Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 15.06.1925, Blaðsíða 1
Mánudag 15. júní 1925. NDANFARIN ÁR hefir það verið venja að halda hátíð- lega dagana 17. og 19. júní. Mun hafa verið byrjað á því á aldarafmæli Jóns Sigurðs- sonar 1911, að halda 17. júní hátíðlegan, og hafa íþróttamenn aðallega gengist fyrir því. Síðan bættist 19. júní við, þá er kven- þjóðin fékk réttindi sín. Áður höfðu verslunarmenn haldið 2. ágúst hátíðlegan í minningu verslunarfrelsisins, og nú er sá dagur löggiltur sem frídagur verslunarmanna og þá um leið nokkurs konar almennur helgi- dagur. Mörgum hefir að vonum þótt óþægilegt að hafa tvo hátiðar- daga með eins dags millibili, eins og 17. júní og 19. júní. En hér var ekki gott að spyrna í móti, því að 17. júní hafði unn- ið sér talsverða hefð og kven- þjóðin helgaði 19. júní svo góðu málefni, að enginn gat staðið í móti því. Samt var þetta mjög óheppilegt, og það hlaut að reka að því fyr eða síðar, að annar- hvor dagurinn yrði að víkja. En hvor þeirra átti það að vera? Eins og áður er sagt, hafa íþróttamenn* gengist fyrir helgi- haldi 17. júní og hafa notað þann dag mest tii þess að safna sér fé, eða handa íþróttavellin- um. Nú er völlurinn kominn úr þeirra umsjá og hefir bæjarstjórn tekið við honum. Er því þess að vænta, að það leggist nú von bráðar niður, að 17. júní sé hátíðlegur haldinn — nema þá að bærinn vilji nota hann til þess að safna fé í einhverjum góðum tilgangi. En það má vel gera með því móti, að nota til þess aðeins seinni hluta dagsins. Aftur á móti er 2. ágúst frí- dagur verslunarmanna, eins og áður er sagt, og á áð sjálfsögðu að vera almennur helgidagur. Og það eru ekki margir við- burðir í sögu þjóðarinnar er hún ætti frekar að minnast með hátíðahaldi, heldur en einmitt þess er hún fékk verslunarfrelsi. Allar framfarir síðari ára eru sprottnar af því að vér fengum verslunina í eigin hendur. Versl- unin hefir verið sú lyftistöng, sem hefir rétt íslenzku þjóðina úr kútnum. Tveir listamenn. Guðmundur Einarsson frá Miðdal og Osvald Knudsen mál- ari komu hingað með Gullfossi síðasf, eftir langa útivist. Hefir Guðm. dvalið erlendis að mestu leyti í 4 ár, og sam- fleytt 3 siðustu árin. Hefir hann lagt fyrir sig myndhöggvara- og málaralist. Var hann búinn að afla sér góðs orðstírs hér heima, áður en hann fór utan, og væntu menn mikils af listhæfi- leikum hans, ef hann fengi' tækifæri til að þroska þá og temja. Hefir hann síðan tekið miklum framförum og fullnum- ast í list sinni. Lengst af hefir G. E. dvalið í Múnchen, og verið þar nærri 4 ár á »privat«-listaskóla hjá prófessor Schwegerle, og hefir Guðm. fengið óskift lof kennara síns. Einnig hefir hann, síðasta árið, stundað Freskó-nám (»tek- nik«) við ríkisskólann í Mún- chen. Höggmyndir, málverk óg »Raderingar« hefir G. E. haft á einkasýningum í Múnchen og víðar, og hefir þótt mikið til þeirra koma. Töluvert hefir hann selt af verkum sínum, og hefir það verið aðalstyrkur hans í útlegðinni, því fjármuni mnn hann hafa haft af skornum skamti i veganesti héðan að heiman. Hefir það löngum ver- ið svo um islenzka listamenn, að þeir hafa ekki átt alla sjö dagana sæla, meðan þeir hafa verið að brjótast áfram á náms- leið sinni. Hafa einstakir menn oftast reynst þeim hjálpsamari en ríkið eða þjóðarheildin, og hafi þeir verðskuldaða þökk fyrir veglyndiðl Fáumíslendingum hafðiGuðm. verið með ytra, fyr en Osvald Knudsen málari kom til Mún- chen í desember síðastl. Var erindi hans þangað að kynna sér ýmsar nýjungar í innanhúss- skrautmálningu (Dekoration), og gekk hann 4 mánuði á Deko- rations-skóla ríkisins í Mún- chen. — Þeir Guðm. eru gamlir félagar, og varð þarna fagnaðar- fundur. Hafa þeir haldið saman siðan, fyrst í Múnchen &g síðan á ferðalagi því, sem hér verður að nokkru getið. — 25. marz lögðu þeir Os- vald og Guðmundur á stað í ferðalag suður um lönd. Frá Múnchen fóru þeir fyrst um Núrnberg, Leipzig og Dresden, og þaðan yfir Czekoslovakiu um Prag til Wien. Þaðan héldu þeir yfir Ungverjaland, um Buda- pest og áfram til Belgrad og Sofia, og þaðan niður Tyrkland til Miklagarðs. Frá Miklagarði fóru þeir sjó- leiðis til Skutari í Litlu-Asíu, og þaðan til Saloniki á Grikk- landi. Paðan fóru þeir til Olym- pos (Tempi og Delfi), og loks til Aþenu, og dvöldu þar í hálfan mánuð. Frá Aþenu héldu þeir suður um Grikkland og yfir til Ítalíu, fyrst til Neapel, og þaðan til Rómaborgar, og dvöldu þar vikutíma, og fóru þaðan kvöldið áður en íslend- ingarnir, sem héðan fóru á fund páfa, komu þangað. Frá Róm héldu þeir upp Ítalíu um Flo- renz og Milano upp í Sviss um St. Gotthard og Zúrich, og á- fram til Múnchen. Höfðu þeir þar skamma dvöl og héldu þaðan til París og dvöldn þar vikutíma, upp á Há-Skotland, og síðan til Leith, og þar stigu þeir á skipsfjöl hingað heim. Fáa íslendinga hittu þeir á leið sinni. í Leipzig fundu þeir

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.