Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 08.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ alþm. Jónsson langa»ræöu, er aðallega snerist um flokkaskift- inguna í þinginu. í*á töluðu Jón Magnússon forsætisráð- herra, Magnús Jónsson dócent og Jón Ólafsson framkvæmdar- stjóri, séra Ingimar Jónsson að Mosfelli, Stefán Diðriksson kaup- félagsstjóri og Lárus bóndi Helgason á Klaustri. Var þá ræðutími takmarkaður, þótt því væri lítið sint, er þjóðmálin voru annarsvegar. Töluðu þá ýmsir aftur, og síðast Árni bóndi Jónsson í Alviðru. Fundarmenn fengu allir gott hljóð og fór fundurinn rólega fram, þótt orðahnippingar yrðu nokkrar milli andstæðinganna. Var einkum gerður góður róm- ur að ræðu Jörundar, enda voru flestir fundarmenn Fram- sóknarliðar. Enn er grafið. Ekki hafa stjórnarvöld þessa bæjar treyst sér til að verja gerð- ir sínar um ráðstöfunina við- viKjandi nýju byggingunni við Hafnarstræti, sem Dagblaðið hefir andmælt mjög ákveðið og með fj'lstu rökum. Hefir það verið gert oftar en í eitt skifti, og skal enn að því vikið. Haldið er áfram að grafa fyrir grunni hússins, en engin mót- mæli önnur en Dagblaðsins hafa komið fram opinberlega. Fjöldi manna hefir samt þakkað Dag- blaðinu fyrir andmæii þess og tjáð sig eindregið fylgjandi þeirri afstöðu sem það hefir tekið til þessa máls og skipulagsbreyt- inga bæjarins yfirleitt. En ekki er nóg að menn votti einhverju máli fyigi sitt ef ekkert er að- hafst til að koma einhverju á- leiðis til framkvæmda. Svo er um þessa húsbyggingu og verð- ur þar að taka fastara í taum- ana ef duga skal. Daglega staðnæmist fjöldi fólks við þennan grunngröft og undrast þá ráðstöfun að leyfa að byggja þarna hús, og þannig, eins og ætlast er til að það verði. Fæstir munu skilja hvað fyrir þeim mönnum hefir vakað, sem þessu hafa ráðið, annað en auðsveipni við ein- staka menn, sem vegna eigin- hagsmuna og stundaraðstöðu hafa viljað fá þessu framgengt. Virðist þeir menn eiga töluverð ítök í stjórnendum bæjarins, og er slík »vinsemd« sizt holl bæj- arfélaginu. En — áfram er graf- ið fyrir grunni þessa sameigin- lega minnisvarða skipulagsnefud- ar, byggingarnefndar og bæjar- stjórnar og hætt er við, að um leið sé grafið til fulls undan áliti þeirra, nema fram komi opinberlega fullnægjandi skýring á þessum ráðstöfunum. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 6,35. Árdegisháflæður kl. 7,5 í fyrra- málið. Nætiirlæbnir f nótt er Daníel Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Slökbviliðið var narrað í morgun inn á Vatnsstíg. Var brunaboði brot- inn af rælni og mun sá maður, sem valdur var að pví hafa náðst. Er það undarlegt, að fullorðnir menn skuli liafa gaman að því að brjóta brunaboðana og narra slökkviliðið. Mega slíkir menn vera einkennilega innrættir. — í hvert skifti, sem slökkviliðið er kvatt saman, kostar það bæinn um 500 krónur og auk þess er mörgum manni gert óþarft og dýrt ómak. Ætti því enn þyngri refsing að liggja við þéssum stráka- pörum heldur en nú er. Snorri Sigfússon yfirsíldarmats- maður er nýkominn tii bæjarins og dvelur hér nokkra daga í síldar- matserindum. Æflsögu Jóus Slgurðssonar er í ráði að gefa út. Hefir háskólaráöið sam- þykt að veita 5000 kr. í ritlaun fyrir hana eða 150 kr. fyrir hverja örk og má bókin ekki verða lengri en 33 arkir og á að vera lokið í árs- byrjun 1930. Bókmentatélagið mun gefa hana út. Odðfellovv-stúka er nýstofnuð i Vestmannaeyjum. Eru þær þá fjór- ar hér á landi, 2 i Reykjavík, 1 á Akureyri og 1 i Vestmannaeyjum. Utflutningur islenzkra afurða í maimánuði hefir samkvæmt skýrslu frá Gengisnefndinni numiö 3,730,522 krónum og er það 106,627 kr. meira en útflutningurinn nam í aprílmán- ^DagBíað. I Ami Óla. otstjorn. | q Kr Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa J Sírui 744. Ritstjórn til viötals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuöi. uði. Hæzti liðurinn er fyrir verkað- ann fisk, rúmar 2 miljónir kr. Pá er lýsi fyrir rúma 1 miljón, óverk- aður fiskur fyrir 431 þúsund og hrogn fyrir rúmlega 87 þús. krónur. — Verðmæti annara vörutegunda. hleypur á nokkrum þúsundum. Kappreiðar verða háðar á Skeið- vellinum við Elliðaár, dagana 3., 4. og 5. júlí og verða verðlaun veitt alla dagana, en aðalkappreiöarnar verða siðasta daginn og er heitiö 200 krónum í aukaverðlaun handa þeim hesti sem setur nýtt met. E.s. Snðiirland fer upp í Hvalfjörð í kvöld eða á morgun. Tekur þaö vörur úr Gullfoss og fer með þær inn að Kalastaðakoti og Hrafneyri á Hvalfjarðarströnd og inn á Lax- vog í Kjós. Gullfoss kom hingað I nótt. Far- þegar voru: Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri og frú, Pórarinn Kristjánsson hafnarstjóri og frú, Jens Waage bankastjóri og frú, Geo. Copland og frú, Konráð R. Konráðsson læknir, Gunnar Ein- arsson skrifstofustjóri, ungfrúrnar Kristjana Guðmundsdóttir, Jakobína, Jóhanna og Elín Arinbjarnar, Regine Dinse, Karen Grote, Pórður Jóns- son úrsmiður, Guðm. Einarsson frá Miðdal, Osvald Knudsen málari, Eggert Kristjánsson kaupmaður, Páll Stefánsson heildsali, nokkrir enskir ferðamenn o. fl. Víðsjá. Hinn 21. maí andaðist Guð- rún Jónsdóttir húsfrú í Reykja- hlíð við Mývatn. Hún var dóttir Jóns Illugasonar í Baldurshéimi. Hún var gift Einari Friðrikssyni, og bjuggu þau fyrst í Svartár- koti og síðan í Reykjahlið. Húu var nær Úttræðu er hún lézt. Jónas Þorbergsson ritstjóri og ungfrú Sigurlaug Margrét Jón- asdóttir frá Uppsölum, voru gefin saman í hjónaband fyrir skemstu.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.