Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 13.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ hjá Bretum, eitt af loftskipum þeirra til leitarinnar, ef á þyrfti að halda. 7. júní. Síðustu símfregnir telja líklegt, að 3 leitarleiðangr- ar verði gerðir út. Einn fransk- ur undir forustu nafnkunns manns, dr. Charcots’s. Annar undir forustu Mc. Millan’s, og sá þriðji norskur, en eigi er getið, hver þar verði foringi. Er það Östbye flotakapteinn, sem á að undirbúa þann leið- angur, og kvað hann það mega gera í skjótu bragði, þareð alt það sem á þarf að halda í slíka för, sé handbært og tilbúið. Allra síðustu skeyti herma að norski leiðangurinn sé lagður á stað til Svalbarða. — „Hvað dvelur Orminn langau? Um það getur enginn neitt sagt með vissu. Eins og þegar er drepið á, vóru þeir félagar viðbúnir því að verða alllengi í fðrinni, þótt alt gengi að ósk- um. M. a. áttu skipin að biða þeirra hálfan mánuð, áður en leit væri hafin meðfram ísbrún- inni. Rolf Tommessen, ritstjóri »Tidens Tegn«, sem er formað- ur í »Flugferðafélaginu norska«, hefir skýrt frá, að þeir félagar hafi verið mótfallnir því, að gerður væri út leitar-leiðangur eftir þeim. Enda er eðlilegt að svo hafi verið. Þeir voru sjálfir svo vel búnir í för þessa, að lítil líkindi eru til þess, að nýr leiðangur standi þar betur að vígi. Nú er að vísu liðin vika fram yfir þann tíma, er Amundsen sjálfur hafði tiltekið. Geta þó enn verið fullar og eðlilegar á- stæður fyrir fjarveru þeirra. Margskonar tafir og örðugleikar geta hafa orðið á vegi þeirra, án þess að nokkuð hafi orðið að hjá þeim félögum. Má t. d. geta sér til og nefna þessi til- felli: 1. Slysalaust: a. Lending hvergi góð nálægt skautinu. Hefir þá ef til vill tekið langan tíma frá lend- ingu til skautsins og til vélanna aftur, auk þess tíma, sem farið hefir til nauðsynlegra mælinga og rannsókna. b. Hafi lending tekist vel og slysalaust, má búast við ítarlegum rannsóknum, er tekið gætu lengri tíma, en ætlað var. c. Þokur er tefji fýrir flug- mönnunum, svo að þeir áræði ekki að leggja á stað heimleiðis. Einniggeta fann- komur bagað þeim á ýms- an hátt. Illviðri það er gekk yfir Grænland og Sí- beríu, færðist stöðugt i átt- ina til skautsins. 2. Slys i lendingu: a. Vélarnar bilað lítilsháttar, og taki nokkurn tíma að gera við þær. Má þá enn búast við þeim félögum flugleiðis. b. Vélarnar bilað í lendingu, svo að eigi verði við þær gert. Halda þeir-félagar þá áfram gangandi. Menn munu þó almennt bú- ast við nú orðið, að þeirra fé- laga sé eigi framar von flug- leiðis. Má þó mikið vera, hafi þeir hleypt báðum vélunum í »strand« í lendingu. Virðast svo mörg atvik hugsanleg, að vel mætti ætla, að þeir eigi það eftir enn að koma aftur i loftinu. En hafi þeir brotið »skip« sín, þarf eigi að búast við fréttum af þeim fyr en að ári. Nái þeir Columbiu-höfða, komast þeir sennilega til Thule á Norðvestur- Grænlandi seint í Jiaust, en eftir að allar skipaferðir eru um garð gengnar. En lendi þeir á Austur- Grænlandi, komast þeir eigi til mannabygða fyr en einhvern tíma að ári, ef til vill næsta haust. Þarf þó eigi að óttast svo mjög örlög þeirra félaga, þótt svo kynni að fara. Á báð- um þessum slóðum eru all ríku- leg vistabúr (depot), sem þeir munu finna, og er þeim þá borgið á allan hátt. Auk þess hafa þeir veiðiréttinn óskiftan. En langir geta þeim orðið dag- arnir, og þá enn fremur þeim sem heima bíða í von og ótta! Á vegamótum vissu og óvissu um afdrif Amundsens og félaga hans, vonum vér þó enn, að það sé að eins óvæht atvik, er tafið hafi för þeirra um hríð, og að enn megi við þeim búast þá og þegar heilum á hófi. h. tyagBlað. Arni Óla. Ritstjórn: g. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla Lækjartorg 2. skrifstofa ^ími ^44. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. IJorgin. Sjávnrföll. Síðdegisháflæður kl. 11,30. Árdegisháflæður kl. 12,10 í fyrramálið. Næturlæknir í nótt er Daniel Fjeldsted, Laugaveg 38. Simi 1561 Næturvörðnr í Laugavegs Apóteki.. Messnr á morgnn: t Dómkirkj- unni kl. 11 séra Bjarni Jónsson. Kl. 5 safnaðarfundur. í Fríkírkjunni í Rvík kl. 2 siðd. séra Árni Sigurðsson. Kl. 5 síðd. séra Haraldur Níelsson, próf. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 f. h. Kl. 6 síðd. guðsþjónusta með prédikun. í Hafnarfjarðarkirkju kl. 12 (ekki kl, 1) á morgun. Messufall i Fríkirkjunni í Hafnar- firði vegna væntanlegs þjóðhátiðar- halds í kaupstaðnum. Messað verð- ur annan sunnudag. Sláttur byrjaðnr. í gærdag var byrjað að slá Arnarhólstún. Máske það sé fyrirboði þess, að 19. júní verði haldinn hátíðlegur þar, því að ekkí er túnið mjög sprottiö enn, eins og nærri má geta. Sigurbjörn Þorkelsson kaupmaður sagði Dagblaðinu upp í gær, vegna þess, að það flutti hlutlausa frá- sögn um aðalfund Sambands ís- lenzkra samvinnuféiaga. Ilt er að gera svo öllum líki! Gnðlastið. Dómur er nú nýlega fallinn í máli því, er dóms- og kirkjumálaráðuneytið höfðaði gegn Brynjólfi Bjarnasyni stúd. fyrir guðlast í grein i Alþýðublaðinu. Fekk ákærði skilyrðisbundinn dóm: 30 daga einfalt fangelsi og máls- kostnað. Refsingin fellur niður að fimm árum liðnum, ef ákærður fullnægir lögmæltum skilyrðum. Stérstúknþingið á að hefjast hér í Reykjavík hinn 29. þessa mán- Stórtemplar var þetta sl. ár Bryu- leifur Tobíasson kennari á Akureyri- Hjátrú. Pað er gömul trú manna, • að aldrei sé fiskafli samtímis fyrir

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.