Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.06.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 10.06.1925, Blaðsíða 3
t DAGBLAÐ 3 ULLARBALLAR 7 lbs. og- HBSSIAN 54” & 72” fyrirliggjandi. Hf. CARL HOEPFNER, Hafnarstræti 19—21. Símar 21 &. 831. tekur 65 aura pr. kg. fyrir aö þvo og vinda hvítan þvott, en 80 aura pr. kg. fyrir að þvo og vinda blandaðan þvott (hvitt, mislitt og ullartau). Mislitt og ullartau er handþvegið. Hf. TMjalllivít. Sími 1401. Bakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur írá Klapparstíg. Fyrirsp nrn. Hr. ritstjóri! þegar blöðin flytja fréttir sem koma í gegnum Fréttastofu Blaðamannafélags íslands (F. B.) heti eg ekki tekið eftir öðru, en að þær væru samhljóða í öllum blöðunum. Út af þessari reglu hefir'samt verið brugðið í fréttum af fundi þeim sem Jón Þorláksson fjár- málaráðherra hélt á Eskifirði fyrir skemstu. I laugardagsblöðum Morgun- blaðsins, Vísis og Alþýðublaðs- ins er sagt sitt á hvern veg frá fundinuní og er munurinn paest- ur á frásögnum Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins. Það væri mjög æskilegt að menn gætu fengið hlutlausa frásögn af opin- berum fundum ekki síður en öðrum viðburðum, en ekki sízt á því sviði hafa blöðin mjög brugðist þeirri skyldu sem á þeim hvílir ef þau vilja láta telja sig ábyggileg fréttablöð. — Því langar mig að vita um hvort leyfilegt sé að blöðin breyti fréttaskeytum frá Fréttastofunni eftir eigin geðþótta og vísvitandi hlutdrægni. Spurull. Dagblaðið vísar fyrirspurninni áfram til réttra hlutaðeiganda. Ritstj. 1620 er símanúmer okkar. Þorleifur Eyjólfsson, Sigurður Pétursson, húsameistarar. Austurstræti 17. Sonnr járnbrautakóngHlns. Kirk varð léttari í skapi úr því hún tók þessu svo rólega. — Það fer nú að verða matmálstími, mælti hann. Eigum við ekki að reyna hvort við get- um ekki fengið eitthvað að snæða? Ég býst við því, að þér getið fengið inni einhversstaðar, enda þótt mér virðist húsin hér þannig út- litandi, að betra sé að liggja úti en inni. Þau lögðu nú á staö til þess að reyna að fá sér matarbita, en matsöluhúsin í Taboga voru ekki aðlaðandi og var svo að sjá, sem hvergi væri eldavél til á eynni, heldur aðeins óþrifa- legar hlóðir, þar sem svælt var viðarkolum og alt var fult af reyk og sóti, og allur annar þrifnaður eftir því. Að lokum komust þau þó inn í hús, sem var þrifalegra en flest önnur, og eftir langa bið fengu þau þar mat — hænu- unga soðinn í hrísgrjónasúpu og kókoshnetur út í og svartar baunir. Ennfremur fengu þau mjólk og ávexti. Máltíð þessi hefði þeim líkað vel, ef heimafólk hefði ekki sifelt glápt á þau eins og naut á nývirki. Edith tók sér það þó ekki jafn nærri og Kirk. — Það virðist svo sem þeim lítist vel á okkur hér, mælti hún og hló. Mér þætti annars fróð- legt að vita hvort dýrum í dýragörðum þykir jafn slæmt og okkur að þannig sé glápt á þau. — Við skulum koma héðan mælti Kirk og bíða niður á torginu þess að vélbáturinn komi. Ég hefi fengið alveg nóg af þessum kókos- hnetum. Þau héldu nú aftur niður á torgið og glápti fólk á þau út um hvern glugga og úr hverjum dyrum. Tóku þau sér nú aftur sæti á bekk og horfðu á stjörnurnar, sem birtust á heiðríku lofli smám samau. Kvöldið var dásamlegt og þau flutlu náttúrinni hljóðar þakkir fyrir hugul- semi hennar við þau á þessum dýrlega staðl Edith lét í ljósi barnslega hrifningu, til þess að eyða öllum misskilningi, og Kirk sem varð gripinn af hinni kvenlegu viðkvæmni tók undir alt sem hún sagði svo sem vera bar. Hann varð ekki var við verulega breytingu í viðmóti hennar, er gæfi honum tilefni til að hugsa á annan hátt til hennar en áður. En þó fanst honum ósjálfrátt sá munurinn á, að nú stæðu þau jafnfætis og enginn stigamunur þeirra í milli. Hún virtist hafa gersamlega gleymt öllum óþægindum, gaf hrifningu sinni lausan tauminn og var örugg í skjóli hans. Þessi tilhugsun gladdi hann. En svo kom fyrir einkennilegt atvik sem gerbreytti ástandi hans. Þau voru á leið beim að húsinu aftur og varð gengið fram hjá litlum kofa. Ljós logaði

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.