Dagblað

Tölublað

Dagblað - 09.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 09.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ Og þá er að snúa sér að Hólminum sjálfum. Hann á að verða daglegur skemtistaður bæjarbúa og uppáhaldsstaður þeirra. Og eigi þarf spámann til þess að segja fyrir, að Hólm- urinn muni eftir nokkur ár verða langfjölsóttasti skemtistað- ur borgarinnar, þegar sund, kappróðrar og kappsiglingar fara fram. — Mér þykir gaman að minnast þess, að Hólmurinn á sterk itök í mér frá fornu fari. Fyrir rúm- lega 12 árum, — áður en byrjað var á hafnargerðinni — skrifaði eg m. a. í inngangi að óprentaðri sögu línur þessar: ----Úti í Örfirisey er alveg svart af fólki, og allar hringsvalirnar á vitaturninum mikla við hafnar- mynnið eru troöfullar. Paðan er líka einna bezt og fegurst útsýni. Og skemtigaröurinn litli umhverfis vitann er uppáhaldsstaður bæjar- búa. Par sitja gamlir sjómenn á kvöldin, rabba saman um sjóferöir og »gamla daga« og blása þykkum reykjarmekkjum út í kveldkyrðina. Pangaö lilaupa smástrákarnir á eftir skipunum og á móti þeim, og barns- hugurinn fylgir þeim langt út yfir lognskæran flóann, út á hafið bjart og fagurt, voldugt og vítt, sem töfr- ar og seiðir eins og ólesiö æfin- týr.----- Jæja, draumarnir mínir hafa eigi ræzt ennþá. En þeir eru uú að rætast! Eg er í engum vafa um, hvað úr Hólminum verður, og hvað hann á að verða: Fagur blettur og friðhelgur, vel hirtur og varinn. Bros borgarinnar við öllum þeim, er koma af hafi! h. Flammarion Iátinn. Samkvæmt símfregnum, er hingað hafa borist, er franski stjörnufræðingurinn og rithöf- undurinn Camille Flammarion látinn. Varð hann rúmlega átt- ræður að aldri. Hér á landi er Flammarion kunnastur fyrir bók sína »Úraníu«, sem dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði þýddi og gefin var út af Oddi Björnssyni á Akureyri í »Bóka- safni alþýðu«. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 7,30. Árdegisháflæður kl. 7,55 í fyrra- málið. Næturlæknfr Magnús Pétursson, Grundarstíg 10. Sími 1185. Næturvörðnr i Laugavegs Apóteki JTídarfnr. í morgun var 10—16 st. hiti um land alt, heitast á Akureyri og ísafirði og hvergi jafnheitt sem veðurskevti ná til, nema í Kaup- mannahöfn; þar var 17 st. hiti. Á Jan Mayen var 7 st. hiti og eins í Angmagsalik í gær, og ausllæg átt, en suðlæg hér og allhvöss víða, uema austanlands; þar var logn, og eins í Færeyjum. Spáð er suðjægri átt, þurviðri á Norðausturlandi en úrkomu og þoku á Suðvesturlandi. Peningar: Sterl. pd............... 26,25 Danskar kr.............. 101,51 Norskar kr.............. 90,95 Sænskar kr............... 144,55 Dollar kr................5.411/* Landsspitaladagnrinn. Eins og að undanförnu ætla konur hér í bæ að halda 19. júní hátíðlegan og safna um leið fé í Landspítalasjóðinn með hlutaveltu. Aðalfundur Sögufélagsins var hald- inn á laugardagskvöldið í lestrarsal Pjóðskjalasafnsins. Forseti mintist fyrst látinna félaga og stóðu þá fundarmenn upp. Siðan var skýrt frá hag félagsins og framkvæmdum og er nú fjárhagur þess betri en undanfarin ár. Síðastliðið ár gengu 85 menn í félagið og er það meiri fjölgun en á nokkru einu ári áður. Undanfarin ár hafa nýir félagar átt kost á að fá allar bækur sem fé- lagið hefir gefið út fyrir einar 80 krónur og var samþykt að veita þessi kostakjör áfram út þetta ár. Hafa þegar margir notað sér þau og ættu sem flestir að gripa þetta tækifæri, til að afla sér góðra bóka Og ódýrra og styrkja um leið þarf- an félagsskap. Meðal þeirra bóka sem félagið gefur út á þessu ári er 1. hefti af Pjóðsögum Jóns Arna- sonar og verður það ekki selt í lausasölu. Stjórnin var endurkosin. Sorgarmerki verða seld hér i bænum í dag og hefir Bandalag kvenna forgöngu um söluna. And- virði þeirra rennur í sjóð fyrir kon- ur og börn sjódruknaðra manna og hafa þegar ýms félög og kaupmenn sýnt örlæti sitt við kaup á þeim. Mun Alliance vera þar hæzt og hef- ír það keypt merki fyrir 150 kr. Næst er »Danske Lloyd« með 100 kr. og fleiri hafa keypt fyrir tölu- verðar upphæðir. Mikið af merkj- ÍDagðlað. Ritstjórn: Afgreiðsla og skrifstofa Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Lækjartorg 2. Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Bakarastoía Eipars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstig. I. fl. BlFRœiÐ tll Ieigu. Sími 341. um er samt enn óselt og ættu borg- arbúar alment að sýna örlæti sitt í dag svo verulega muni um, því að þetta er til styrktar því málefni sem væntanlega allir vilja styðja. Grímúlfnr H, Ólafssou tollvörður er fjörutíu og fimm ára í dag. Skreiðarskip. Á ytri höfninni ligg- ur skip sem Sisi heitir, hlaðið hörð- um þorskhausum og öðrum fiskúr- gangi. Hefir það verið í Grindavik, Sandgerði og víðar hér suður með og keypt ýmsan fiskúrgang og gefið fremur vel fyrir, 80—90 kr. fyrir tonnið, komið í skip. Fer það með farminn til Noregs og verður þar unninn úr honum guano-áburður. Góð aðsókn hefir verið að dönsku listasýningunni það sem af er. 1 fyrradag komu þangað um 400 manns og 5 myndir seldust. Botnvörpnngarnir. í gær komu af veiðum: Jón forseti með 49 tn., Skúli fógeti með 83 tn. og í morg- un Baldur með 74 tn. lifrar. Meðal farþega á Gullfossi voru auk þeirra sem áður hefir verið getið: Berrie stórkaupmaður, Val- garður Stefánsson frá Fagraskógi og systir hans ungfrú Sigriður, ung- frú Friða Ólafsdóttir og margir út- lendingar, sem dvelja hér á landi eða ferðast í sumar. Esja mun vera á Vestfjörðum f dag og er því væntanleg hingað á morgun. Slökkviliðið var kvatt tvisvar í gær. í fyrra skiftið var það narr, eins og sagt er frá í Dagblaðinu í gær og var það Ragnar Borsteins- son skósmiður sem valdur var að því. Seinni hluta dagsins var liðið kvatt inn að Bjarnaborg. Hafði þaf kviknað í lítils háttar og tókst fljótt að slökkva eldinn. §

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.