Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 11.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Street í Edinborg. Þar mega menn ganga eftir vild og margir sitja þar og liggja á grasinu. En uppi meðfram götunni sjálfri eru blómum skrýddir gróðrar- reitir og grasfletir. Út á þá stig- ur enginn maður. Reynslan er, í stuttu máli alstaðar sú, að það sem hið opinbera sýnir umhyggju og umhirðu, þarf varla að verja til lengdar, menn láta það í friði. í byrjun þarf ef til vill gæzlu á meðan menn eru að læra hvað á að vera friðheilagt, og reglurnar renna öllum í merg og bein, svo að hver fyrirverður sig fyrir öðr- um að brjóta þær. Enda er heldur engin ástæða til þess að skemma gróðurreiti nema ef vera skyldi helst þar, sem smá- munasemin og meinbægnin vill banna mönnum að geta nokk- ursstaðar stigið á grasigróinn blett. Hér í bænum vantar ekki græna bletti og tún víðsvegar, en alstaðar er verið að rækta kúgresi og stranglega bannað að stíga þar fæti! Auðvitað verð- ur það ekki af einstaklingum heimtað, að þeir leyfi umferð um tún sín. — En er ekki hreint hlægilegt að bærinn skuli ekki sjálfur eiga ráð á nokkr- um blettum, sem megi vera al- menningi frjálsir? Stjórnarráðið leigir Pétri og Páli til skiftis Arnarhól fyrir nokkrar krónur á ári til að hirða af því fáeina töðubagga. Og vegná þessara töðubagga verður hagur almenn- ings að lúta. — Auðvitað mundi landsstjórnin alveg eins leigja bænum túnið eins og öðrum ef bæjarstjórnin færi fram á það. Það þarf að girða Arnarhól smekklega, þessi spýtnagirðing er til skammar svona rétt í miðj- um bænum. Nokkra gangstígi þarf að gera, og túnið á ekki að vera lengur lokað land. Margir borgarar. Gullfoss á að fara héðan á morg- un til útlanda. Meðal farpega: Jón Magnússon forsætisráðherra, Gunn- laugur Claessen læknir, síra Jóhann Porkelsson og dóttir hans, Klemens Jónsson alþm. og frú, ungfrú Sig- ríður Zoéga, frú Álfheiður Briem, Pórarinn OJgeirsson skipstj. o. fl. 19. j úní. Sízt eru konur þær, sem kosnar hafa verið af ýmsum félögum hér í bæ til að standa fyrir hátíðahaldi þann 19. júní, öfundsverðar af þeirri stöðu. En fleira verður að gera en gott þykir, og sá dagur er svo mikils virði fyrir íslendinga, að enginn starfshæfur maður má láta undir höfuð leggjast að beita starfskröftum sinum eins og hver og einn getur í té látið, til þess að dagurinn geti orðið sem ánægjulegastur fyrir unga sem gamla, og um leið arðber- andi fyrir landsspítalamálið. Til þess að það geti orðið, verða konurnar, sem fyrir deg- inum standa, að njóta velvildar frá þeim, sem eitthvað geta af mörkum látið, því eins og kunn- ugt er, er alt efni í kökur og annað, sem til veitinganna þarfn- ast, gefið af gjafmildum gefend- um, því að öðrum kosti myndi arður dagsins verða æði litill. Ég hefi heyrt, að landsstjórn- in hafi ákveðið að lána Arnar- hólstúnið til skemtunarhaldsins, og að á því eigi að tjalda, og þar eigi allar veitingar og skemtanir fram að fara, inni í tjöldum og undir bláum og ber- um himni. Staður þessi er einn af dýr- legustu blettum, sem völ er á í þessum bæ, bæði hvað útsýni snertir og eins hitt, að honum er svo vel í sveit komið, ef ég mætti svo að kveða, að þangað má segja að allir, sem vetlingi valda, geti komið. Sagt er, að nefndarkonurnar leggi á stað í dag, til að safna gjöfum, og má fyllilega treysta því, að gjafmildi kaup- manna og annara verði nú engu síður en oft áður Reykvíking- um til sóma og málefninu til blessunar. Kona úr sveit. Peningar: Sterl. pd................ 26,25 Danskar kr.............. 101,59 Norskar kr.............. 90,97 Sænskar kr.............. 144,66 Dollar kr............... 5,413/* HÞagBlað. Arni Óla. Ritstjórn: Gi Kr, Guðmundsson. Afgreiösla Lækjartorg 2. skrifstofa Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síöd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverö: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuöi. DQP Rakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstig. 1. fl. BIFRJGIÐ tíl leigu. Sími 341. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 9,12. Árdegisháflæður kl. 9,40 í fyrra- málið. Nætnrlæknir i nótt er Guðmundur Guðíinnsson, Hverfisgötu 35. Simi 644. Næturvörðnr í Laugavegs Apóteki. 8. vika snmars hefst í dag. Tíðarfnr. Hiti í morgun 7—12 stig og suðlæg og vestlæg átt um alt land. í Pórshöfn 10 st., Jan Mayen 3 st., Kaupmannahöfn 20 st., Utsire 12 stig og eins í Leirvík, en lfl st. í Tynemouth. 10 st. hiti var í Ang- magsalik í gær. Loftvog víðast stöð- ug eða stígandi hér. Búist við sömu átt, eða enn suðlægari og úrkomu á Suðurlandi. 75 ára afmæli eiga þeir á morgun bræðumir sira Brynjólfur á Ólafs- völlum og síra Pétur á Kálfafells- stað. Jarðarför Stefáns Stefánssonar frá Fagraskógi, fer fram í dag. Kyndaraskortur. Pegar i vetur tók að bera á því, að örðugra var en áður, að ná í vana kyndara á botn- vörpuskipin og hefir þetta ágerst svo, að oft hefir legið við sjálft aö skip tefðust í höfn vegna þessa. Ástæðan mun vera sú, að kyndar- ar, sem hafa einna versta vinnu á skipi, bera ekki jafnt frá borði og aðrir sjómenn og vanir kyndarar taka því heldur þann kost, að ráð- ast fyrir lægsta hássetakaup, eða minna i landi. Pór björgunarskipið,/ fór héðan í gær til strandgæzlu.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.