Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.06.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 15.06.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 cJHláíningarvörur: Blýhvita, Zinkhvíta, Fernisolía, Þurkefni, Japanlakk. Lögnð málning. Ódýrar en góðar vörur. Yfir 120 tegundir af veggfóðri, frá 45 aurum rúllan af enskum stærðum. Hí. Hiti & Ljós. Gtrindavikurbíllinn. Af- greiðslan er flutt á Laugaveg 45, til Fórðar frá Hjalla. asta og skemtilegasta um leið. Og haíi einhver ekki vitað það áður, að »Freia« ber af flestum eða öll- um iðnaðarstofnunum á Norður- löndum, þá ætti hann að hafa sann- færst um það af myndinni. Verk- smiðjan er stofnuð um 1880, en 1898 var hún gerð að hlutafjelagi með 150 þús. kr. höfuðstól. Nú er verk- smiðjan ferfalt stærri en þá, og hlulaféö er 3 milj., en verkafólk um 900. Auk þess heíir hún útbú og verksmiðjur í Lundbyberg hjá Stokkhólmi, í Kaupmannahöfn og í París. Vírksmiðju-reksturinn er til fyrirmyndar og lætur »Freia« sér sérstaklega ant um verkafólk sitt. Þingmálafandir eru nú haldnir sem óðast. Fjármálaráðherra hefir haldið fundi á Eskifirði, Egilsstöð- um, Seyðisfirði, Breiðumýriog Húsa- vík, og ætlar að halda fundi viðar. Atvinnumálaráðherra hefir haldið fundi i sinu kjördæmi. Bjarni Jóns- son, frá Vogi, er farinn vestur i Dali til að halda fundi. Jónas Jónsson ællar að halda fundi í Snæfellsnes- sýslu og Dölum, en ekki verða þeir þó víst saman á fundum Bjarni og hann. Framfarir íluglistariniiar. Brezkur 'flugmaður, F. L. Barnard, hefir nýlega unnið það þrekvirki, að fljúga frá London að morgni dags með póstflutn- ing til Köln, fara þaðan aftur til London og ná þar i miðdegismat, og fljúga svo til Köln og ná þar í kvöldmat. Vegalengdinsem hann flaug, er um 1000 enskar mílur, og fór hann þessar þrjár ferðir fram og aftur á tæpum 10 stundum. Hefði þessu verið spáð fyrir nokkrum árum, mundi enginn maður hafa trúað þvi. Það skarar langt fram úr þvi, er Jules Verne datt í hug að gæti komið fyrir. Barnard er frægur flugmaður. Árið 1922 vann hann verðlaun þau, er heitið var fyrir flug um- hverfis Bretland. 1923 flaug hann frá London til Köln og heim aftur, og þótti það þá þrekvirki. Hann var einn af flugmönn- um Breta í stríðinu, og áriö 1916 var hann skotinn niður hjá Somme úr 13000 feta hæð. Árið 1918 flutti hann ýmsa friðarfulltrúana yfir Ermarsund til París. Hann mun og hafa náð einna mestum hraða á flugi, 170 enskum mílum á klukkustund. Pað var árið 1922. Ungirú Eockfeller giit. Um miðjan mai giftist auðugasta stúlka Bandarikjanna, Miss Abby, einkadóttir John D. Rockfellers yngra. Maður hennar heitir David Milton og er lögfræðing- ur. — Sögur ganga um það, að faðir hennar hafi sagt, að hún fengi ekki eyri hjá sér og yrði þau hjónin að lifa á því, sem Milton gæti unnið sér inn. Sonnr járnbrantakóngBlns. Hún hvesti á hann augum, en sagði ekki neitt. XIII. Chiquita. Daginn eftir fékk Kirk sér byssu og hélt á veiðar. Pað sem komið hafði fyrir hann úti i eynni, fanst honum nú líkast draumi. Gat það verið, að hann hefði hlaupið svona óttalega á sig? Var það satt, að hann hafði brotið af sér hylli bezta vinar síns? Eins var hann sér þó fyllilega meðvitandi, að hann þorði alls eigi að líta framan í frú Cortlandt. Pess vegna vildi hann komast eitthvað burtu, svo að hann gæti jafnað sig í næði. Nokkrum kílómetrum norðaustur af járn- brautinni, var þykk skógarbrún, og þannig hélt hann. En vegna þess að hann vissi, að það var bannað, að bera vopn á götum borgarinnar, hélt hann beint af augum yfir holt og hæðir. Pað lifnaði nú óðum yfir honum, er hann vaf kominn út á víðavang og er hann hugsaði betur um æfintýr þeirra frú Cortlandt, fanst honum afbrot sitt ekki vera eins alvarlegt og tyrst í stað. Honum fanst, meira að segja, að þau Edith mundu geta orðið góðir vinir aftur. Hún var bæði vitur og reynd. En færi nú svo, að hún vildi ekki fyrirgefa honum — nú þá var ekki stærri skaði skeður en að þau urðu að skilja og hann að verða sinn eigin herra. Vegur hans lá yfir gróðursæl beitilönd með smátjörnum og var þar talsvert af fuglum. Svo kom hann inn í skóg og var svo heppinn að skjóta þar dúfu. Svo kom hann út úr skógarbeltinu og tók þá við beitiland og var þar fjöldi kúa. Hinum megin við það beitiland var nýtt skóg- arbelti og er hann kom þangað rakst hann á stíg nokkurn og hélt nú eftir honum. Á báðar hendur voru banangarðar, yamsakrar og aldin- garðar, en að lokum kom hann þó inn í frum- skóginn. Hann gekk nú marga kilometra og var hræddur um að vera orðinn viltur, þvi að allsstaðar voru gatnamót. Og hann hafði farið marga króka. Um hádegið kom hann fram í rjóður og af- réð að snæða þar miðdegisverð. Bak við hann var fjallshlið skógi vaxin, en framundan sá yfir skógarbelti og lundi og hinum megin við það var græn háslétta, flöt eins og gólf og mátti líta þar mannabústaði hingað og þangað. Kirk vissi, að þetta mundu vera sumarbústaðir. Lengra í burtu sá fram til sævar. Var hann spegil- fagur og langt í fjarska blánaði fyrir Perlueyjum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.