Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.06.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 06.06.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Er allmikill myndarbragur að rækt- un bæjarlandsins par sem þúfna- bananum hefir verið beitt og ólíkt því ómyndarhálfkáki, sem hafiö var á Mosfellsvíðir að tilhlutun lands- stjórnarinnar fyrir þrem árum. listverkasýningrin danska verður opnuð í dag kl. 2 í barnaskólanum. Hefir undirbúningur undir sýning- una staðið látlaust undanfarna viku og gefst nú almenningi kostur á í fyrsta sinn að sjá og dæma danska list á sýningu hér i Rvík. Knútur Danaprins opnar sýninguna. Aðalfnndnr Sögufélagsins er í dag í lestrarsal þjóðskjalasafnsins og hefst kl. 5 e. h. Sambandsþing S. í. S. hefst í dag. 37 kaupfélög eru í »Sambandinu«, og eru fulltrúar frá þeim flestum, viðsvegar af landinu staddir hér um þessar mundir. Fara margir þeirra heim aftur með Esju, en aðrir dvelja hér nokkra hríð. Mcrkur fór í fyrrakvöld' til út- landa og kom við í Vestmannaeyj- um í gær. Var fjöldi farþega með skipinu og svo mikið af vörum barst að, að sumt bíður næstu ferðar. Tobogaspilin. í glugga Eymund- sens-bókaverslunar hafa undanfarna daga verið til sýnis spil, sem hr. Eórarinn Guðmundsson frá Seyðis- firði hefir látið gera. Mannspilin Rúgmjöl Haframjöl mjög ódýrt í heildsölu. Ijdlkurfélag Reykjavíkur. eiga að sýna ýmsa mæta stjórn- málagarpa. Eru þeir Bjarni, Jak- ob Ólafur og Jóhannes dágóðir, aðrir litt þekkjanlegir og sumir ekki svipaðir sjálfum sér. Er þetta dönsk list? Tíðarfar. Hægviðri og suðlæg átt um iand alt í morgun og hitinn 7 —15 stig, heitast á Seyðisfirði og jafn heitt og í Kaupm.höfn. Gengur hann nú með gróðrarskúrum á Suð- ur- og Vesturlandi. Royndin er komin til Færeyja samkv. skeyti í dag, með 150 tonn af fiski, eftir 10 daga útivist. Hafði verið að veiðum á Hvalbak. Axel V. Tnlinins forseti í. S. í. og framkvæmdarstjóri Sjóvátrygg- ingarfélags íslands, er sextugur i dag. Dósamjólk mjög ódýra en góða hefi eg fyrir- liggjandi. — Sérstakt verð ef að teknir eru 5—10 kassar i einu. fjijortur cKansson Austurstæti 17. cÆálningarvörur: Blýhvíta, Zinkhvíta, Fernisolía, Þurkefni, Japanlakk. Lögnð málning. Ódýrar en góðar vörur. Yfir 120 tegundir af veggfóðri, frá 45 aurum rúllan af enskum stærðum. Hf. JLliti & Ljóg. 1. fl. BIFKBIÐ fíl leigu. Sími 341. 'ifQt Yerði vanskil á útburði Dagblaðsins, eru kaup- endur beðnir að tilkynna það strax í síma 744. Sonor járnbrantakónssins. — Ó, hvað hér er fallegt, mælti Kirk. Þetta hlýtur að vera draumur en ekki veruleiki! En hann hafði engan frið til þess að sökkva sér niður í slíkar hugleiðingar, því að ræðar- arnir gerðust æ aðsúgsmeiri. — Hvern af þessum ræðurum eigum við að velja? spurði hann. .— Við skulum ná í litla drenginn þarna, mælti Edith. Benti hún á strák nokkurn. sem damlaði með svo þungum árum, að hann gat Varla valdið þeim. Þegar hinir ferjumennirnir heyrðu þetta, fóru þeir að hafa sig á kreik til lands, og gáfu margir þeim Kirk ilt auga og létu skammaryrði dynja yfir þau. Kirk hjálpaði frú Cortlandt að komast upp í bátinn og siðan rann hann yfir spegilsléttan vatnsflötinn, en ræðarinn sem aðeins var 9 ára gamall réri þar til hann kendi grunns langt úndan landi, því að grunt var, en báturinn flat- ^otna, og hlaðinn. —■ Við verðum víst að vaða í land, mælti Kirk og beiddi ferjumenn nokkra er nærstaddir v°ru að hjálpa drengnum, en snáði tautaði eitt- ^Vað fyrir munni sér. — Hann segist halda á farþegum sínum i ^hginu sjálfur sagði Edith. — Hvað er þetta! Það virðist svo sem sam- kepnin hafi einnig sezt að hér á þessum dýr- legu eyjum. Anthony tók af sér skóna, bretti upp bux- urnar og mælti: — Leyfið mér að hjálpa yður svo ferjumað- urinn sleppi við það. — Það liggur við að ég öfundi yður og mig langi líka til að vaða, mælti hún, — en hér er fult af steinvölum í botninum. Hún stóð upp, en hann tók hana í fang sér, og fann hún nú í fyrsta sinn hversu sterkur hann var er hún hvíldi f faðmi hans. Hann óð í hægðum sínum i land, en hún hélt um háls honum svo mjúkur vanginn straukst við hann og honurn fanst sætan ilm leggja að vitum sín- um. Hafði þett undarleg áhrif á hann, að vita hana svo nærri sér, að lokkar henna léku um andlit honum. Er í land var komið sá hann að hún hafði fölnað og varir hennar bærðust. — Hefi ég meitt yður? spurði hann. — Nei, nei! mælli hún. En er hann leit við, sá hann að hún dróg djúpt andann, eins og hún hefði haldið honum niðri í sér frá þvi hann tók hana í fang sér. Hann snéri nú við til að sækja matarkörfuna og skó sína, kafrjóður í andliti. Ekki hafði hann annað gert en það sem hverjum manni

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.