Dagblað

Útgáva

Dagblað - 08.06.1925, Síða 1

Dagblað - 08.06.1925, Síða 1
Mánudag 8. júní 1925. I. árgangur. 104. tölublað. ÖGNIN er aðaleinkenni þeirra sem nú byggja þenna bæ og starfa hér, þögn við öllu sem miður fer, þögn við öllum afglöpum stjórnarvalda bæjar- félagsins, doðadeifð og einhuga afskiftaleysi. Menn þegja í hel allflestar hugsjónir og framfarir tii sameiginlegra hagsbóta borg- arbúa, blunda á kodda afskifta- leysisins og láta þess í milli teyma sig eins og naut í bandi I til þess að samþykkja meö þögn- dnni alt sem á þá er lagt. Með bring í nösum og bitil í munni ganga menn í hvert skifti að kjörborðinu, í þeirri nautheimsku fullvissu, að nú sé öllu vel borg- ið næstu árin í höndum þeirra íyrirmyndarmanna, sem í það skiftið taka að sér stjórn bæjar- málanna, og leggjast svo undir okið og byrðarnar með tak- niarkalausri rósemi og þolin- mæði. Bæjarfulltrúarnir, sem að vísu hafa sína byrði að bera, eins og aðrir, taka að sér hin vanda- sömu störf í þágu hins opinbera með það fyrir augum að vinna til heilla fyrir heildina; koma saman tvisvar í mánuði til þess að samþykkja það sem áður hefir verið samþykt í nefndum inilli funda, fræða hver annan um lítilfjörleg ágreiningsatriði, eins og væru þeir börn í barna- skóla, brosa hver að öðrum, en spyrja aldrei um hver sé vilji borgarbúa — kjósendanna — í hinum margvíslegu málum sem alla varða. * Hver er þá vilji borgarbúa og stefna sú er einkum lætur á sér bera? Hvar er sá bakhjarl er bæjarstjórn þarf að hafa, hvar sá vakandi kraftur samtakanna? »Framfarafélagið«, sem sam- kvæmt stefnu sinni átti að hafa forgöngu málefna þeirra, er til famfara horfðu í bæ þessum, var eina félagið sem um nokkurt skeið lét sig sérstaklega varða bagsmuni bæjarbúa. Þegar áhuga- Qienn þeir, er fyrir því stóðu, tóku að eldast, sofnaði það, og er nú fyrir nokkrum árum fallið í val- inn. Hús átti félagið um eitt skeið, er siðar var selt, og er dánarbúið var gert upp, átti það nokkurt fé í sjóði, sem sam- kvæmt lögum félagsins rann til »ekknasjóðsins«. — Fyrir nokkr-^ um árum var stofnað félag hér er »Sjálfsstjórn« nefndist. Fórþað félag allgeyst á stað undir ein- hverja kosninguna, var sérstak- lega sett jafnaðarmönnum til höfuðs og bar á sér pólitiskan blæ, — en viti menn: eftir ör- skamman tíma dó það úr bráða- pest og vildi enginn við leyfun- um líta. Eiustaka maður hrekkur þó upp úr dvalanum enn, einkum ef komið er við kaun hans sér- staklega, kvartar um meðferðina á sér við nábúa sína og kunn- ingja, en sættir sig við hana að lokum eins og skepna sem gengur fyrir æki. En ekkert félag er til hér sem hefir vak- andi auga á velferð þessa bæjar og því hvernig fjármálum hans er stjórnað. Væri þó sízt van- þörf á slíkum félagsskap, eins og Dagblaðið hefir oftlega bent á, og mun ekki um þegja fyr en úr raknar. — Bæjarfulltrúarnir þurfa jafnan að hafa það hug- fast að allur þorri þroskaðra manna fylgist með gerðum þeirra. Listsýningín danska. Stjórn Listvinafjelagsins hafði boðið um 300 manns til að vera við opnun hinnar dönsku listsýningar félagsins í barna- skólahúsinu á laugardaginn var kl. 2 síðdegis. Athöfnin fór fram í leikíimis- húsi skólans, er var fánum skreytt. Voru þar ýmsir tignir gestir saman komnir, Knútur prins og Barfoed yfirforingi, helstu embættismenn ríkisins og bæjarins, sendaherrar erlendra ríkja og liðsforingjar af herskip- inu »Fylla«. Th. Krabbe vitamálastjóri flutti ræðu og skýrði frá starf- semi Listvinafélagsins og til- drögum að sýningunni, færði stjórn »hinnar frjálsu sýningar« í Khöfn, listamönnum og ýms- um stofnunum alúðarþakkir fyr- ir ágætar undirtektir og stuðn- ing, Erick Stuckmann málara fyrir ferðina hingað og alla fyr- irhöfn með niðurskipun listverk- anna og að síðustu Knúti prins fyrir komuna. Fá talaði Erick Stuckmann fyrir hönd listamanna þeirra er lánað höfðu verk sín á sýning- una og kvað sýningasali »hinn- ar frjálsu sýningar« i Iíhöfn standa opna íslenzkum lista- mönnum ef þeir kysu að halda þar sýningu. Loks mælti Knútur prins á þá leið, að sýning þessi hefði mætt góðum undirtektum og að óskandi væri að hún yröi með- al annars til þess að styrkja hina vaxandi samúð milli frænd- þjóðanna. Lýsti hann yfir þvi að sýningin stæði öllum opin. F nnduriun jið Minni-Borg', Eins og Dagblaðið drap á á föstudaginn var leiðarþing haldið þann dag að Minni-Borg í Grimsnesi. Var veðrið ekki sem ákjósanlegast. Sóttu þó þangað um 70 manns, flestir kjósendur. Hófst þingið kl. 21/* og stóð þar til laust fyrir mið- nætti, eða nær 10 kl.stundir. Benedikt Einarsson í Miðengi var fundarstjóri. Þingmenn Árnesinga, Jörund- ur Brynjólfsson og Magnús Torfason, gáfu yfirlit helztu þingmála og skýrðu frá úrslit- um þeirra. Þvínæst flutti Jónas

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.