Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 23.06.1925, Blaðsíða 1
Priðjudag 23. júní 1925. _^ r ífragBlað I. árgangur. 117. tölublað. SAMGÖNGUR vorar, bæði inn- anlan'ds og við umheiminn, eru nú komnar í það horf, að ólikar eru móti því sem var fyrir nokkrum árum. — Þegar litið er til staðhátta og efna- hags, mega þær teljast viðun- andi, þótt þær geti enn ekki fullnægt fylstu kröfum um greið- ar samgöngur milli fjarlægra landshluta. Eins og búast má við, með tilliti til staðhátta, er sjóleiðin miklu fjölfarnari og greiðari en landleiðin, og eru samgöngurnar þar i miklu betra lagi en á landi uppi. Viðskiftin við umheiminn auk- ast árlega, og ferðir landa á milli eru tíðari og reglubundn- ari en innanlands. Samfara greiðum samgöngum við útlönd er þöriin meiri á fijótum Og ábyggilegum ferðum milli ýmsra landshluta. Úr þessu hefir nokk- uð verið bætt á sfðustu árum, en samt ekki svo að fullnægj- andi geti talist. — Hringferðirn- ar umhverfis landið er Esja lát- in annast að mestu leyti, og eru þær góðar, það sem þær ná. Betra skipulag gæti samt verið á hringferðunum en nú er, eink- um að því leyti að skipið færi aðeins á aðalhafnirnar, en þar tæki við minni flóa- og íjarða- bátar, sem færi skyndiferðir til nærliggjandi smáhafna. Með því móti gæti hringferðaskipið farið hverja ferð á miklu styttri tíma og því farið þær fleiri, og það er einmitt sem þarf. Rekstur Esju er mjög tilfinn- anlega dýr, og veldur þar mestu um, að hún ér látin elta upp hverja smáhöfn, sem nokkra llulningaþörl' hefir. Með þvi fyrirkomulagi sem hér er bent til, mundi mjög draga úr kostn- aðinum um leið og samgöng- urnar yrðu miklu greiðari til aðalstaðanna þar sem örar og reglubundnar samgöngur ern nauðsynlegastar. Þessi b'reyting getur ekki kom- ist á, nema nægilega margir fióabátar, viðunandi að öllum útbúnaði, verði til staðar. Þetta atriði þarf að taka til rækilegr- ar athugunar sem allra fyrst og reyna að ráða því til heppilegra lykta. Samfara því að reglu- bundnar hraðferðir yrðu upp teknar með Esju þyrfti annað skip til vöruflutninga umhverfis Iandið og yrði það ekki haft í förum til útlanda. Skip sem á að fara hraðferðir getur ekki fiutt vörur svo nokkru nemi vegna þeirra tafa sem af þvi yrði. Ferðirnar væru eingöngu fyrir fólk og póstflutning og ætti með því að mega fullnægja brýnustu þörfinni Í samgöngum vorum. — Þessar umbætur á strandferð- unum sem hér hefir verið minst á, hafa áður verið til umræðu, en ekki er of oft að því vikið að koma þessu nauðsynjamál i sem bezt horf. Má ekki við það skiljast fyr en fullnægjandi úr- lausn er fengin. -m. -n. Amundsen. Það er ætíð gaman eftir á, að ryfja upp fyrir sér heilabrot sín og hugleiðingar, er verið hefir um stórviðb/urði að ræða. Hér um daginn (12. og 13. þ. in.), meðan allur heimurinn stóð á öndinni út af afdrifum Amundsens og þeirra félaga, skrifaði ég dálitia grein i Dag- blaðið um Pólflugið. Voru þá allflestir orðnir úrkula vonar um, að þeir kæmi aftur flug- leiðis, og töldu margir, að þeir myndi hafa farist. í grein þess- ari skrifaði ég m. a.: — »Geta þó enn verið iullar ástæður og eðlilegar fyrir fjarveru þeirra. Margskonar tafir og örðugleikar geta hafa orðið á vegi þeirra, án þess að nokkuð hafi orðið að hjá þeim félögum —«. Benti ég m. a. á, að ef til vill hefði hvérgi fundist góð lending ná- lœgt skautinu o. s. frv. Að lok- um tók ég fram, að vér vonuð- um þó enn »að það sé aðeins óvœnt atvik, er tafið hafi för þeirra um hríð, og að enn megi búast við þeim pá og þegar heilum á lu'if'm. Þetta rættist bókstaflega, sem betur fór. Ég hefi gaman af að minnast þessa sökum þess, hve fjarstæð- ar sumar hinna óteljandi get- gátna voru um þessar mundir. Norðmenn sjálfir virtust hafa gefið upp alla von um, að þeir félagar kæmi aftur á flugi. En þá virtist bresta sennilegar til- gátur um afdrif þeirra. Seinustu dagana hafði þó stærsta blað Noregs, »Aftenposten«, »fundið púðrið«, og simaði um það út um allan heim. Var það i sjálfu sér nógu gott púður, en aðeins eigi eldfimt. Blaðið bentir á, að þegar flugbátarnir hófu sig til flugs frá Svalbarða, voru þeir svo hlaðnir, að þeir urðu að renna alllangt skeið eftir isnum, áður en þeir lyftu sér. Var þungi þeirra svo mikill, að þeir muldu yfirborð issins á leið sinni. Taldi »Aftenp.« mjög senniiegt, að bátarnir hefði reynzt svo mjög á þessu, að þeir hefði eigi ver- ið færir til heimferðarinnar. Þetta atriði hefði mönnum sést yfir. Hér var lykillinn að gát- nnni, og svo simaði »Aftenp.« ráðniuguna út um heim. Annars var þessi »ráðning« næsta ólikleg. Vélarnar lyftu sér til flugs, og hurfu skjótt norður á leið. Þar virtist ekkert að. Og á heimleiðinni gátu þær létt á sér allmikið, auk þess sem a. m. k. helmingur benzínforð- ans mundi þá vera þrotinn. Enda varð sú raunin á, að ekkert bilaði í vélunum, og all- ir sex félagarnir komu heim aftur t annari þeirra. — — Hvað gerir nú Amundsen? Af því hefir ekkert frézt enn.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.