Dagblað

Útgáva

Dagblað - 12.06.1925, Síða 1

Dagblað - 12.06.1925, Síða 1
Föstudag 12. júní 1925. TÆPLEGA verður annað sagt með sanni, en að flest hafi verið skattlagt hér á landi, sem hægt er að skattleggja. Á síðustu árum hefir sú byrði, sem lögð er á allan almenning með þessu, margfaldast og er það að vísu eðlilegt, vegna þess hvað útgjöld rikisins hafa aukist hröðum skrefum. Löggjafarvaldið hefir ekki séð sér annað fært en að hækka ýmsa tolla að miklum mun og hæta við nýjum tollum. En tollalöggjöf er tvíeggjað sverð, vegna þess hve hún kemur ranglátlega niður — vegna þess að tollar eru yfirleitt neyzluskatt- ur. Svo er t. d. um sykur og kaffitollinrl, sem á fjárlögunum fyrir næsta ár er áætlaður 975 þús. lcróna eða um 10 krónur á hvert mannsbarn í landinn. Nú er það vitanlegt, að í bæ- um og þorpum landsins er kaffi og sykurneyzla mikið meiri til- tölulega heldur en í sveitum. Og það er líka vi,tanlegt, að meðal fátækari manna er neyzla þessara vörutegunda mikið meiri en meðal hinna efnaðri borgara. Veldur þar um mjólkurleysið, sam fátæklingar eiga við að húa. Þeir verða að láta sér nægja að fá svart kaffi í stað mjólkur og með því verða þeir að hafa syk- ur og eins með útálátslausum hafragraut, sem vera mun helzti spónamatur fátæklinga. Fimm manna fjölskylda verður að greiða að minsta kosti 60—65 krónur á ári í toll af sykri og kaffi og er það eigi lítill skattur ofan á öll önnur bein og óbein útgjöld — og verstur vegna þess að hann er nefskattur þar sem þeir greiða þó mest, er verst eru staddir. Fleiri dæmi mætli nefna, en af þessu sézt þó ljóst, að bráð nauðsyn er á því, að athuga tollalöggjöfina vandlega og skatt- alöggjöf landsins yfirleitt. Það þarf að reyna af ítrasta megni að koma allri skatta og tolla- löggjöf í það horf, að gjöldin komi sem réttlátast niður eftir gjaldþoli og getu manna. Tekju- skattslögin eru rétt spor i þessa átt. Sama gildir um skatt af eign. En hvor tveggja skattur- inn þarf að hækka, og tollar á nauðsynjavöru, sem enginn má án vera, eiga að hverfa úr sög- unni. Póiflugid. I gær kl. 15 mín. yfir 5 voru réttar 3 vikur liðnar, síðan Roald Amundsen og félagar hans hurfu norður 1 himinblámann yfir hvítum ísbreiðunum á leið frá SvalbarðatilNorðurheimsskauts- ins. Hefir ekkert af þeim félög- um frézt síðan. — — Lagt á stað. Eins og kunnugt er, hófst pólflug þetta á Uppstigningardag þann 21. f. m. Var þá blíðviðri og veðurspár góðar. En eftir því hafði verið beðið dögum og vikum saman. Vóru þeir fé- lagar 6 alls á tveimur flugbát- um af likri gerð og flugbátur sá, er Loccatelli kom á hingað í fyrra. Vóru sett skíði undir báða bátana, svo lenda mætti á snjó. í öðrum bátnum vóru þeir Amundsen, Riiser-Larsen herforingi og flugstjóri, og vél- stjóri þeirra. — í hinum voru þeir Ellsworth, Dietrichson her- foringi og flugstjóri og vélstjóri þeirra. — Ellsworth þessi €r auðugur verkfræðingur ameríksk- ur, og kostar hann að miklu ieyti för þessa. Við ðlln búnir. Undirbúningur undir för þessa var allur hinn bezti. Enda munu fáir heimsskautafarar meiri sér- fræðingur í þeim efnum né reyndari en Roald Amundsen. Flugið til heimsskautsins var áætlað um 8 klst. Og gengi alt saman »eins og í sögu«, var viðbúið að þeir kæmu aftur eftir sólarhring eða svo. Én sjálfur var Amundsen og félagar hans við öllu búnir. [Höfðu þeir með sér skíði og sleða, ef vélarnar skyldu bila svo mjög í lendingu, að eigi yrði við gert, og lá þá næst fyrir að stefna skemstu leið til lands, en það er til Columbíu-höfða á Grænlandi. Eru þangað 100 hnattmílur frá skautinu. Mánaðar-vistir höfðu þeir félagar með sér, en svo ríkulegar, að nægja myndu í 6 vikur, ef spart væri með farið. Byssur og skotfæri hafa þeir einnig með sér, og geta því sennilega veitt sér til matar, þegar komið er suður yfir 85 breiddarstig. Leiðangursskip Amundsen, »Farm« og »Hobby«, áttu að bíða endurkomu þeirra félaga ákveðinn tíma norður við Dana- ey, en hefja síðan leit að þeim, ef þeir kæmu eigi aftur flug- leiðis. — — (Frh.). Skot. t fyrradag voru drengir að leika sér hér í fjörunni fyrir vestan Grandagarð. Maður stend- ur úti á garði, og er að skjóta fugla, að líkindum sér til dægra- styttingar, en svo óheppilega vill til, að skot lendir í fæti eins drengsins. Drengurinn er fluttur til lækn- is, og segir hann, að sárið sé að vísu ekki stórt, en þó geti hann átt nokkuð lengi í því. — Ekki er mér kunnugt um, hver unnið hefir þetta óvilja- verk, enda mun engin rannsókn hafa fram farið; væri réttast af hlutaðeiganda að gefa sig fram og borga drengnum lækn- iskostnað og atvinnutap, þar sem hann var nýbúinn að fá

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.