Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 18.06.1925, Blaðsíða 1
Fimiudag Jí* /. árgangur. i8. m í/j/TA/l//?^ 1,3 1925. Aftr ft#|f VfÍvW tðlublað. HEIMILISIÐNAÐUR er, sem betur íer, aftur að færast í vöxt hér á landi og verða margbreyttari en áður var. Þetta er mikið því að þalcka, að farið er að kenna handavinnu í skól- unum, en þó munu heimilisiðn- aðarfélögin og Thorvaldsensfé- lagið eiga drýgstan þátt í því að vekja áhuga manna fyrir þessu. Mönnum er það þó eflaust ekki fyllilega ljóst ennþá, hve mikla þýðingu heimilisiðnaður getur haft fyrir þjóðina. Það er eigi aðeins, að hægt sé að fram- leiða allskonar varning til notk- unar á heimilunum sjálfum og spara þannig kaup á erlendum varningi, heldur getur þetta bein- I línis orðið atvinnuvegur fyrir þjóðina, — svo mikill atvinnu- vegur, að enginn maður þyrfti nokkru sinni að vera atvinnu- laus. Vér kaupum árlega gríðar- mikið af erlendum iðnvarningi, sem hæglega mætti framleiða hér í landinu sjálfu á heimil- unum. Menn gæti notað sér frí- stundir sínar til þess að auka tekjur sínar, og heilar fjölskyld- ur gæti blátt áfram lifað á handavinnu sinni, því að það er einn kostur hennar, að börn og unglingar geta oft afkastað nær jafnmiklu og fullorðnir. — Retta mál — heimilisiðnaðar- málið — er eitt af mestu þjóð- þrifamálum vorum, og eiga þeir, sem bera það fyrir brjósti og berjast fyrir þvf, skilið þjóðar- þökk. — Það er álit flestra, að sýning- ar sé mjög vel fallnar til þess að glæða áhuga manna, og eng- inn efi er á því, að þær sýn- ingar, sem hér hafa verið haldn- ar á handavinnu í skólum, hafa aukið áhuga manna fyrir heim- ilisiðnaði. 1 þessu sambandi get eg ekki látið hjá líða að minn- ast á iðnsýningu þá, er U. M. F. Afturelding í Mosfellssveit hefír nú komið á fót að Brúar- landi. Er það svo virðingarverð framtakssemi, að rétt er, að því sé á loft haldið, og er vonandi að Ungmennafélög úti um land taki sér þetta félag til fyrir- myndar i þessu efni og komi á fót slíkum sýningum, hvert í sinni sveit. Er hér fundin ágæt leið til þess að efla heimilisiðn- að á sveitabæjum, því að eng- inn efi er á því, að metnaður og kapp verður milli bæjanna þegar fram í sækir, um það að senda sem mest á slíkar sýn- ingar, vanda sem bezt það, sem þau láta frá sér fara, og gera iðnað sinn fjölskrúðugri. Svo vel þykist ég þekkja aldarand- ann í sveitunum, að þetta muni verða árangurinn af slíkum sýningum. Enginn ætlast til þess, að sýningarnar verði stór- ar eða fjölbreyttar fyrst, en þetta lagast þegar fram í sækir. Líka gæti tvær eða fleiri sveitir sleg- ið sér saman um sýningu, þar sem bezt eru húsakynni, en hver sveit gæti haft sína sér- stöku deild. Væri þá og þar með unnið það, að eigi yrði aðeins metnaður milll heimila, heldur og milli sveita. Vil ég því skjóta þessu máli til Sambandsstjórnar Ungmenna- félaganna, að hún komi því f verk, aö félög út um land hafí árlega slíkar sýningar. t*að er eitt hið þarfasta verk, sem fé- lagsskapurinn gæti beitt sér fyrir, og alveg í samræmi við stefnuskrá hans. „Lyra“. Bergenska eimskipafélagið bauð í gær blaðamðnnum, ýmsum kaup- mönnum o. fl. að skoöa hið nýja skip Lyra. Voru par á að gizka 50—60 gestir og bar þeim öllum saman um pað að Lyra mundi eitt hið bezta farpegaskip, sem nú sigldi til íslands. Eftir að menn höfðu skoðað skipið að vild, voru veiting- ar í hinum skemtilega borðsal skips- ins. Bauð Bay ræðismaður Norð- manna gesti velkomna fyrir hönd skipstjóra og talaði siðan nokkuð um samvinnu Norðmanna og ís- lendinga og lauk máli sinu með pví að óska kaupmannastétt landsins allra heilla. Ræður héldu þeir einn- ig Garðar Gislason, af hálfu kaup- manna og Sveinn Björnsson af hálfu Eimskipafélagsins. Lyra er dálítið stærri en Gull- foss, eðal465smál. Var skipið smíð- að 1912 og haft í siglingum til rúss- neskra hafna við Eystrasalt. Pað var kyrsett i Rússlandi í stríðinu, en hefir nú hin síðari ár verið í siglingum frá Stettin og purfti pví ekki að breyta pvi í neinu, er Berg- enska tók við pví, enda væri pað ekki komið hingaö ef svo hefði ver- íð, því að pað kom ekki til Bergen fyr en fyrra sunnudag. — Skipstjóri er pessa ferð Juel, sem áður var skipstjóri á Diana, en hann sleppir skipinu er úi kemur og tekur við Norðurlandsskipinu »Nova«. Skip- stjóri á Lyra veröur Marten Hans- en, setn áður var stýrimaður á »Flora«. — íslendingum má pykja vænt um, að Bergenska skuli senda hingað jafn góð skip eins og Lyra og »Nova«. Hafa íslendingar haft stórmikið gagn af siglingum »B. D. S.« hingað til lands — hvað sem samkepninni við Eimskipafélagið liður — og er pað til fyrirmyndar, hvað ferðir skipanna eru reglubundnar. En mik- ið af vinsældum sínum hér á landi á félagið pví að þakka, að pví tókst að fá pann umboðsmann hér á landi, sem vinnur fyrir pað með lííi og sál. Líkfundurí Hafnarbergi. Lík þýzkra skipbrotsmanna? Höfnum, í morgun. Fyrir nokkrum dögum voru menn að sækja egg i Hafnar- bjarg. Kom sigmaðurinn þá á einhverjum stað að hellismunna og sá inni i hellinum lík af manni í oliustakk, tætlur af botnvörpu og eitthvað fleira af likum eða líkamspörtum. Gat hann ekkert rannsakað þetta,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.