Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.06.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 18.06.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 M. 3. SVANUR, Áætlunarferð laugardaginn 20. júní. Viðkomustaðir: Skógarnes. — Búðir. — Arnar- stapi. — Sandur. — Ólafsvík. — Grundarfjörður. — Stykkis- hólmur. — Gunnarsstaðir. — Gunnlaugsvík. — Búðardalur. — Staðarfell. — Salthólmavík. — Króksfjarðarnes og Flatey. . Tekið á móti vörum til há- degis á laugardag. Afgreiðsla Lækjartorg 2. Sími 744. G. Kr. Guðmundsson. tovBhsa L‘.D4- endur ókeypis til mán- aðamóta. Athugið það! Egta Guliúr kosta minst kr. 200, én hjá okkur fáið þið extra fínt gull-plettúr eins og myndin sýnir fyrir kr. 14,75 tJrin eru búin til i Sviss og úr sviss- nesku efni, með tveim lokum að aft- an og einu að framan, með hvítri talnaskífu og vart pekkjanleg frá egta gullúri, en eru þó mörgum sinnum ódýrari. Áður en úrin eru send, fer fram vandleg skoðun. Sterkar »Panser« úrfestar kr. 1,75, sendar um alt ísland, gegn eftir- kröfu að viðbættu burðargjaldi. Sendið pöntun yðar í dag, þar sem tala úranna, sem við höfum, er mjög takmörkuð. — Priggja ára ábyrgð. — Andvirði pöntunarinnar sé sent að viðbættri kr. 0,90 í burðargjald. Með pöntuninni fylgir sterk og gylt karlmansúrfesti. Upphæðina má senda í bréíi eða póstávísun. Bestillingsseddel til lorsk Industrlmag'asiii A/§ Box 615 Oslo Norge. Send mig omg.________stk. averterte guld plaqueur kr. 14,75-þporto Send samtidig_______panserkjede kr. 1,75. Vedlagt fölger kr.____ og uret skal da sendes portofrit og 1 forgyldt kjede medfölge gratis. f Navn---------------------------------------------------------- Adresse ______________________________________________________ (Skriv Tydelig). [T"f MinllliUlt Oufnþvottalnis. — Vestnrgötn 20. — Sími 1401. II I SVS Im I II V I I Afgreiðslan er opin alla virka daga frá kl. 8 f. h. 111« IVJ. J&J.111Í l lll til 6 e. h., nema laugardaga til kl. 10 e. h. Pvottur, sem á að vera tilb. á laugardögum, komí í síðasta lagi miðv.d.kvöld. Sonnr járnbrantakéngsins. — Svo? Sáuð þér mig ekki? spurði dísin undrandi. — Nei, ég sá yður auðvitað ekki, en ég vissi að þér munduð vera hér einhvers staðar. Hvernig fóruð þér að því að skjótast upp í tréð? — Ég kleif upp hingað. — Hvers vegna földuð þér yður ekki heldur hérna undir lækjarbununni? — Mér datt ekki í hug að fela mig. Ég ætlaði aðeins að ná í »orkideuna« mína. Nú kom nett og hvít hönd fram úr laufinu og benti á eitt af hinum stóru villiblómum, sem vaggaðist á örmjóum legg. — Ég klauf upp eftir vínviðnum. Hann er alveg eins og bezti stígi. — Þér eruð þá ekki drotningin! Hún leit stórum augum á hann. — Drotningár lesa ekki blóm, mælti hann. Þær fela sig meðal þeirra. — Drotningar? — Sumar eiga heima í trjám, aðrar í vötn- um og lækjum. Hvar eigið þér heima? — Á hvorugum staðnum. Ég á heima hjá pabba, mælti hún og bandaði með höfðinu í áttina til sumarbústaðanna. Ætlið þér aö fara yfir lækinn? — Já, ef þér hafið ekki neitt á móti því. — Bíðið þér þá stundarkorn. Hún hvarf samstundis. Kirk heyrði skrjáfa í laufinu og fléttijurtunum og alt í einu stóö mærin ljóslifandi þar á lækjarbakkanum. — Ég var hræddur um að þér munduð hverfa fyrir fult að alt, mælti Kirk alvarlega. Hann tók byssu sína og gekk niður að stíflunni. — Þér verðið að fara varlega, annars farið þér á höfuðið, kallaði hún og skellihló að til- hugsun um það að hann kynni að detta í læk- inn. Hann tók að staulast eftir stíflunni. Tréð var hált af slími og vatnið tók honum í ökla. — Viljið þér lofa mér því að hverfa ekki, þótt ég horfi snöggvast niður fyrir fætur mér? spurði hann. — Já, því lofa ég. Þrátt fyrir þetta þorði hann þó tæplega af henni að líta og er hann að lokum komst yfir, langaði hann mest til þess að þrífa í hana og halda henni fastri, svo að hún gæti ekki horfið út í buskann. — Jæja? mælti hún og hrökk hann þá viö og fann það með sjálfum sér að hann hafði staðið lengi steinþegjandi og glápt á hana. — Fyrirgefið þér! Ég hélt satt að segja að þér væruð skógardís. Og ég er enn eigi viss um nema svo sé — hér er disahöll, eins og þér sjáið. Þetta — þetta var ekki nema eölilegur misskilningur.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.