Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 13.06.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 13. juní 1925. I. árgangur. 109. tölublað. SÍÐUSTU árin hafa sumar- ferðir Reykvikinga aukist að miklum mun. Altaf fjölgar þeim, sem bregða sér eitthvað út úr bænum til dvalar, stuttan eða langan tíma, eftir efnum og ástæðum. Síðan sú regla var upp tekin, að kaupmenn og aðrir atvinnurekendur veittu starfsfólki sínu viku eða hálfs- mánaðar sumarfrí, hefir út- straumur fólksins sífelt farið vaxandi. Verkamenn og fjölskyldufólk eiga auðvitað erfiðast með að komast burt úr bænum, svo langt eöa lengi, að veruleg not sé að, en alt er þar betra en ekkert. — Nú hefir bæjarstjórn ákveðið að veita nokkurt fé til bifreiðaferða fyrir fátækt fólk, svo það geti átt kost á að kom- ast eitthvað út úr bænum um helgar yfir sumarmánuðina. Er þetta mjög þörf ráðstöfun, því að ekki eru of margar ánægju- stundirnar, sem efnalítið fólk getur veitt sér, og eru það ekki sízt húsmæðurnar, sem þar bera skarðan hlut frá borði. Sumarferðir Reykvíkinga bein- ast nú einkum í tvær áttir: upp um Borgarfjörð og austur í sveitir. En fara má í fleiri áttir og skemri leiðir, til þess að sjá svipmikla og einkennilega nátt- úru. Á ég þar einkum við að fara suður í Grindavík, og það- an fram á Reykjanes eða aust- Ur í Krýsuvík. Er um 4 tíma gangur frá Grindavík til hvors staðaríns, sem farið er. Má ým- lslegt sjá á þessum slóðum, sem fagurt er og frábrugðið því, sem flestir Reykvíkingar hafa átt að venjast. Héðan má fara á laug- ^dagskvöld með bifreið til ^rindavíkur og koma bingað 'dtur á mánudagsmorgni, og bafa séð margt nýstárlegt í ferð- ‘bni. ^egar farnar eru skyndiferðir, Seftr eru bundnar við einn dag, er venjulega farið til Þingvalla, e®u eitthvað áleiðis eftir austur- veginum, en sá galli er þar á, að leiðirnar eru of langar, og því of lítill timi afgangs til hvíldar og afnota þess, sem náttúran hefir að bjóða, Með tilliti til þessa má benda á, að heppileg leið til skyndi- ferða er að fara »suður í Hraun«, sunnan Hafnarfjarðar. Er þar mjög einkennilegt landslag og fallegt á sumrum, og vel þess vert að oftar væri farnar þang- að skemtiferðir en nú er. — Einnig má benda á, að nú er kominn bifreiðafær vegur upp að Kollafirði — þótt hann sé óhæfilega mjór — og má því með hægu móti komast upp að Esju, og svo upp eftir henni, lágt eða hátt, eftir vild. Einnig má komast í bifreiðum nærri alla leið upp að Tröllafossi, en þar er minna að sjá og útsýni þrengra. — Sjóleiðin er miklu minna notuð en landleiðin, til skemti- ferða, því að hún er ekki eins trygg. og meira háð veðri og vindum. Þeir, sem vilja samt heldur fara á ^sjó en landi, geta nú átt kost á sjóferðum eftir eigin vild, bæði stuttum og löngum. Strandferðaskipin eru fyrir þá, sem fara vilja til fjar- lægra staða, en þeir, sem lyfta sér upp aðeins einn dag, geta farið með skemtiferðabátum út í eyjar eða upp á Kjalarnes. Bæjarbúar ættu að nota sem bezt þau tækifæri, sem gefast, til að komast eitthvað út úr bænum að sumrinu, og þá helzt á þá staði, sem eitthvað annað og meira er að sjá er urðir, móa og moldarflög. Ætti þá fyrst og fremst að gæta þess, að fara ekki of langt, svo meiri not verði t af ferðinni en fá að sitja í bifreið báðar leiðir, og hafa svo lítinn tíma þar af- gangs. — Sumarferðir Reykvík- inga ættu að aukast sem mest, og eru þær öllum nauðsynlegar. -m. n- Pólflugið. Nl. „Flugnfréttir'*. Eins og við var að búast, vekur pólflug Amundsens feikna mikla eftirtekt um allan heim. Og fréttaritarar heimsblaðanna miklu hafa heldur eigi »sparað púðrið!« — þegar daginn eftir er svo reyndist, að þeir félagar voru eigi komnir aftur, fóru stórblöðin i ýmsum löndum að ympra á leitar-leiðangri, og má svo að orði kveða, að síðan hafi enginn dagur liðið, svo að eigi hafi borist fréttir af væntan- legri leitarför úr ýmsum áttum. Skulu hér rifjaðar upp helztu fréttir af þessu tagi: 25. Maí. þá var simað frá Ameríku, að Mc. Millan, sem búinn var í rannsóknarför í norðurhöfum með tveim stærstu flugvélum Bandaríkja-hersins, sé fús að breyta áætlun sinni og hefja leit að Amundsen. 28. Maí. Arnold Liebes, sem áður hefir aðstoðað Amundsen við fyrri flugtilraunir hans í Alaska, kvað hafa símað til skips síns, »Charles Brower«, sem lá norðarlega í Behrings- hafi í veiðiförum, og lagt fyrir að það héldi sem skjótast aust- ur að Vonarhöfða (Point Hope), 300 mílur enskar þaðan sem skipið lá þá, ef ske kynni, að Amundsen hefði flogið þangað. Er skip þetta nú eflaust lagt á stað norður. Frést hefir einnig, að Hákon Hammer, konsúll, sem mikið hefir verið riðinn við undirbún- ing Amundsens undir Pólflugið (í fyrra m. a.), hafi ráðgert leitarför frá Ameríku, og hafi þá Eric Nelson, sem hingað kom í fyrra á Heimsfluginu, verið fús að fara í þann leiðangur, ef hann fengi lausn úr hernum. Norski flugmaðurinn alkunni, Trgggvi Gran, hershöfðingi, hafði einnig stungið upp á því, að norska stjórnin fengi að láni

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.