Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 16.06.1925, Blaðsíða 1
Priðjudag 16. fúní 1925. ÍÞagBlaé I. árgangur. ltí tölublað. ¦VTYBÝLAMÁLIÐ er eitt af mál- \ um þeim sem kalla má að sé á uppsiglingu hér í bænum. Að vísu eru nokkur ár síðan, að menn fóru að fá sér spildu og spildu til ræktunar utan bæjarins, og bygðu þar kofa yfir sig. En nú hefir verið ákveðið að taka fyrir stórt svæði, sem eingöngu er ætlað nýbýlum og má búast við því að bærinn verði, áður en mörg ár líða, að bæta annari spildu við. Land það sem nýbýlunum er' ætlað, er enn ónumið land. Er því sjálfsagt, nú þegar í byrjun, að koma þar á góðu skipulagi, því að þarna verður sérstakt bæjarhverfi. Það má t. d. ekki viðgangast, að landnemunum leyfist að reisa þar hús á víð á •dreif eftir eigin geðþótta, heldur eiga húsin að standa öll á sama stað í hverri spildu, þannig, að ein eða fleiri húsaraðir myndist eftir endilagri Sogamýrinni. Þessu fylgja líka margir kostir fyrir nýbýlamenn sjálfa, því að þeim mun auðveldara verður að fá vatn heim til sín og afrehsli frá sér. Fyrir augað verður þetta og miklu fallegra, og setur alt annan svip á nýbýlalandið, heldur en ef byggingar væri þar allar í einum graut. Þeir, sem yilja reisa þarna nýbýli, eiga kost á að fá 1—3 hektara lands. Eg veit nú ekki hvernig þessu landi verður út- hlutað, en fallegast mundi að hver landspilda gæti takmarkast af framræsluskurðum þeim, sem gerðir hafa(verið í mýrinni. Ef það er gert, fylgir því og sá kostur, að ekki þarf girðingar milli spildahna. Með því móti losna þá nýbyggjar við þá kvöð að girða alt landið gripheldri girðingu, því að framræsluskurð- irnir yrðu þá um leið vörslu- skurðir. Þannig mætti spara mikið fé og yrði landið einnig svipfallegra með þessu móti, því að ekki er prýði að girðingum. Ætti að vera nóg, að hafa góða girðingu umhverfis alt nýbýla- landið, eigi aðeins griphelda, heldur einnig sauðhelda, því að sauðfé gerir oft mikinn usla í kálgörðum manna seinni hluta sumars og á haustin, en búast má við, að þarna verði garð- rækt einmitt mikið stunduð. Verði þetta, sem hér er bent á, athugað í tíma, má spara mikinn kostnað og alt þó fara betur heldur en ef handahóf er látið ráða. / Amundisen. Það er sagt, að áður en Amundsen lagði á stað í pól- flugið frá Danaey, hafi hann látið svo um mælt, að för þeirra félaga væri eigi aðeins til þess gerð að komast á heimskautið og fljúga svo beina leið til baka aftur. Bað hann félaga sina að æðrast ekki, þótt afturkoma þeirra drægist nokkuð. Og Mr. Lincoln Ellsworth, ameríkski auðmaðurinn, sem var með í förinni, simaði til systur sinnar, sem á heima í Bandaríkjunum, rétt áður en þeir lögðu á stað: »Pið skuluð ekki undrast um okkur fyr en haustið 1926«. — Vegna þessara ummæla búast menn við þvi, að Amundsen muni hafa haft einhverjar fyrir- ætlanir, er hann gerði ekki öðrunv kunnar. Búast menn helzt við þvf, að þá er hann hafði náð heimskautinu og gert þar þær athuganir, er þurfti, hafi hann tekið stefnuna yfir hið svonefnda »Beufort«-svæði, eða Harrisland, sem er á milli pólsins og Alaska. Eru þar miljón fermilur, er enginn mað- ur þekkir og enginn hefir aug- um litið. Vita menn ekki hvort þar er land eða sjór. Menn munu minnast þess, að Amundsen fekk leyfi Noregskon- ungs til þess að helga Noregi þau lönd, er hann kynni að finna. En jafnframt komu þá mótmæli ~ frá Bandaríkjunum gegn þessu. Var því haldið fram, að Bandarikin ætti pólinn og póllöndin, ef þau eru nokkur, vegna þess að Peary hefði fyrst- ur manna fundið pólinn. Petta virðist nú í sjálfu sér ómerki- legt, en er þó ekki svo i raun og veru, því að ef lönd eru þarna, búast margir við þvi, að þar muni vera auðugar kola- námur og jafnvel oliulindir. — Peir félagar höfðu matvæli til 6 vikna, eins og áður er getið. Frá pólnum eru 500 milur enskar til Cape Columbia á Grantslandi, og er skemst þang- að, ef þeir hafa mist flugvél- arnar, og verða að ferðast gangandi. Sumir halda því fram, að þeir muni heldur fara til Point Barrow í Alaska, en þang- að er að minsta kosti þrisvar sinnum lengri leið. ádúmar Kronström. Danski stjörnufræðingurinn dr. J. I. Kronström birti spádóma um þá viðburði, sem mundu gerast á árinu sem leið, og reyndust þeir furðu réttir. Hann hefir einnig birt spádóma um það, sem gerist á þessu ári, og er þegar margt af þvi komið fram. Annars má segja, að spár hans sé yfirleitt hrakspár. Aðal- efni þeirra er þetta: Pað er útlit fyrir úlfúð og æsingar meðal þjóðanna og að háværar kröfur verði gerðar um það, að koma á pólitiskum og þjóðhagslegum umbótum. Lýð- veldismenn munu láta mikið að sér kveða. Merkilegar framfarir verða á sviði visinda og lista. Það má búast við stórmerkum uppgötv- uuuin i efnafræði, stjörnufræði

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.