Dagblað

Issue

Dagblað - 10.06.1925, Page 1

Dagblað - 10.06.1925, Page 1
Miðvikudag 10. júní 1925. I. árgangur. 106. tölublað. TTJARÐARÁSTINNI hefir verið sungið lof um alda- raðir. Hún hefir tíðum verið göfugasta yrkisefnið ljóð- skáldum þjóðanna. Hinar feg- urstu framkvæmdir er sagan hefir að geyma eru bundnar við hana. Beztu synir og dætur hvers lands hafa fórnað ættjörð- inni lífsstarfi sínu og leitt hana þannig til sigurs gegnum ótal margar hættur og erfiðleika. Hún hefir þroskað fjölda manna og gert þá hæfari og betri mqnn, gert þá að sönnum hetjum til heilla fyrir þjóð þeirra og alt mannkyn. Þegar þessi tilfinning er sönn og hrein, og lætur stjórnast af óeigingjörnum hvöt- um en ekki blindri sjálfselsku, er hún í alla staði lofsverð. Sama gildir um trygð þá og hollustu sem bundin er við ein- stök bygðarlög og borgir. Það er jafnan virðingarvert þegar maðurinn finnur ljóslega til þess að hann er hluti af heildinni og finnur til krafta sinna og legg- ur þá fram henni til heilla. ísland er þannig sett og þjóð- in þann veg þroskuð, að ætt- jarðarástin hefir þróast hér og dafnað og lyft þjóðinni á hærra stig menningar og sjálfstæðis en víða annarsstaðar, þar sem skil- yrðin virðast betri og jarðveg- Ur landanna frjórri. Baráttan við óblíða náttúru og hörmungar margvíslegar sem yfir dundu, skildu eftir kjarn- ^nn, hreinsuðu burt sorann úr Þjóðlífinu, þótt margt færi stund- úm að vísu með af því bezta sem þjóðin átti. Átthagaböndin traustu, sem ^inda oss ósjálfrátt við landið, hiálið og sögu þjóðarinnar eru Svo hugljúf hverjum sönnum ís- ^nding, hvar sem hann dvelur °g hvar sem hann fer og hvernig Sem honum er fagnað, að hann ^ttur sín hvergi til fulls nema ^ mttlandi sínu. ^essu hefir Steingrímur lýst Sv° vel í ljóði, að það mun lifa á tungu þjóðarinnar öldum eftir að þjóðskáldið spaka hvarf sjón- um vorum. En hugurinn er að jafnaði ekki bundinn við landið í heild sinni. Ymsir staðir eru oss hug- kærri en aðrir, og þá fyrst og fremst sá staðurinn sem helgað- ur var æskudraumum vorum, sveitin, dalurinn, bærinn. Þar »á andinn óðöl sín«, eins og skáld- ið kvað. Hér í höfuðborg íslands er samankomið mannval af öllu landinu. Úr öllum áttum hefir fólkið streymt til borgarinnar síðustu áratugi; úr öllum sveit- um landsins hafa borist áhrifin hingað með fólkinu og fest hér I rætur að meira eða minna leyti. Vaknar þá fyrst hjá manni þessi spurning: Hefir fólkið flutt með sér hingað átthagaástina, eða er Reykjavík orðinn bœrinn þeirra í bezta skilningi orðsins? mun þetta athugað í næsta blaði. Tjörnin. Það er sizt furða, þótt sum- um hugvitssömum mönnum í bæjarstjórn og utan hennar hafi öðru hvoru dottið í hug, að réttast myndi að fylla Tjörnina — og pranga svo með lóðirnar! — Kettirnir krafsa yfir það sem þeir leggja eftir sig, svo það skuli eigi koma upp um þá. Það er villidýrseðlið, margra alda arfur, sem menningarkött- urinn rogast með í blindni sinni. — Borgararnir fela syndir sínar undir skrautlegum klæðum, — og borgarstjórnirnar hlaða vegi úr skarni sínu, og bollaleggja um að fylla tjarnir sínar, þegar hugvit skortir til að halda þeim hreinum. — — — Tjörnin er einhver mesti feg- urðarauki Reykjavíkur. Væri hún horfin, myndi mörgum þykja dimmt og dapurt yfir Miðbæn- um. Og þó sýnir háttvirt bæjar- stjórn Tjörninni sem allra minstan sóma, og borgarbúar keppa að því af einlægum vilja, en veikum mætti að gera hana að sorpræsi og ýldupolli, og er það því hreinasta furða, að hún skuli eigi fyrir lifandi löngu vera orðin að síþefjandi gróðr- arstöð megnasta ódauns og landlægra sóttkviila höfuðborg- arinnar. Við getum vel hugsað okkur, hvað vera rnyndi, ef alt í einu kæmi verulega megn hitabylgja, sem »hleypti upp« í Tjörninni, þegar hún er upp á sitt hið versta! — Draum dreymdi mig: Tjörnin var orðin tær og spegilfögur. Gegnum blágrænan löginn blik- aði á bláa möl og svartan sand á botninum. í Tjörninni var hægur og jafn straumur, og ljúfur andvari bar að vitum mér saltfrískan og svalan ilm, eins og þegar gengin er með sjó fram, og hafrænan flytur manni hressandi sjávarloftið. Ég fór að athuga, hvernig á þessu stæði. Úr syðri enda Tjarnarinnar gekk djúpur skurð- ur og allbreiður beint suðvest- ur í áttina til Skerjafjarðar og alveg upp á risið. Þar stóð dálitil vindmylna (»vindmotór«), er dældi hreinum sjó úr Skerja- firði gegnum pipur upp á risið, og þaðan rann svo hægur og jafn straumur eftir skurðinum til Tjarnarinnar og gegnum hana. — í Tjörninni vóru 2, ef ekki 3 hólmar allstórir. Höfðu svanirnir erfðafestu á einum þeirra, kríurnar á öðrum, og endur og kríur i sameiningu á þeim þriðja. — Mér virtist ég vera glaðvak- andi. Þetta var alt saman svo sjálfsagt og eðlilegt, að mér gat eigi blandast hugur um, hvernig á því stæði. Auðvitað hafði bæj- arstjórnin loksins rankað við sér og varið nokkru af því fé, sem V

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.