Dagblað

Issue

Dagblað - 22.06.1925, Page 1

Dagblað - 22.06.1925, Page 1
Mánudag 22. júní 1925. I. árgangur. 116. tölublað. SEYTJÁNDI júní síðastl. sann- færði menn um, að sá dag- ur hefir ekki náð þeirri festu sem ákveðinn þjóðhátíðardagur, eins og sumir menn hafa ætlast til, og reynt að gera töluvert til að svo mætti verða. Má fullyrða að vel sé, að svo er ekki orðið, því nógu lengi eru menn búnir að tönnlast á nafni Jóns Sig- urðssonar hvern 17. júní, og misbjóða með því virðingunni fyrir minningu hans, þótt ekki hafi það verið tilgangurinn hjá þeim, sem þessu hafa valdið. Sjálfsagt var að halda sem há- tíðlegastan 100 ára fæðingardag forsetans, og tókst það vonum framar. 17. júní 1911 átti auð- vitað að vera hátiðlegasti dagur ársins, en svo átti ekki að draga úr áhrifum minningarhelginnar með því að gera tilraun til end- urtekningar ár eftir ár. Hefir minningu J. Sig. verið gerður mesti bjarnargreiði með því þrá- stagli. 17. júní á ekki að halda hátíðlegan í minningu um fæð- ingu J. Sig. fyr en árið 2011, en þá á hann auðvitað að vera mjög hátiðlegur haldinn, og um margt betur en var 1911. Pað mátti vera vitanlegt í upphafi, að ómöghlegt mundi reynast til frambúðar að hafa 17. júni reglulegan þjóðhátíðar- dag. Fæðingardagur einstaks manns, hversu mikill og góður sem hann er, getur aldrei náð þeirri festu og virðingu í hug- nm fólksins, sem nauðsynlegt er, svo um verulegan þjóðhátíð- ardag sé að ræða. Einn kemur öðrnm meiri, og þótt Jón Sigurðsson hafi verið mikilmenni og unnið mjög þarft og virðingarvert starf fyrir þjóð sína, þá getur komið annar honum meiri, og væri því órétt- læti gagnvart báðum, að halda sem þjóðhátíðardag fæðingardag þess, er styttra hefði náð. Pjóðhátiðardagar eiga að vera annars eðlis og af öðrum upp- runa. Sú minning, sem bak við þá vakir, á að hafa þau ítök í huga alþjóðar, að hún geti ekki fyrnst né úrelzt á fáum árum 19. júní getur aldrei orðið þjóðhátíðardagur fremur en sá seytjándi. Hann verður sennilega áfram fjársöfnunardagur kvenna og munu þær hafa nóg áhuga- mál að berjast fyrir þótt lands- spítalinn komist upp. Einnig má vænta þess, að þær sleppi ekki hendinni af spitalanum, eftir að hann er kominn upp og tekinn til starfa, því segja má að óþrot- legt verkefni sé fyrir hendi um að hlúa að spítalanum og efla hann á allan hátt. 2 ágúst er nú svo að segja kominn úr sögunni sem almenn- ur þjóðhátíðardagur. Hann er nú aðeins fridagur verslunar- manna og er vel til þess fallinn. Ætti hann að vera það fram- vegis, en ekki meira. Hinn almenni þjóðhátíðardag- ur ætti að verða gamli þing- setningardagurinn eða fimtudag- urinn i 11 viku sumars. Hefir Björn Þórðarson hæzta- réttarritari, fyrstur manna, lagt til að gera þann dag að al- mennum þjóðhátíðardegi, í merkilegri grein er hann ritaði í Eimreiðina 1923. Önnur betri úrlausn er ekki fengin enn um heppilegan þjóðhátíðardag, og þegar á alt er litið má telja þenna dag sjálfkjörinn, og ætti hann sem fyrst að verða að al- mennum og löghelguðum þjóð- hátíðardegi. -m. -n. Víð Rauðavatn. Langt er síðan tilraun var gerð til að koma upp skóg- græðslustöð við Rauðavatn. Landspilda var vandlega girt og sáð þar töluverðu af nokkrum trjátegundum. Var um eitt skeið unnið þar að ýmsum gróðurtil- raunum, en annaðhvort hafa þær ekki borið æskilegan árang- ur eða úthaldið hefir ekki verið eins og skyldi. Nú er «Gróðrarstöðin« við Rauðavatn ekki orðin nema svipur hjá fyrri sjón, og er þar illa farin margra ára vinna og mikið fé. Þær trjáplöntur sem enn eru við líði eru kirkings- legar og óhirtar, því að engu hefir þar verið hlúð í mörg ár. Nú er girðingin umhverfis land- ið orðin svo jir sér gengin að sauðfé og stórgripir fara þar hindrunarlaust inn, og má geta nærri hvernig sá ágangur muni fara með ungan og þroskalitinn trjágróður. Er það leiðinleg sjón að líta yfir þessa svonefndu gróðrarstöð við Rauðavatn og ber vott um alt of mikinn sóðaskap og út- haldsleysi, að ekkert skuli að henni hlúð. Sú reynsla sem fengin var um skilyrði fyrir trjá- rækt á þessum stað, var ekki svo löng að á henni væri byggj- andi ákvörðun um að hætta þar við allar gróðurtilraunir. Mátti jafnvel fremur gera ráð fyrir viðunandi árangri hefði verið haldið áfram eins og til var stofnað. Eins og gróðrarstöðin er nú orðin, er hún alþjóð til skamm- ar og öllum til leiðinda sem fram hjá fara og vita um þá sögu sem hún á að baki. Án mikils kostnaðar mætti umbæta girðinguna svo hún verði gripheld og hefja svo að nýju gróðurtilraunir eins og gert var þar áður. Alger friðun fyrir öllum ágangi er auðvitað fyrsta skilyrðið, en samt ekki nóg til gróðurauka ef ekki er meira að- gert. Harðgerðar trjátegundir geta áreiðanlega þrifist þarna. Auðvitað þurfa þær aðgæzlu og umönnun ef þeim á að fara eðlilega fram. — Ef falleg og vel hirt gróðr- arstöð væri komin þarna við Rauðavatn, mundi hún veita á-

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.