Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 24.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ xnaður er prófessor Fredrik Paasche! Svo dásamlega viðutan i því sem hann auðvitað átti að vita betur. En hann lét hjartað tala, og treysti þvi, að fulltrúar danskra stúdenta myndu vera frjálslyndir menn og víðsýnir, fullir skilnings og samúðar með smáþjóð, sem að visu átti 1 höggi við þá, en hlaut að minna þá sjálfa átakanlega á hina löngu og sáru sjálfstæðisbaráttu, sem nokkur hluti gömlu Danmerkur háði með dásamlegri trúfesti og þrautsegju í liðuga hálfa öld. Og í því stríði átti Suður-Jót- land óskift hjarta allra frjáls- lyndra og þjóðrækinna manna á Norðurlöndum! — Nú er sama baráttan háð milli Fœrey- inga og Dana. Og prófessor Paasche og öllum frjálslyndum þjóðræknismönnum virðist sjálf- sagt, að í því máli njóti Færey- ingar sömu samúðar og Suður- jótar, og það því frekar, sem saga Færeyinga talar þeirra máli að miklum mun ákveðnara en hægt var að segja um Suður- jóta og þá sérstaklega móður- land þeirra, Danmörkn. Aumingja prófessor Paasche! Mér er sem eg sjái, hve hann hefir orðið hissa á hinni heilögu reiði danska fulltrúans, síra Bindslev, sem eflaust hefir sagt honum hreinskilnislega til synd- anna og tekið hann »í skóla« í Færeyingasögu! Og eg get svo ósköp vel trúað því, að pró- fessor Paasche hafi iðrast og lofað að vera góður drengur, beðið fyrirgefningar og beðið um sættir, eins og komist er að orði í símskeytinu! Svo mikið góð- menni er hann. Og svo mikið barn í stjórnmálum. — Og þá er það ætíð dálítil sárabót fyrir síra Bindslev og skoðanabræður hans í Danmörku að geta látið síma út um öll Norðurlönd, að »kröfum Dana« hafi verið full- nægt — eftir á. Þetta er sú broslega hliö þessa máls! — Það mun eigi þurfa mörgum blöðum um það að fletta, hverj- um augum vér íslendingar litum á sjálfstæðismál Færeyinga. Enda er oss það skylt að fylgja því með athygli og fyllstu samúð. Væri oss það skömm mikil, ef vér reyndumst þar kaldgeðja og kæringarlausir. Purfum vér hvorki né eigum að hefja neina herferð á hendur sambandsþjóð vorri í þessu máli. En vér eig- um að láta samúð vora við ná- frændur vora, Færeyinga, hrein- skilnislega í ljósi, og œilast til þess, að Danir hafi lært svo mjög frjálslyndi, drengskap og víðsýni af þeim tveimur ný- fengnu og sterku staðreyndum, — ísland á annan bóginn og Suður-Jótland á hinn, — að þeir sjái og skilji skyldu sína gagn- vart annari smáþjóð. Og að þeir geri þá skyldu með glöðu geði og ótilknúðir! Pað myndi verða talið stjórnarfarslegt drenglyndi af Dönum, og verða þeim til vegs og virðingar meðal þjóðanna. h. Borgin. Sjárarföll. Síðdegisháflæður kl. 7,25. Árdegisháflæður kl. 7,45 í fyrramálið. Sólarnpprás kl. 2,2. — Sólarlag kl. 10,57. Jíæturlæknir Magnús Pétursson, Grundarstíg 10. Sími 1185. Næturvörðnr í Laugavegs Apóteki. Jónsinessa er í dag. Tíðarfar. Hæg suölæg átt um land alt og úrkoma hvergi nema i Grindavík. — Heitast var í Stykkis- hólmi, 16 stig, Akureyri voru 15 st., í Reykjavík 14, Raufarhöfn 13, ísa- firði 12, Seyðisfirði aðeins 9 stig. í Angmagsalik var 10 st. hiti og töluverð rigning, í Kaupmannahöfn var 12 stiga hiti. — Spáð er suð- lægri átt með poku og úrkomu á Suðuriandi. Látnir eru hér í bænum Jón Pórarinsson koparsmiður og Ólafur Waage skipstjóri, báðir gamlir og góðir borgarar. Esja fer héðan í kvöld kl. 6 austur um land. Kappleikurinn í gærkvöldi milll Fram og Vals fór svo að Fram vann með 3 : 0. í miöjum leik gengu 2 Vals-menn úr vegna meiösla, og hafði Valur því ekki nema 9 menn mestan seinni hálfleikinn. — í kvöld kl. 8*/» keppa K. R. og Víkingur og getur pað orðið úrslitaleikur, pví ef að K. R. vinnur Víking pá er ÍDagGlað. I Arni Óla. Ritstjórn: | G Kr Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Fram búið að vinna mótið, en vinni Víkingur, !þá verður pað að keppa aftur við Fram um úrslitin. Aðalfundnr Eimskipaféiagrsins verð- ur haldinn á laugardaginn og eru hluthafar ámintir um að vitja að- göngumiða á skrifstofu lélagsins í dag eða á morgun. Lestirnar, sem svo eru nefndar, standa nú yfir en með öðru sniði eru pær nú en áður var, þegar bændur úr öllum austursýsiunum sóktu hingað til Reykjavikur og suður með sjó. Var pá alt flutt á klyfjahestum og voru pær lestir oft langar, pví oftast héldu hóp margir saman. Siöar komu vagnarnir og styttu lestirnar og nú eru bifreið- arnar að ryðja peim úr vegi. Fer nú mest allur flutningur austur með bifreiðum og er aðeins einstaka maður sem kemur nú með vagna austan yfir fjall. Ungmcnnasambnnd Kjalarncsþings heldur samfund i Sandgerði næstk. Sunnudag fyrir ungmennafélaga á sambandssvæðinu. — Er ungt en myndarlegt félag par suður frá (U. M. F. Miönesinga) og verður pað heimsókt að pessu sinni. — Félagar sem vilja fara héðan, geta komist með bifreiðum sem fara héðan á sunnudagsmorguu. Lagarfoss kom hingað í gærmorgun vestan og norðan um land. Botnvörpnngarnir. í gær komu af veiðum: Skúli fógeti (með 40 tunn- ur lifrar), Belgum (með 34 tn.), Kári Sölmundarson (120 tn.), Baldur (53 tn.), Ása (58 tn.). í morguu komu: Karlsefni (47 tn.), Pórólfur (56 tn.) og Glaður (með 82 tn.). Er afli skipanna all misjafn en samt ekki eins og lifrarhluturinn bendir til. Peir sem eru að veiðum fyrir austurlandi fá yfirleitt vænan fisk og lifrarlítinn, en vestur á hala er nú misjafnari fiskur og mjög lifrarmikill; t. d. var Ása með ágæt- an afla pótt hún hefði ekki nema 58 tn. lifrar, en hún var á veiðum fyrir austurlandi' Prestastefnan verður sett á morg- un og mun standa næstu daga. Eru margir prestar komnir til bæjarins og von á fleirum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.