Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 18.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ því að hellismunninn er þröngur og dimt þegar inn í hellirinn kemur, og svo lagði þaðan út svo mikinn ódaun að varla var nærri komandi. Var ráðgert að fara þangað aftur til frekari rannsóknar, en menn munu ekki hafa fengist til þess enn, því að þeim hrýs hugur við að fara inn í þessa gröf. Eins og menn muna, fórst þýzkur botnvörpungur Bayern frá Nordenham, undir Hafnar- bergi aðfaranótt 27. jan. í vetur. Hefir eigi rekið nema eitt lík af skipshöfninni, lík skipstjóra. Ætla menn nú, að lík þau, sem þarna eru í hellinum og menn vita eigi hve mörg kunna að vera, sé af skipverjum af þessu skipi, enda þótt hellirinn sé tals- vert norðar en þar sem skipið fórst. jViðskiftaólagið1. Dömur Hæstaréttar. 1 Hæstarétti var kveðinn upp dómur í gær í máli S. í. S. gegn Birni Kristjánssyni. Féll hann á þá leið, að 9 ummæli af 75, er krafist var ómerkingar á, voru dæmd dauð og ómerk, B. Kr. dæmdur til að greiða 100 kr. sekt í ríkissjóð, eða sæta 10 daga fangelsi ellá, og greiði málskostnað fyrir Hæsta- rétti kr. 200,00. Málskostnaður í héráöi fellur niður. Staðlausir staflr. þessi ummæli voru dæmd dauð og ómerk: 1. »Og vel má búast við, að þeir menn setji öll járn í eldinn til þess að halda við ástandinú sem er, sem búnir eru að búa svo vel í haginn fyrir sig við kaupfélagsmenskuna, að þeir njóti nú sumir sennilega hæstu launa allra manna í landinu, t. d. við Sambandið«. 2. »En um þetta hafa nútíðar- forkólfarnir ekki hugsað, þeir virðast hugsa aðeins um það, að troða sér sjálfum fram með olnbogaskotum og steyttum hnef- um. Dæmin eru líka deginum ljósari«. 3. »Þessi reikningsaðferð, sem Landsverslunin hefir notað, þarf ekki að vera gérð í sviksam- legum tilgangi, og fráleitt er að svo sé hér, en hún getur þó fætt af sér sviksemi annara. Aðrir geta auðveldl. bygt upp- gerð sína á reikningi Lands- verslunarinnar, og þannig falið skuldaupphæðir í bili, er reikn- ingurinn er gerður upp, og flutt þær yfir á næsta ár. Sjóðþurð má t. d. auðveldlega fela á þennan hátt. Og það má gera það í stærri og minni stíl. Pað má fjölga viðskiftamönnum, sem eru svo góðsamir að kvitta skuld 31. des., þótt hún sé ekki greidd fyr en árið eftir. Og eftir þessu og öðru af líku tagi verð- ur að lita, ekki einungis hjá Sambandinu, heldur og hjá kaupfélögum, sem versla beint við Landsverslunina, eða aðra, sem haga kunna reikningsfærsl- unni á líkan hátt«. 4. wtryggum huliðshjálmi virð- ist varpað yfir viðskifti þess«. 5. »Stefnir ekki starfsemi Sambandsins oklcar einmitt í þveröfuga átt, að gera menn öfrjálsa og háða«. 6. »Því hvernig innheimtu skuldanna er miskunarlaust beitt, eftir að búið er að leiða menn út í skuldaógæfuna«. 7 »f*ví að það hefir ekki að- eins steypt kaupfélögunum í skuldafjötra og hættu«. 8.—9. Orðið »felur« á bls. 30, og orðin »í pukri« á bls. 37 í sama riti. Borgin. Sjávnrföll. Síðdegisháflæður kl. 3,45. Árdegisháflæður kl. 4,5 -í nótt. 9. Yika. sumars hefst. Næturlæknir í nótt er Daníel Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Nætnrrörðnr i Reykjavíkur Apó- teki. Tíðnrfar. 8—15 stiga hiti var í morgun, kaldast í Vestmanneyjum, ÍÖagBlað. / Arni Óla. Ritstjórn: j G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa J Simi 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Rakarastoía Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. heitast á Akureyri. Á Hólsfjöllum var 14 st. hiti. Mjög breytileg átt, en suðlæg víðast á Norðurlandi. í Kaupmannahöfn 10 st. í Leirvík 8 Tynemouth 12, Utsire 8. — Loft- vægislægð er enn fyrir norðan land. Er búist við norðvestan átt hér syðra, en breytilegri vindstöðu nyrðra og eystra. Knattspyrnukappleikurinn í gær fór svo, að K. R. sigraði með 4 : 0. Var það flestra manna mál, að tæp- lega hefði sézt hér lélegri kappleik- ur. Pó vantaði pað ekki að leikend- ur hlypu hver á annan og settu jafnvel fót hver fyrir annan, enda mátti sjá marga ljóta byltuna og flestir munu hafa verið meira eða minna meiddir. Aldrei sást fallegt upphlaup, en hik og póf oft þegar nær marki dró. Jónsniessuhátíðin í Hafnarflrði var hin skemtilegásta og sótti hana margt fólk héðan úr Reykjavík, eins og vant er. Karlnkór K. F. U. M. söng nokk- ur lög i gærkvöldi á tröppum barna- skólans. Voru pús. manna saman- safnaðar par til að hlýða á og var ger ágætur rómur aö söngnum, eins og lika mátti. Spitnlinn á Ísnílrði var vigður í gær. Iíostar hann uppkominn með öllum útbúnaði um 280 pús. krónur. í kvöld kl. 8l/2 keppa knattspyrnu- félögin »Fram« og »Víkingur« á ípróttavellinum. Itiann kom hingað í morgun. Með henni kom Magnús Guðmundsson atvinnumálaráðherra. Lyrn fer héðan kl. 6 í kvöld til útlanda. Kemur við í Vestm.eyjnm. Gylfi kom at veiðum í gær með 107 tn. lifrar. í nólt komu Apríl með 88 tn. og Hilmir með 88.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.