Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.06.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 12.06.1925, Blaðsíða 3
D A G B L A Ð 3 Landsmálafnndnr er i Borgarnesi í dag og liefir Jónas Jónsson alþm. boðað til hans. Mun hann ætla að halda fleiri fundi í nærliggjandi sýslum. Gnllfoss fer frá Hafnarfirði kl. 6 í kvöld. Meöal farþega verður Matt- hias Pórðarson þjóðminjavörður. Er hann á leið til Helsingfors og situr þar fund fornfræðinga. Ný kapella í kirkjugaröinum. Á safnaðarfundinum, sem haldinn verður í Dómkirkjunni á sunnudaginn kemur, leggur sóknarnefnd til, að gerð veröi kapella í kirkjugarðinum. Er í ráði, ef safnaðarfundur sam- þykkir, að hún rúmi um 70 manns í sætum, svo að margar jarðarfarir geti farið fram þaðan, og henni fylgi líkgeymsluklefi og herbergi fyrír garðvörð og verka- menn garðsins. — Húsameistari ríkisins áætlar að þessi kapella muni kosta um 30 þús. kr. og hugsar sóknarnefnd sér, að taka lán í samvinnu við fríkirkju- söfnuðinn til þess að reisa hana, en endurborga það með kirkju- garðsgjaldinu, þannig, að krónu- gjald bæjarmanna til kirkju- garðsins haldist áfram fyrst um sinn, en að undanförnu hefir því verið varið, sumpart til að endurgreiða lánið, sem tekið var til að girða garðinn, og sum- part til að launa garðvörð og til ýmis þrifnaðar í garðinum. S. Á. Gislason. Þögult vitni. 10. þ.m. flutti »Dagblaðið« grein um Tjörnina. Hún virtist hafa þau áhrif, að seinna um daginn fiaut upp í Tjörninni skrokkur af stórum hundi, og staðnæmd- ist rétt framundan list-sýning- unni. Virtist þarna komið þög- ult vitni, og þó með tvöfalda ákæru á hendur bæjarstjórnar og höfuðborgarinnar: Hunda- morð og hirðuleysil — Nú er hundur þessi seztur að framund- an húsi Búnaðarfélagsins. Pess er getið til, að hann muni ætla að biða nokkurra félaga sinna og allra kattanna — úr Tjörn- inni! Milner lávarður. Hann lézt í fyrra mánuði og með honum er fallinn í val einn af mikilhæfari stjórnmálamönn- um Breta á siðari árum. Árið 1880 gerðist W. T. Stead ritstjóri að »Pall Mall Gazette« og fékk hann þá Milner til þess að rita stefnugreinarnar. Var hann þá 25 ára. Sjö árum siðar gerðist hann ritari hjá Goschen lávarði, sem þá var fjármála- ráðherra, og fékk þá svo mikið traust, að hann var sendur til Egyptalands til þess að koma fjármálum þess á réttan kjöl, og tókst honum það. Árið 1897 var hann sendur til Suður-Afríku og hafa sumir kent honum um það að hafa komið Búastríðinu á stað, en stjórn Breta mat starf hans þannig, að hún gaf honum lávarðstign. Hann átti sæti í samsteypu- ráðaneyti Lloyd George 1916 og voru honum þá falin mörg trún- aðarstörf. Um Milner lávarð segir Asquith jarl af Oxford, að hann hafi verið einhver hinn allra snjallasti fjármálamaður, sem Bretland hafi átt. Soimr járiibrantakónssins. Hann nam staðar. — Ég hefi enga hugmynd um það, en hér get ég ekki haldist lengur. Góða frú Cortlandt, hvað á ég að gera? — Ætlið þér að skilja mig hér eftir á þennan hátt. — — — — Nei, neil Það kemur mér ekki til hugar. Ég er bará æstur, það er alt og sumt. Það greip mig svöggvast sú óþrifa ósk: að flýja og forða mér, þótt ég týndi lífinu. Það hefði ég átl skilið. — Ég skil ekkert í þessu. — Ég veit ekki hvern þér álítið mig vera. — Á það skulum við ekki minnast að svo stöddu. Reynið að setja kjark í yður og finna náttstað. — Já, já auðvitað, Ég skal sjá um að vel fari um yður, og svo forða ég mér. — Eruð þér frávita maður! æpti hún ótta- slegin, ég get ekki verið ein á þessum ógeðs- lega stað. Hún hjúfraði sig nær honum eins og hún 'vildi leita verndar hans. Hann kendi í brjóst um hana. Hún er bara kona, hugsaði hann, og ef þetta hefði ekki komið fyrir áðan, þá hefði ekkert verið eðli- *egra en að ég hefði tekið hana í faðm mér og reynt að hugga hana. — Ég — ég fer ekki frá yður — ég verð hjá yður, stamaði hann. Pau héldu nú áfram í myrkrinu. Hún þagði altaf og hann gat ekki séð framan í hana. Hon- um gramdist þetta og alt í einu fór hann aftur að biðja hana fyrirgefningar, stamandi og hnjótandi um hvert orð, því að hann vildi sizt af öllu særa hana, en fann þó að hann gerði ilt verra með þess. Hún hlýddi þegjandi á hann nokkra hrið, en svo mælti hún: — Haldið þér að við getum umgengist hvort annað framvegis? — Nei, mælti Kirk dapur í bragði. — Ég vil ekki ætla að þér hafið talið mig eina af þeim konum, sem — — — — Nei, nei, hrópaði hann. Ég var asni og — Ég held að ég gæti ekki afborið þá til- hugsun, hélt hún áfram. Pað getur verið að þetta sé alveg eins mér að kenna — ég hefði átt að vita það, að engum karlmanni er treyst- andi. Mér fanst við vera ágætir vinir. — Og nú hafið þér eyðilagt vináttu okkar. — Nei, segið það ekki, hrópaði Kirk. Segið, að þér munuð einhverntima fyrirgefa mér! I stað þess að svara honum beinlínis, hélt hún áfram í sama dúr og áður, þangað til

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.