Dagblað

Tölublað

Dagblað - 09.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 09.06.1925, Blaðsíða 1
PriÖjudag 9. fúni 1925. IDagðfaé I. árgangur. 105. tölublað. GARÐRÆKTINA í bænum hefir Dagblaðið áður gert að umtalsefni og bent á að meira mætti gera til að auka bana, en verið hefir síðustu ár- in. Siðan sú grein var skrifuð (2. maí) hefir garðyrkjutíminn staðið yfir og hefir nú með meira móti verið unnið hér að garðyrkju, bæði í gömlum og nýjum görðum. Einnig hafa margir lagað til og prýtt um- hverfis hús sin og ber það mjög gleðilegan vott um hirðusemi og batnandi fegurðarsmekk bæjar- búa. Er merkilegt hve miklum breytingum bætt útlit getur valdið og verður mönnum það Ijósast ef athugaður er munur- inn á illa hirtu húsi með órækt- aðri lóð og öðru af sömu gerð vel hirtu, þrifiegu og prýddu umgerði. — Þótt töluvert hafi nú verið unnið að garðyrkjunni mætti samt betur gera. Mönnum þarf að skiljast hver nauðsyn er á aukinni framleiðslu og þá ekki sízt þeirri, sem handhæg- Ust er og minstu þarf að kosta til, samanborið við væntanlegan arð, og er það þá garðyrkjan, og þá fyrst og fremst jarðepla- fæktin, sem verður hendi næst og auðveldust viðureignar. Innflutningur jarðepla hefir stöðugt farið vaxandi og þessi 3 ár verið sem hér segir: 1920 1148 tonn fyrir 378,000 kr. 1921 1627 — — 427,000 — 1922 2332 — — 536,000 — Fyrir siðustu tvö árin eru 8kýrslur ekki fullgerðar ennþá, e'i fyrri helming ársins 1923 voru flutt inn 1140 tonn fyrir 196 þús. kr. Með þeim möguleikum, sem **ér eru fyrir aukinni garðrækt ' stórum stil, eru þessar tölur ^hajfilega háar og bera vott um l,Hiiri slóðaskap og framtaka- leysi en skammlaust sé að við- atkenna. Má ekki svo áfram . alda, að árlega aukist innflutn- *Qgur jarðepla og upphæðirnar hækki, sem fyrir þau fara út úr landinu. Hér þurfa alger umskifti að verða, en samt ekki á þann veg að neyzla þeirra fari minkandi, þvi þau eru einhver hollasta fæðan, sem hér er völ á og höfum við hingað tii neytt þeirra af of skornum skamti, þrátt fyrir aukinn innflutning. Aukin neyzja og meiri fram- leiðsla þarf hér að fara saman og þá fyrst er þessu málefni stefnt i rétta átt. Framtak einstaklingsins mun ekki duga hér til nægilegra framkvæmda og þurfa þvi önn- ur sterkari öfl og stórtækari að valda þvi átaki, sem um munar. Oílugur félagsskapur er hér eina úrlausnin, sem vænta má af verulegs árangurs. Skal því bent til þess, að stofnað verði hér félag, helzt á þessu ári, sem starfi eingöngu að aukinni rækt- un garðávaxta. Ekki er æskilegt að byrjað verði i mjög stórum stíl, heldur fyrst og fremst séð um að sáð verði í þá reiti, sem brotnir hafa verið til rækt- unar. Gæti félagið t. d. tekið þá á leigu og má búast við að marg- ir þeirra fengjust fyrir lítið gjald. Síðar gæti félagið fært sig upp á skaftið, eftir því sem efni og ástæður leyfðu, og tekið nýjar og stærri landspildur til ræktunar og aukið þannig upp- skeruna með ári hverju. -m. -n« Hóliuiirimi. CÖrfirisey — „Effersey4'). Bergenskafélagið hefir nýskeð keypt skip sem r>Lgra* heitir og á það að halda uppi hinum reglu- bundnu ferðum hingað til lands, sem Mercur hefir haft undanfarið, en hann verður nú ekki lengur hafður i föruin hingað. Þetta nýja skip er keypt i l'ýzkalandi og er um 1600 tonn að stærð. Pað kvað vera mjög vandað skip og tekur pað um 70 farþega á fyrsta farrými. í fyrstu ferðina hingað leggur það upp frá Bergen næsta fimtudag og á að fara héðan aftur 18. p. m. íþróttafélögin hér í Reykjavik hafa ráðist í að reisa sundskála nú í sumar úti í Hólminum eða Effersey, eins og hann er venju- lega kallaður. Er það fögur hugsjón og nytsöm, og væri óskandi, að fjársöfnun sú, sem hafin er í þessu skyni, gangi svo vel, að sundskálinn verði reistur »bæði.til gagns og prýð- is«, veglegur og vandaður, svo að hann verði til frambúðar. Og því mega iþróttamenn vorir alls eigi gleyma, að það er eigi sama hvernig skálinn lítur út, né hvar og hvernig hann verð- ur á þeim stað, sem honum er fyrirhugaður á eynnil Það þarf alls eigi að vera dýrara að byggja svipfallegt hús en kúða- legan kumbalda. — Þessi skálabygging á sem sé að vera fyrsta sporið í áttina til þess að friða Hólminn óg gera hann að þeirri bœjarprýði sem hanri er sjálfkjörinn til, eftir að hafnargerðinni var lokið. Hefði þetta átt að vera gert fyrir löngu i stað þess að gera þenna gras- prúða hólma að ruslakistu borg- arinnar og óþverrabæli, rétt við hafnarmynnið! Auk sundskálans mun innan skamms rísa þarna í Hólmin- um veglegt naust (»bátahöll«) fyrir kappróðrarbáta iþróttafé- laganna og einstakra róðrar- garpa. Er það furðulegt að sú iþrótt skuli látin sitja á hakan- um hér úti við grænar eyjar og sólblá sund. Og þá verður eigi langt að biða kappsiglinga-b&ta, seglsnekkjanna fögru, er einnig munu fá uppsátur sitt í Hólm- inum. Með þetta þrent fyrir aug- um þarf nauðsynlega að líta hálfan til heilan áratug fram í tímann, þegar sundskálinn verð- ur reistur i sumar. Hann er að eins einn liðurinn í þessari sjálf- sögðu þrenning.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.