Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 11.06.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 11.06.1925, Qupperneq 1
Fimtudag JÍt /. árgangur. v? Waablað REYKJAVÍK er höíuðborgin, hjarta landsins, miðstöð menta og menningar. Hér mætast straumar úr ýmsum átt- um. Hingað stefna menn för sínni úr öllum sveitum lands- ins, ýmist til dvalar um skamm- an tíma, eða til langdvalar. Borgarhlið eru hér engin og borgin tekur opnum örmum við öllum sem hér vilja setjast að. — Velkomnir allir þér sem hingað vilja flytja, hér er öllum heimil vist og atvinna meðan hún hýðst. Hér eru götur greiðar, en húsrúm af skornum skamti. Ef kjallaraíbúð er ófáanleg, þá má vera að einhver hola finn- ist uppi undir þaki! Hér eru álögur nógar og engin þurð á sköttum, því lengi tekur sjórinn við, bæjarsjóðurinn, sem alt gleypir. Um áratugi hefir fólkið streymt hingað og býr hér nú fimtungur allra landsins barna. Þegar litið er yfir hóp þann, sem hingað hefir fluzt, verður manni fyrst fyrir að athuga samband það, sem er milli þess- ara einstaklinga og borgarinnar. í síðasta blaði var minst á ættjarðarástina og það afl sem í henni býr til sannra heilla þeim sem ala hana í brjósti og þjóð- inni í heild sinni. Á sama hátt og með samskonar tilfinningu er hugur manna bundinn við sveitina, bæinn, borgina. Þeir, sem úr sveitum flytjast hingað samlagast flestir smám- saman bæjarlifinu, fara að líta á sjálfa sig sem borgara eða meðlimi þessa bæjarfélags. En furðu lengi eru menn þó bundnir við wsveitina sína«, dal- inn sinn og bæinn. Hugljúfar endurminningar æskustöðvanna sitja í fyrirrúmi fyrir hugsun um dvalastaðinn. Borgin og margmennið hafa ekki hið seyð- andi afi fjallanna og fossanna. Sveitasælan er horfin sjónum en í hennar stað er kominn ys og þys borgarlffsins. Gamlir menn sætta sig seint við um- skiftin, en yngra fólkið á hæg- ara með það. Félagslífið laðar og hina’- margvíslegu skemtanir. Fjölbreytnin heillar hugann, glaumurinn glepur heyrn og glysið sýn, en hin svonefnda mentun gefur ytri fágun. Á alt- ari þeirrar fágunar er ‘margri helgri hugsjón fórnað og mörg- um gleymist hvar þeir hafa að- setur og hver tilgangurinn er með dvöl þeirra í borginni? Til- gangurinn var þó áreiðanlega sá, að bæta lifskjörin, komast að góðri atvinnu, stofna eða endurreisa heimilið og menta sig og sína í borginni. En þá er borgin orðin hið nýja heimkynni aðflytjandans, heimahaginn hans, og þegar fram í sækir, verður honum æ ljósara, að þenna reit á hann að láta sér ant um, vernda hann og verja, starfa að viðreisn hans , og viðgangi i hVívetna og auka álit hans inn á við og út á við. Alt sem miður fer verður hon- um þyrnir í augum, en hitt gleð- ur hann sem til framfara miðar. Farna kemur fram réttur hugs- unarháttur hins þroskaða manns. Heimilið hans og borgin eru eitt. Hann hefir tekið ástfóstri við hvortveggja í senn og Reykja- vik er orðin borgin hans í bezta skilningi. Nú grípur þú fram f, lesari góður og segir: — Ertu svo ein- faldur að setla, að allir láti sér jafn ant um Reykjavík og sveit- ina sína. Nei, það liggur flestum í léttu rúmi á hverju veltur í Reykjavfk. Svo er að sjá að minsta kosti. t Eg svara: — Peir sem hér eru bornir og barnfæddir og komnir eru til vits og ára og farnir að bera byrðarnar í hinni miklu samábyrgð heildarinnar, hljóta að telja Reykjavík ættborg sfna og óðal. Hinum lærist það smámsaman, ekki sizt er þeim fæðast börn hér til starfa og framkvæmda í bæjarfélaginu. — Dæmalaust ertu bjartsýnn maður, segir þú. Sérðu ekki hverju fram fer? Reykjavík er að verða ruslakista sú er flest- um stendur á saraa um. Sé þetta satt, svara eg að lok- um, — þá er það bein skylda allra þeirra er góðir borgarar vilja vera, að leggjast á eitt og vaka yfir velferð borgarinnar. Viltu safna mönnum að því verki með mér? Við tökum höndum saman fast og innilega og heitum á alla góða menn til liðsemdar. A rnarlióll. Einu sinni var það svo, ' að ekkert blað fékst til þess að mæla neinni hugmynd bót, sem hreyft hafði verið í einhverju öbru blaði. — í von um að »Dagblaðið« sé ekki svona smá- munalegt, viljum við biðja um dálitið rúm í dálkum þess, til að taka í sama streng og »Gam- all borgari« gerir i Vísi í fyrra- dag viðvíkjandi Arnarhóli. Það er fundið að því, ef ein- hver fer og leggur sig niður í I grasið á túninu, en í kringum hið nýja minnismerki er alt sparkað út. Einmitt þveröfugt við það sem á að véra. Menn eiga að fá leyfi til að fara inn á þetta tún og baða sig þar í sólskininu þegar gott er veður, x en á hiuu á að hafa strangar gætur að græna þrepið undir minnismerkinu sé látið í friði. Menn munu segja, að túnið verði gert að flagi með þessu móti og sjálfur hóllinn verði í enn meiri hættu en áður. Reynslan erlendis er þessi: Grasblettir sem leyft er að fara út á, verða ekki að flagi, þótt grasvöxturinn verði þar auðvitað minni en annars hefði orðið. Ljósasta dæmið eru túh- in í dalbotninum við Princess

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.