Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 19.06.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 19. júní 1925. I. árgangur. 114. tölublað. ÍANDSPÍTALAMÁLIÐ er nú svo langt á veg komið, að ^ ráðgert er að byrja á því á þessu ári að reisa spítalann. Öllum ber saman um, að þetta sé hið mesta þjóðnauðsynjamál, og er það að þakka starfi og áhuga ötulla manna, að það er nú komið svo langt áleiðis. En þegar saga spítalamálsins er rifjuð upp, getur engum bland- ast hugur um, að það er kven- þjóðin, sem á aðalhróðurinn fyrir það að komið er svona langt áleiðis. Konurnar hafa verið óþreytandi í því að halda málinu vakandi, og þær hafa verið duglegar að safna fé til spítalans. Landspítalasjóðsdagurinn er í dag, og verður hátiðlegur hald- inn um land alt, eins og að undanförnu. Má telja víst, að atvinnurekendur hér í bæ telji sér skylt að stuðla að því, að árangur dagsins verði sem mest- ur, og gefi þvi verkafólki sínu frí siðari hluta dags. Eftir því sem liátíðahöldin verða fjöl- mennari, því meiri ágóða má vænta af skemtununum. — — Pað helir verið ánægjulegt á undanförnum árum, að sjá hve mikið fé hefir safnast hér í Reykjavík þennan dag. Menn koma saman, kaupa sér skemt- un og góðgæti og gera sér yfir- leitt glaðan dag. En öllu því fé, sem þeir láta af mörkum til þessa, verður varið til þess að bæta heilbrigðismálin í landinu í framtiðinni. Og hver veit nema þeir aurar, sem hann leggur af mörkum í dag, verði á síðan honum sjálfum til góös, eða afkomendum hans, — að þeir eða hann njóti þess, þá er Landspitalinn er kominn upp. Menn eru því í rauninni að leggja á sparisjóð, um leið og þeir styðja fjársöfnunina þenna dag, og að minsta kosti hafa þeir þá ánægju — auk skemtananna — að hafa lagt fram skerf til þess að sjúkling- um geti liðið betur en ella, og mörgu lífi verði bjargað. — Hátíðahöldin i dag hefjast á Austurvelli, en aðalskemtistað- urinn verður þó Arnarhóll. Vil ég skjóta því til allra þeirra, er teljast vilja góðir borgarar þessa bæjar, að sýna það, að þeim sé ant um þrifnað, með því að fleygja ekki bréfum eða alls- konar rusli á víð og dreif um túnið. Slíkt er skrælingjalegt og eigi samboðið borgurum í höf- uðstað íslands. Og því aðeins er þess að vænta að Arnarhóll geti orðið athvarfsstaður bæjar- búa, að þeir kunni svo að sjá sóma sinn og bæjarins, að þeir geri hann eigi að sorpgeymslu. Noregsfararnir, Glímumennirnir. Ferð glímumannanna um Noreg hefir verið óslitin sigurför og hátíð til þessa. Hefir áður verið sagt frá hinum ágætu við- tökum í Björgvin, þar sem þeir voru bornir á höndum og sýn- ing þeirra fekk lofsamleg um- mæli í öllurn blöðum. Meðan þeir dvöldu þar gistu 2 þeirra hjá Hognestad biskupi, 3 hjá Þorleifi Hannaas prófessor, 2 hjá Eirfki Hirth kennara o. s. frv. Frá Björgvin fóru þeir víðs- vegar um Hörðaland, og var mikil aðsókn að glímusýningum þeirra og alstaðar vel tekið. Um hvítasunnu glímdu þeir á fjöl- mennu ungmennamóti í Harð- angri. Var rigning nokkur, en þeir glímdu þar undir tjald- himni, svo að eigi kom að sök. t Haugasundi var aðsókn feiknmikil og glímdu þeir þar úti á íþróttavelli. Það er jafnvel talið, að annað eins fjölmenni muni þar aldrei hafa saman komið á íþróttavellinum. Þaðan var haldið áleiðis til Óslóar um Björgvin. Sýningu héldu þeir á Vörs (Voss) fyrir húsfylli, og komu til Óslóar um kvöldið þ. 6. júní. Var þar tekið á móti þeim á stöðinni og stóð kvöldverður og gisting tilbúið á »Hotel Bondeheimen«, sem ungm.fél. í Ósló á mikinn hluta í; er það stórt gistihús og ágætt, við eina aðalgötu borgarinnar. Sunnudaginn 7. júní var sól- skin og veður fagurt. Hafði uug- mannafélagið efnt til veglegs iþróttamóts á Bislet-iþróttavelli. Var skemtiskráin fjölbreytt mjög þareð íþróttafélag ungmennafé- lagsins á mörgum landskunnum íþróttamönnum á að skipa. Á undan glímusýningunni var haldin ræða fyrir glimumönn- unum og leikið »Eldgamla ísa- fold«. í skrúðgöngunni inn á völlinn gengu glímumenn fremst- ir undir fána sínum, og stjórn- aði lautinant Helset skrúðgöng- unni. Áhorfendur skiftu þúsundum, og vóru þó kappleikar og aðrar útiskemtanir viðsvegar, þar eð 7. júní er haldinn hátíðlegur í Noregi. M. a. var þ. dag knatt- spyrnukappleikur milli Finn- lendinga og Norðmanna o. m. fl. Voru áhorfendur hrifnir mjög af glimunni og dáðust mjög að snarleik og fimi glímumanna. Varð sýning þessi glæsilegur sig- ur fyrir ísl. glímu. Um kvöldið var glímumönn- unum haldið samsæti í hátíða- sal háskólans, veglegasta salnum í Ósló. Var það ungmennafélagið sem gekst fyrir samsætinu. Voru þar haldnar ræður og m. a. hélt Rolf Tommessen ritstjóri »Tidens Tegn« og formaður »Norræna félagsins« í Ósló, snjalla ræðu fyrir íslendingum og sérstakl. glímumönnum. Var þar söngur og gleðskapur langt fram eftir kvöldi. Fengu glimu- menn að lokum sitt silfurstaupið hver til minja um 7. júní. Daginn eftir hélt »Norræna-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.