Dagblað

Tölublað

Dagblað - 20.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 20.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ Róstur i Kína. Laust fyrir mánaðamótin síð- ustu hófust óspektir og upp- hlaup víðsvegar í Kina, og er ástæðan til þeirra yfirgangur út- lendinga og ill meðferð á kín- verskum verkalýð, sem er' í þjónustu þeirra. Alvarlegastar munu óspektirnar hafa orðið í borgunum Shanghai og Kanton. í Shanghai ráða útlendingar lögum*og lofum, eins og kunn- ungt er, og hafa sína eigin lög- reglu þar. Og þegar lögregla þessi fór að taka Kínverja fasta fyrir óspektir, magnaðist óánægj- an i landinu og borginni. 1500 stúdentar og verkamenn áttu fund með sér, og var þar skor- að á verkamenn að hefja alls- herjaryerkfall. Ennfremur var samþykt, að neita erlendri mynt sem gjaldmiðli, og skorað á Kínverja að skifta ekki við er- lenda banka. Þar var kraíist, að lögreglustjórn í borginni væri í höndum Kínverja sjálfra, að hin útlendu herskip yrði þegar í stað á brott úr Huang-Pu-ánni, að þeir Kínverjar, sem teknir höfðu verið, væri lausir látnir, en maRleg hegning látin koma yfir þá útlendinga, er drepið höfðu kínverska borgara, að þeir, sem hefði beðið eitthvert tjón við rósturnar, fengi skaða- bætur og að borgarskattar yrði upphafnir. — Siðan gengu stúdentar fylktu liði út á götu og ætluðu að ganga um borgina, en lögregla útlendinga sat fyrir þeim og hóf skothríð á þá. Æstust stú- dentar þá, rifu upp grjótið úr götunni og vörðust með því. Særðust þá margir lögreglu- þjónar af grjóthríðinni. En lög- reglan hélt áfram að skjóta, þangað til fylking hinna vopn- lausu stúdenta tvistraðist.------- Gerðust nú útlendingar all- áhyggjufullir um sinn hag, og voru amerikskir sjalfboðaliðar fengnir til þess að halda vörð um hús hvítra manna. 50 sjó- liðar voru sendir í land frá ítölsku herskipi, sem þar var, og 2000 sjóliðar frá ameríksk- um herskipum. Utanríkisráðuneyti Kínverja mótmælti þegar aðförum útlend- inga, krafðist þess að handtekn- ir menn væri lausir látnir, mann- gjöld væri greidd fyrir alla drepna og særða, og að þeim, er valdir væri að manndrápum, væri hegnt. — Daginn eflir sam- þykti stjórnin í Peking þetta og samdi ávarp til sendiherraráðs útlendinga í Shanghai og sendi tvo fulltrúa þangað til þess að kynna sér alt málið. — Verk- fall var hafið í Shanghai og breiddist óðum út, og hefir orð- ið enn víðtækara siðan seinustu erlend blöð bárust hingað. Er engu líkara en að alt muni . komast í bál og brand í kín- verska ríkinu út af þessu, áður en lýkur. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæóur kl. 4,58. Árdegisháflæður kl. 5,15 í fyrramálið. Nætnrlæknir Ólafur Jónsson, Von- arstræti 12, sími 959. Nætnrvörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Nættnrlæknir næstn nött Gunn- laugur Einarsson, Stýrimannastíg 7. Sími 1693. NætnrvÖrðor er aðra nótt í Lauga- vegs Apóteki. Messnr á morgnn. Dómkirkjan kl. 11 síra Fr. Hallgrimsson. Kl. 5 síðd. sira Bjarni Jónsson. Frikirkjan. kl. 11 árd. sira Árni Sigurðsson. Landakotskirkja kl. 9 árd. há- messa. Kl. 6 siðd. guðspjónusta með prédikun. Fríkirkjan í Hafnarfirði kl. 2 síðd. sira Óiafur Ólafsson. Tíðnrfar. Hægviðri um land alt í morgun og úðaregn í Reykjavík og eins í Stykkishólmi og Grindavik. Annarstaðar létt loft. Mestur hiti var á Seyðisfirði 17 stig, en minst- ur 9 stig, í Reykjavik, Grindavik og Vestmannaeyjum, í Angmagsalik var einnig 9 stiga hiti, en aðeins 2 á Jan Mayen. í Kaupmannahöfn var 10 stiga hiti. — Spáð er suðlægri átt með úrkomu á Suðvesturlandi. Landsspitaladagnrinn í gær fór vel fram og var hinn hátiðlegasti. Var margt til skemtunar eins og aug- lýst var í Dagblaðinu í gær. Óvenju- lega mikill mannfjöldi tók þátt i I Arni Óla. Ritstjórn: { G< Kr> Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaöverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Bakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. 1. fl. BIFREIÐ til leigu. Sími 341. hátíðahöldunum að pessu sinni enda voru skemtanirnar fjölbreyttar og veðrið hið ákjósanlegasta. Es. ísland kom hingað í gærkvöld. Meðal farpega voru: Sch. Thorsteins- son iyfsali og frú, Bjarni Þorsteins- son vélfræðingur og frú, Óskar Halldórsson útgerðarmaður og frú, Árni Riis kaup., í Stykkishólmi með konu og börn, Magnús Kristjáns- son landsverslunarforstjóri, Emil Nilsen framkvæmdarstjóri. A Oben- haupt kaupm. Gunnar Bjarnason stud. polyt., margir útlendir ferða- menn, par á meðal biskupinn af Aberdeen. Gasstöðin. Á bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld var samþykt að taka til- boði frá Proppé-bræðrum um kaup á kolafarmi til Gasstöðvarinnar. 9 tilboð höfðu komið fram og var petta lægsta tilboðið, 27,11 sh. tonnið komið hingað á höfn. Þorlelfnr Eyjólfsson húsagerðar- meistari hefir fengið leyfi til að nota svokallaðan »vinkilstein« til húsagerðar hér i bænum, með þvi skilyrði, að hann sé ekki lakar gerður en sem svarar blöndun: 1 sement, 2'/a sandur, 3V» möl, sem er ekki stærri en pað, að hún gangi í gegnum 2 cm. sigti. í kvöld kl. 7,30 heldur Barði Guð- mundsson fyrirlestur í Nýja Bio af hálfu Stúdentafræðslunnar um »Rík- isgjaldprotið og uppgjöf landsrétt- indanna« Snertir petta þjóðhag- fræði pjóðveldistímans og viðskiita- líf. Er það nýtt efni, sem Barði hefir lagt stund á upp á siðkastið, og mun mörgum leika forvitni á að heyra um pað. Húsasmiðir hafa þessir menn ver- ið viðurkendir: Ólafur Auðunsson, Freyjugötu 25, Guðm. Hallsson, Laugaveg 58, Loltur Sigurðsson,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.