er bústólpi, bú er land- stólpk, og frá því ísland bygð- ist lieíir þjóðin aðallega lifað á landbúnaði. Nú á seinni árum heflr orðið breyting á þessu, þar sem eru hinar stórfeldu framfarir sjávarútvegsins. Þeim mönnum sem að þejm framför- um hafa unnið, ber að þakka vel, en eigi má það þó gleym- ast, að sá atvinnurekstur er hið mesta áhættuspil. Og á hvað verður að treysta, ef illa skyldi fara um hann? Ekki annað en landbúnaðinn. Hann er land- stólpinn. Þetta hefir mörgum gleyrazt siðan hin svonefnda kaupstaða- menning hélt innreið sína í vort fámenna þjóðfélag. Uppgripin við sjávarsíðuna hafa orðið þess valdandi, að 'margir líta nú smáum augum á bændur, sem berjast látlausri baráttu kyn- slóð eftir kynslóð og bera lítið annað úr býtum en hvers dags þjáningu. En um bændur má það segja, að þeir hafa litið illu auga til hinnar vaxandi út- gerðar,, og er það máske að vQnum, því að hún hefir dregið marga iauma úr höndum bænda. Á hitt ber þó að líta, að illa mundum vér nú staddir, ef stór- útgerðin hefði ekki verið á þess- um kreppnáruin. Á hverju því heimili, þar sem ekki er góð samvinna, fer margt Ula. Ef við lítum nú á þjóðfé- lagið sem eitt lieimili, þá sjáum við að góð samvinpa milli at- vinnuveganna er nauðsynleg til þess að vel fari. Stéttarígur og illindi verða aldrei til annars en ills eins. Nokkrir menn hafa séð þetta og þá þörf sem á því er, að landbúnaður og sjávarutvegur haldist í hendur og hjálpi hvor öðrum. Þegar góðæri er tii sjáv- ar, á útvegurinn að stuðla að framförum í landbúnaði, en þeg- ar í harðbakka slær fyrir ut- gerðinni á landbúnaðurinn að vera bakhjarl. Þetta hefir og hinn framsýnasti og duglegasti atvinnurekandi þessa lands, Thor Jensen, séð, því að hann er tvent í senn, stærsti útgerðar- maður þessa lands og líklega stærsti bóndinn á landinu. Væri fslandi vel borgið, ef margir væri hans líkar, jafn stórhuga og áræðissamir í viðskiftum, út- gerð og búskap og hefði jafn óbifandi traust á landinu og framtið þess og skildu eins vel og hann, að atvinnuvegimir verða að haldást í hendur til þess, að þjóðarbúskapurinn geti blessast. „Emir af KurÉtae". Jay Bonsou er maður nefnd- ur. Hann var skraddari i Chi- cago fram að árinu 1920. Þá fór hann til New Yqrk og út- básúnaði þar, að hann væri af konungsættum, faðir sinn hefði verið Emir Ahdulla og frændur sínir væri þeir Fuad konungur í Egyptalapdi, Alfons Spánar- konungur, Mustafa Kemal og Feisul konungur. í fylgd með honum var einhver kvensnift, með demant í nefinu. Lögðu menn nokkurn trúnað á sögu hans, og veitti Harding for- seti honum viðtal í Hvíta húsinu. Samt fór nú svo, að hann varð að hverfa skyndilega frá New York. Fór hann þá fyrst til Frakklands, og þaðan til Englands. Þar hafði hann ofan af fyrir sér með skraddaravinnu um hríð, en eirði ekki, og fór aftur til Ameríku. Þar fékk hann ekki landgönguleyfi, og kom því aflur til Englands. Þetta var í marz 1923. Kallaði hann sig þá »prins af Kurdis- tan«, og tók á leigu dýrustu íbúðina í Savoyrgistihúsj. Eftir litinn tima hljóp hann þaðan án þess að borga, og náði sér nú í ibúð í Hyde Park gisti- húsi. Þar lók lögreglan hann og setti í fangelsi. Var hann þá dæmdur landrækur og hefír síðan verið á sifeldu íerðalagi yfir Atlanzhaf, því að enginn vill hafa hann. í júji f fyrra kom hann til New York frá Cherbourg í Frakklandi. í marz í velur var hann sendur þaðan til Englands. Vildi hann þá ekki vera á þriðja farrými, heldur greiddi sjálfur rúm á fyrsta farrými, og var þá í ein- kennisklæðum, eins og margir skopsöngvarar nota, með gulln- um axlasporum. Þegar skipið kom til Liverpool, var hann kýrsettur og sendur með næsta skipi til Amerfku aftur. Þar fekk hann ekki landgönguleyfi, heldur var hann hafður i haldi á Elliseyju um hrið, og siðan sendur til Frakklands. Þangað kom hann 4. mai. Hafði hann þá orðið að sætta sig við að ferðast á 3. farrými og hafði ekki annað meðferðis en litinn böggul. Yfirvöldjn í Cherbourg tilkyntu honum þegar, að hann fengi ekki að vera lengur en >/« mánuð þar i landi. Brosti þá »prinsinn« og kvaðst vera á leið til London, og þaðan til Beyrutbi því að hann hefði ill- an bifur á stjórninni í Angora og ótlaðist það, að hún mundi gera Kurdum einhverja skra- veifu. Segist hann ciga »margar miljónir« í ælllandi sínu, en

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.