Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 10.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ öðru hvoru hefir verið fleygt í Tjörnina fyrirhyggjulaust og til fánýtis, til að hreinsa hana í eitt skifti fyrir öll, og halda henni hreinni! Nú var Tjörnin orðin veruleg bæjarprýði. Og það var nautn og hressing að ganga með- fram henni á kvöldin eftir heit- an dag. — En sorpflugurnar og rotturnar höfðu flutt burt í mesta pússi! — h. Moskus-naut i Noregi. Rannsóknarskipið »Quest«, sem fór til Grænlands í fyrra- sumar, og kom hér við, hafði með sér heim aftur til Noregs nokkur moskus-naut frá Austur- Grænlandi. Voru 4 þeirra sett í hólma allstóran á Norður-Há- logalandi. Hafa þau þrifist þar vel í vetur. Verði sú raunin á að þau þoli sumarhitann, má búast við, að gerð verði frekari tilraun í þessa átt, sérstaklega í Norður-Noregi. Enda eru þaðan mestar ferðir til Grænlands. Frá Tit>et. Frönsk kona, Alexandre Da- vid, er nýlega komin heim til París eftir 14 ára æfintýraferö í Asíu um lítt kunn héruð Kína og Tibet. Hún var send til Indlands árið 1911 af fræðslumálaráðu- neyti Frakka til þess að rann- saka lífsskoðanir Búddatrúar- manna. 1 Indlandi hitti hún Dalai Lama, sem Kínverjar höfðu hrakið burtu frá borginni Lhasa i Tibet, en til þeirrar borgar má enginn hvítur maður koma. Fýsti nú Alexandre Da- vid að komast til þessarar borg- ar, hvað sem það kostaði. En það var hægra sagt en gert. Hún byrjaði nú með því að dvelja í 2 ár í helli uppi í há- fjöllum og hafði þar með sér kennara til þess að læra tungu- mál Tibet-búa og kynnast sögu þeirra og bókmentum. Síðan dvaldi hún þrjú ár í Koum- Boum, og þóttist þá vera orðin svo fær i málinu, að hún treysti sér til þess að leggja á stað til Lhasa. Tók hún nú á sig föru- konugerfi og fór gangandi á stað, en hvað eftir annað var henni þó snúið aftur. En hún gafst eigi upp að heldur, og lagði nú leið sína yfir fjöll og firnindi. Pað var árið 1922. En enn var henni snúið aftur. Hélt hún þá til Kína og lagði upp þaðan í nýjan leiðangur 1923, og hafði þá með sér stúlku frá Tibet. Fóru þær fótgangandi og höfðu ofan af fyrir sér með betli. Ferðuðust þær aðallega um nætur, og veittu útilegumenn þeirn oft eftirför, en altaf tókst þeim þó að skjóta sér undan árásum. Fegar þær komust yfir fjöllin, sem eru á landamærum Kína og Tibet, voru þær komnar í þau héruð, er enginn hvítur maður hefir áður farið um. Náðu þær svo til Lhasa eftir miklar þrautir og dvöldu þar í tvo mánuði sem betlarar, og grunaði engan um erindi þeirra. Pykir þetta hafa verið hin mesta frægðarför. Borgin. Sólarupprás kl. 2,10. Sólsetur kl. 10,45. Sjávarföll. Síödegisháflæöur kl. 8,20. Árdegisháflæöur kl. 8,45 í fyrra- málið. Nætnrlæknir. Jón Kristjánsson Miðstræti 3 A. Sínsi 686. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Sunnanátt var um alt land i morgun og hvassviðri i Rvik og Vestmannaeyjum. Heitast var á ísafiröi 16 stig, á Seyðisfirði voru 15 stig, á Raufarhöfn 14, á Akureyri 12 st. og jafnheitt í Færeyjum. í Reykjavik var 9 stiga hiti og tölu- verð úrkoma og eins á Isafírði og i Vestmannaeyjum. í Kaupmanna- höfn var 20 stiga hiti í morgun, en á Jan Mayen 5 stig. í Angmagsalik var 9 stiga hiti í gær. Spáð er allhvassri suðiægri átt með skúrum á suður- og vestur- landi, en þurviðri á norður- og austurlandi. Jnrðarför og minningarathöfn hjónanna Arna Jónssonar, er fórst með es. Robertson, og Porbjargar ÍDacjfilað. J Arni Óla. Ritstjórn: | g. Kr. Guðmundsson. Afgrmðsla 1 Lækjartorg 2, skrifstofa j Simi 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd. ' Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuöi. 1. fl. BIFREIÐ til leigu. Sími 341. Magnúsdóttur, er lézt 30. f. m., fer fram frá dómkirkjunni í dag og hefst með húskveðju á heimilinu, Pingholtsstræti 15, kl. 1. Botnvörpnngnrnir. Ása kom af veiðum í gær með 81 tn. lifrar, og Karlsefni með 70 tn. Kári Sölmundarson kom inn til Viðeyjar með um 100 tn. lifrar. Svnnnr er væntanlegur frá Breiða- fírði annaökvöld. Esjn var í Stykkishólmi i morgun, , og er væntanleg hingað kl. 7—8 i kvöld. Sknftfcllingur liggur hér enn, hlaðinn vörum til Eyrarbakka, og bíður byrjar. Snðnrlnndi hefir ekki enn gefið til Hvalfjarðar, en mun fara þangað strax og lygnir. Lnxveiðin í Elliðaánum hefir ver- ið fremur treg undanfarna daga. Einn daginn fékst þar aðeins 1 lax, en i gær var góð veiði og voru 14 laxar komnir á land i gærkvöldi. Kvikmyndnhúsin. Nýja Bio sýnir »Barnið frá Vin«, sem tekin er eftir gamanleik eftir Svend Rindom. Leikur Gunnar Tolnæs aðalhlut- verkið. — Gamla Bio sýnir mynd sem nefnd er »Pegar syrtir að«, og er hún gerð eftir sögu eftir Rudy- ard Kipling, og ér leikin af Para- mount-félaginu. Tekjn- og eignnskattnr. Peir, sem kært hafa út af skattinum, og vilja ekki hlita úrskurði skattstjóra, geta kært skattinn fyrir yfirskattanefnd og er frestur til þess, til 23. þ. m. í yfirskattanefnd eiga sæti Björn Pórðarson hæstaréttarritari, Sig- hvatur Bjarnason og Pórður Sveins- son. Heimilisiðnaðarfélag' Islnnds hefir aðalfund sinn hinn 24. þ. m. i Kaup- þingssalnum. Fer þar fram kosning forseta og tveggja fulltrúa.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.