Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 23.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ Ætla ég mér engu að spá um það að svo stöddu. En ólíklegt þykir mér, að þeir félagar haldi heim á leið nú þegar. Þeir hafa annan flugbát sinn heilan, og á Svalbarða hafa þeir eflaust næga varahluti. Auk þess er hjálparleiðangurinn norski kom- inn til Svalbarða með tvær flug- vélar og allan útbúnað til pól- ferðar. Nú er hásumar, og veðr- átta góð í Norðurhöfum. Er því eigi ósennilegt, að þeir á ný bregði sér eitthvað áleiðis norð- ureftir til að litast um betur, ef föng eru á. Er að líkindum til- gangslaust að fljúga norður yfir Skaut, úr því lending er þar engin. — Annars mun eflaust mega búast við fréttum bráð- lega af fyrirætlunum Amund- sens. En furðulega eru frétta- stofuskeyti blaðanna fáskrúðug um þessi mál, sem og önnur. h. Borgin. SjáYnrföIl. Síðdegisháflæður kl. 6,47. Árdegisháflæður kl. 7,5 i fyrramálið. Næturlæknir i nótt er Daníel Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Næturvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Jafn hiti var um alt Iand í morgun, 11—15 stig, og hæg- viðri alstaðar, en breytileg vindátt. í Færeyjum logn og 14 st., Kaup- mannahöfn 12 st., Utshire 14 st., Tynemouth 10 st., Lervik 9 st., Jan Mayen 8 st., Angmagsalik 10 st. — Loftvægishæð 773 er fyrir sunnan land og er búist við kyrru veðri. Dönskn listsýningrnnni verður lok- ið á morgun. Knattspyrnan. í kvöld keppa fje- lögin »Fram« og »Valur«. — Petta er fyrsta knattspyrnumótið sem ókeypis aðgangur er nð, en þó er aðsókn sízt meiri heldur en áður. Pað mun pó vonandi ekki stafa af þvi, að áhugi Reykvíkinga fyrir þessari íþrótt sé i rénun. Járðarför frú Ingibjargar Sigurð- ardóttur, frá Kálfatjörn, fer fram í dag. Fór margt fólk héðan úr bæn- um til þess að fylgja henni til grafar. Ólafnr Jónsson læknir fór með Suöurlandi í gær, áleiðis vestur í Dalasýslu og mun hann dvelja þar um hríð við laxveiðar. Síra Friðrik Hallgrímsson biður börn þau, sem hann eigi að ferma í haust, að koma til viðtals í dóm- kirkjuna kl. 5 síðd. á morgun. Island fór-héðan í nótt til ísa- fjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar. Um hálft annað hundrað manna fóru með skipinu. Par á meðal' voru: frú Gyða Porvaldsdóttir, síra Gisli Skúlason og frú, Hermann Jónasson fulltrúi og frú, N. Man- scher og frú, stúdentarnir Barði Guömundsson, Einar Bjarnason og Jón Steöensen, Hjalti Jónsson fram- kvæmdarstjóri, Fr. Nathan heildsali, Tage Möller umboðssali, Eirikur Leifsson kaupm., Jón Fannberg kaupm., Jóhann Árnason bankarit- ari, Bjarni P. Jóhnsen lögmaður, Júlíus Björnsson rafmagnsfræðingur, Elías F. Holm umboðssali, Páll Bjarnason lögfr. og Bjórn bróðir hans. Snndskálinn í Örfirisey. í gær- kvöldi var byrjað þar á undirbún- ingi fyrir bygginguna og vinna íþróttamenn bæjarins þegnskyldu- vinnu við það að koma honum upp. Verður verkinu haldiö áfram unz skálinn er kominn upp, og er búist viö að það verði snemma í næsta mánuði. Var ánægjulegt að sjá hve þátt- takan var almenn við að leggja grunninn í gærkvöldi. Veður var gott, vinnan stóð 3 stundir og flestir tóku sjóbað á eftir. Má búast við 40—50 sjálfboðaliðum i kvöld, enda er þess þörf, svo lokið verði við grunninn. Menn eru beðnir að koma kl. 8 og hafa með sér sundboli og handklæöi. BotnYÖrpnngnrnir. í gær komu af veiðum Skallagrímur með 112 tn. og Snorri goði mað 90 tn. 1 morg- un kom Tryggvi gamli með 100 tn. Kvikmyndaliúsin. Nýja Bío sýnir nú merkilega mynd sem mikiö er látið af. Er það »Drotningin af Saba«, söguleg mynd frá dögum Davíðs og Salómons konunga. — Gamla Bíó sýnir enn, »Pegar syrtir að«, eflir Rudyard Kipling. Er það einnig stór mynd og merkileg. Dagblaðið flytur i dag, lög um sáttatilraun í vinnudeilum, sem samþykt vora á síðasta þingi. Eru lög þessi drýgsta sporið sem enn heíir verið stigið hér á landi i þá átt að jafna deilur milli vinnukaup- anda og vinnuseljanda. Sngan getur ekki komið í blaðinu í dag sökum þrengsla. ^DagBíaé. Ritstjórn: Afgreiðsla j Lækjartorg 2. skrifstofa J Simi ^44. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd, Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. D0T* Rhkaragtofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstig. 1. fl. BlFRfilÐ til lcigru. Sími 341. Lög um súttatilraunir í vinnudeilum. 1. gr. Atvinnumálaráðherra skal skipa sáttasemjara í vinnu- deilum. Nefnd skipuð 11 mönn- um skal bera fram tillögu um skipunsáttasemjara. Skalnefnd- in skipuð 5 fulltrúum, er Al- þýðusamband íslands kýs, 5 fulltrúum, er allsherjarfélag vinnuþega kýs, og einum full- trúa, er hæstiréttur tilnefnir. Er hinn síðastnefndi formaður nefndarinnar. Atvinnumálaráð- herra tilkynnir þeim, er tilnefna eiga menn í nefndina, að skipa skuli sáttasemjara. Skal til- kynning þessi gefm svo snemma, að vænta megi, að tillaga um skipun sáttasemjara sé komin frá nefndinni til atvinnumála- ráðherra viku fyrir þau ára- mót, er sáttasemjara skal skipa. Nú eru 7 fulltrúar hið fæsta á einu máli um tilnefning, og skal þá sá maður skipaður, er þeir tilnefna. Ella skipar at- vinnumálaráðherra sáttasemj- ara. Sáttasemjari skal skipaður til 3 ára, og miðast skipun hans við áramót. Atvinnumálaráðherra getur veitt sáttasemjara lausn frá starfanum, eftir beiðni hans, ef ástæða þykir til. Nú deyr sáttasemjari, eða fær lausn frá staríi, og skal I Arni Óla. I G. Kr. Guðmundsson.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.