Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 06.06.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 06.06.1925, Qupperneq 1
Laugardag 6. júní 1925. I. árgangur. 103 tölublað.. 'VT ÖFNIN á götum hér í bæ \ eru næsta sundurleit og ^ ekki auðséð í íljótu bragði, eftir hvaða reglu farið hefir verið í nafnavalinu. Aðeins í »guðlast- inu« gætir nokkurs samræmis og má segja að það sé þar sem sizt skyldi. Hefir áður verið að því fundið bæði í Dagblaðinu og annarstaðar, að kenna smá- götur í vepst bygða hverfi bæjar- ins, við goðin, því með réttu má segja, að þeim sé með því misboðið og helgi þeirra ekki sýnd sú virðing sem vera ber. Hefði vel mátt velja þeim göt- um önnur nöfn eflir ákveðnu kerfi og hefði t. d. verið nær að nota þar fuglaheitin sem sett hafa verið á göturnar á Grim- staðaholti, 'sem ekki eru enn þá til. Ránfuglanöfnin hefðu verið mjög viðeigandi á götunum í Skólavörðuholtinu því einskonar ránskapur gagnvart framtíðar- skipulagi bæjarins hefir þar ver- ið framinn, og mun seint verða bætí fyrir þau afglöp. Mjög óviðeigandi er að ein gata sem liggur nokkurnvegin bein, skuli bera mörg nöfn eins og t. d. Austurstræti, Banka- stræti og Laugavegur, sem auð- vitað ætti öll að bera sama nafnið og heita Laugavegur alla leið frá Aðalstræti. Er Lauga- vegurinn þarna aðalgatan og nafnið táknmest og bezt við- eigandi. Pá er það vítavert að nafna- endingar götuheitanna skuli vera svo margvíslegar og hér er raun á: — vegur, stígur, stræti, sund, gata, braut og brú. Mætti þarna vel komast af með tvær ending- ar t. d. vegur eða braut á aðal- götunum, en gata eða stígur á þeim minni. Væri full þörf á að taka gatna- nöfnin til rækilegrar athugunar og gera þar, þær breytingar á, sem æskilegar eru til að koma þeim í betra og skipulegra horí. -m. -n. Stafangurs biskupsstóll endureistur 800 ára afmæli Stafangur-borgar. f*ótt ég hafi hvergi séð þess getið í ísl. blöðum, tel ég þó víst, að biskupi vor- um og prestastétt sé fullkunnugt um, að á morgun gerist sá við- burður hjá nánustu frændþjóð vorri, er eigi sæmir oss íslend- ingum — »söguþjóð- inni« — að láta sem vind um eyrun þjóta: Hinn fornfrægi bisk- upsstóll í Stafangri í Noregi verður þá reist- ur á ný, og um sama leyti heldur Stafangur 800 ára afmælishátíð sína. ' Hátíðahöld þessi hefjast í dag og standa yfir í 4 daga. Á morg- un fer fram bisk- upsvigslan. Kemur konungur þangað á herskipi með friðu föruneyti, m. a. Mowinckel forsætisráðherra og aðrir fleiri úr stjórn Noregs. Stöylen bisk- up lýsir vígslu, og veröa auk hans flestir eða allir biskupar Noregs viðstaddir. Á mánudaginn verður minn- ingar-sýningin opnuð, og fara þá fram fjölbreytt hátíðahöld. Og á þriðjudag fer hátíðanefnd- in og stjórnarvöld borgarinnar með gesti sína í bifreiðum út um Jaðar og nágrenni Stafangurs. Pað var Sigurður konungur Jórsalafari, sem stofnaði bisk- upsstól í Stafangri um 1125. Leitaði hann sér aðstoðar á Bretlandi, og fékk þaðan virðu- legan mann prestlærðan, Rein- ald að nafni, frá dómkirkjunni St. Sviðhúns kirkja. i Winchester. Gerði Sigurður konungur hann að biskupi í Stafangri og fól honum að byggja þar dómkirkju. Voru byggingameistararnir að líkind- um frá Bretlandi, og var kirkj- an sniðin mjög eftir brezk-róm- verskum kirkjum um þærmund- ir. Segja það lærðir menn, að dómkirkjan i Stavangri líkist í mörgu dómkirkjunni í Win- chester. Um 1260 skemdist dómkirkj- an mjög af eldi, en svo mátti þó segja, að hún risi sem fugl- inn ^Fönix úr því báli, fegurri og dýrlegri en áður. Hinn rögg- sami Árni biskup, er þá sat Stafangurs-biskupsstól. lét end- urreisa kirkjuna. Árin 1275— 1300 lét hann byggja i viðbót við dómkirkjuna forkunnar fagr- an og mikinn kór, há-gotnesk- an. Telja lærðir menn og sér-

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.