Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 15.06.1925, Side 2

Dagblað - 15.06.1925, Side 2
2 DAGBLAÐ Jóhann Jónsson skáld; les hann þýzku og önnur germönsk fræöi. í Dresden hittu þeir Finn Jóns- son málara, bróður Ríkarös, og í Berlin Jón Leifs tónlistarfræð- ing. 1 Paris fundu þeir Gunn- laug Blöndal málara, og í Lon- don Biörn Steffensen verzlunar- mann. í Wien hittu þeir Kjart- an Ólafsson lækni og heimsóktu baronessu Ástu von Jaden, syst- ur Helga Péturss dr. Eru allir Islendingar, sem koma til Wín- arborgar, sjálfsagðir gestir þeirra hjóna, og eru viðtökurnar eins og vænta má í þeirri ætt. — Þeir félagar láta hið bezta yfir för sinni. Komið að skuldadöpm. Bandaríkin krefja níu þjóðir í Evropu. Pess hefir verið getið áður hér i blaðinu, að Bretar hafa samið við Bandarikin uro hernaðarlán sín þar. Nú hefir Coolidge for- seti skorað á aðra skuldunauta Bandarikjanna í Norðurálfu að greiða skuldir sínar eða semja um þær. Er það ekkert smáræði, sem um er að tefla, eins og sézt á þessari skýrslu. Frakkar skulda 4.137.224.354 $ — 2.097.347.121 — ítalir Belgar Grikkir Eistur Slovakar Serbar Lettar Búmenar Pólverjar 471.823.713 — 17.250.000 — 17.488.685 — 115.528.439 — 64.139.050 — 6.289.092 — 45.605.447 — 178.559.999 — Hér við bætast svo vextir frá 1. jan. s.l. og telja Bandarikja- menn að skuld Frakka sé nú orðin 4210 miljónir doliara, og skuld ítala 2138 miljónir doll- ara. Fjögur önnur ríki en Bret- land hafa samið um sínar skuldir við Bandarikin. Eru það Ungverjaland, Finn- land, Lithaugaland og Pólland. j\ ðalfundur Sláturfélags Suðurlands var hald- inn núna fyrir helgina og lauk honum á laugardag. Voru þar aðeins rædd hin venjulegu aðal- fundarmál. Hagur félagsins stend- ur nú með mesta blóma og hef- ir niðursuðuverksmiðja félagsins gengið ágætlega, enda hafa vör- ur hennar unnið sér almennings- hylli, eins og bezt sézt á því, að neyzla þeirra fer stöðugt í vöxt. Þar er soðið niður kjöt og kæfa, fiskabollur og i fyrra var gerð lítilsháttar tilraun um að sjóða niður lax, og tókst hún ágætlega, svo að búist er við því að sjóða meira niður í sum- ar. Eftirspurn eftir niðursoðnu kjöti og þó sérstaklega kæfu, hefir aukist afskaplega. f fyrra var soðið svo mikið niður af kæfu að félagið bjóst við að endast mundi meir en ár, en á miðju sumri var alt uppselt. Nú í haust var soðið niður miklu meira, en reyndin verðar sú sama — kæfan er nú á förum. Er það vel farið, að íslendingar skuli kunna að meta sínar eigin framleiðsluvörur, og satt að segja hefir það verið grátlegt að sjá í Hagtíðindunum á hverju ári, að flutt er hingað óhemja af útlendu niðursoðnu kjöti og fiskmeti, þar sem þetta eru aðalframleiðsluvörur íslendinga sjálfra. Og þeim mun leiðinlegra er þetta, þar sem hinar -útlendu vörur standa hinum islenzku ekki á sporði, hvorki um verð né gæði. Borgin. SjáTarföll. Síðdegisháflæöur kl. 1,20. Árdegisháflæður kl. 1,45 í nótt. Nætnrlækuir M. Júl. Magnús Hverfisgötu 30. Sími 410. NæturTÖrðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Tíðarfar. Hiti í morgun 4—11 stig, minstur á Hólsfjöllum, en mestur í Stykkishólmi. Breytileg átt, en víð- ast vestlæg, og hægviðri allsstaðar nema í Vestmannaeyjum. Par var snarpur suðvestanvindur (7). í Fær- ^DagBlað. Ritstjórn: Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla Lækjartorg 2. skrifstofa Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm„ Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuöi. Rnkarastofa Einars J. Jónssonar cr á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. 1. fl. BIFREIÐ til leigu. Sími 341. eyjum var norðvestan stinnur kaldi (6) og 10 st. Spáð er vestlægri átt með úrkomu og þoku- á Suður- og Vesturlandi. Stádentapróf er nú í Mentaskólan- um og ganga undir það 41 nem- andi, þar af 15, sem lesið hafa utanskóla. Hjúskapnr. Ungfrú Lilja Jóns- dóttir og Bergur Jónsson lög- reglustjórafulltrúi, voru gefin sam- an i hjónaband á laugardaginn. „Marian“. Uppboð fer fram i dag á skófatnaði úr Marian. Er það gert eftir kröfu skipstjórans til lúkn- ingar ógreiddu farmgjaldi. Uppboð- ið er í Bárunni. Verður þar og selt ýmislegt annað. Látin er hér í bænum frú Ingi- bjög Sigurðardóttir, ekkja síra Árna Porsteinssonar frá Kálfatjörn. Á deildarstjórafnndi £Sf. SI., sem haldinn var að Pjórsártúni i fyrra mánuði, fór fram stjórnarkosning fyrir félagið. Gekk Bogi A. J. Pórð- arson einn úr stjórn, en í hans stað var kosinn Kolbeinn bóndi Högna- son i Kollafirði. Hafíshraíl segja veðurskeyti að sé 45 sjómílur norður af Önundarfirði. Fimleikasýning íþróttafél. Reykja- yíkur verður endurtekin í kvöld í »lðnó«, vegna áskorana frá fjölda manns — bæði þeirra, er frá uröu að hverfa síöast og eins hinna, er sýnínguna sáu. Jónsmcssn-liátíðin í Hafnarfirði fórst fyrir í gær, vegna óveðurs, en í ráði er að hafa hana seinna í vik- unni eða á sunnudaginn. „Frcia^-myndiu, sem sýnd var í Nýja Bio í gær, var hin fróðleg-

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.