Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 25.06.1925, Blaðsíða 1
 Fimtudag 25. fúni 1925. IDagðfað I. árgangur. m. tölublað. FERÐAMÖNNUM er hingað koma og fara eitthvað um landið, ber ílestum saman um tvent, að hér sé víða að sjá svipmikla og einkennilega náttúrufegurð, og að dýrt sé og erfitt að ferðast um landið. Enginn vafi er á þvi, að ís- land gæti orðið miklu meira ferðamannaland en nú er það, ef meira væri gert til að kynna landið útlendingum og gera þeim dvölina hér vistlegri og ferðir um landið hægari og ódýrari. Það er einkennileg staðreynd, hversu útlendingar eru afskap- lega ókunnugir Islandi og hversu rangar og fáránlegar hugmyndir þeir gera sér um land og þjóð. Liklega á nafnið sem Hrafna- Flóki — illu heilli — valdi land- inu, mestan þátt í öllum þeim röngu hugmyndum og litla áliti, sem ókunnugir útlendingar hafa um staðhætti á landi hér og menningu þjóðarinnar. Er, því mjög mikils virði að útbreiða sem bezt rétta og haldgóða þekkingu á öllu hér meðal útlendinga, og þá fyrst og fremst meðal þeirra menn- ingarþjóða, sem við eigum mest skifti við, eða getum helzt búist við góðum árangri af aukinni .kynningu. Með ýmsu móti mætti afla landinu réttsýnna álits og meiri eftirtektar, en liklega er það einna auðveldast með útgáfu vandaðra leiðbeiningarrita á er- lendum málum. Þurfa þau að gefa sem bezt og glöggvast heild- aryfirlit af landi voru og þjóð- menningu, og flytja góðar mynd- ir af sérkennilegum stöðum og öðru, sem helzt mætti verða til Iróðleiks og skilningsauka. Helgi Zoéga kaupmaður hef- ir nú gefið út eitt slíkt rit, og gefur það ágætt yfirlit yfir það, sem hér hefir verið bent til. Ætti ritið að geta orðið að mjög miklu gagni, til að breyta rangsnúnum hugmyndum úl- lendinga um land vort og þjóð, og verða jafnframt til þess að beina hugum ferðamanna hing- að, og getur það orðið okkur að miklu gagni. — Einnig hefir Ferðamannafélagið »Hekla« gefið út annað rit um þetta efni og í sama tilgangi. Er þetta hvort- tveggja mjög virðingarverð fram- takssemi og ætti ekki að vera ólaunuð. En jafnframt því að hugum útlendinga er beint hingað til lands, þarf eitthvað að gera heima fyrir, sem geri þeim dvölina ánægjulega, svo þeir geti notið sem flestra þæginda af þeim, sem þeir eru vanir við. Væri vel farið að sem flestir, er hingað koma, segðu einhuga: »Hér er gott að vera«. Einnig þarf vel að gæta þess, að þeim verði ekki dvölin hér alt of dýr, en svo er nú, miðað við þau þægindi, sem þeir eiga að búa við. Nú er talið að ís- land sé eitthvert dýrasta landið til að ferðast um, og veldur þar auðvitað miklu hinar úreltu og ófullnægjandi samgöngur, sérstaklega á landi. Er öll þörf á að þeim sé komið í betra horf og unnið að því af meiri dugnaði en nú er gert. Eitt atriði — af mörgum — er hér ótalið, sem mjög kemur við útlcndinga, og það er gisti- húsleysið í höfuðborginni, en að því verður sérstaklega vikið seinna. Ferðamannastraumurinn hing- að til landsins þarf að vaxa, en til þess verðum við að kynna land og þjóð sem bezt i um- heiminum og gera þeim, sem hingað sækja, dvölina sem á- nægjulegasta og ríkasta af góð- um endurminningum. Gæti það orðið okkur að ómetanlegu gagni. -m. -n. Ka.pella.ii. <!>dýrari jaröarfarir. Á safnaðarfundinum 14. þ. m. var samþykt að reisa kapellu við kirkjugarðinn. Þetta er mjog þarft fyrirtæki, því að án þess er ekiki unt að koma því skipu- lagi á jarðarfarir, sem hæfir bæ eins og Reykjavík er nú orðin. Hér tíðkast enn útfararsiðir, sem aðeins geta átt við í bygðarlög- um til sveita, en ekki i borgum. Þess vegna verður að ræða nú strax endurbætur á þessum siö- um í sambandi við kapellu- bygginguna. Hið fyrsta, sem þarf að vekja athygli á, er þetta: — Kapellan á alls ekki að vera eingöngu til þess að jarða frá henni fátæk- linga og minni háttar borgara, heldur á hún að vera fyrir all- ar jarðarfarir, nema þá helzt þær, sem að einhyerju leyti er stjórnað af opinberri hálfu, þannig að ætla megi að stærra húsrúm þurfi. Við þetta þarf að miða stærð kapellunnar, og sömuleiðis við þaö að undirhvolf hennar sé svo rúmgott að þar megi geyma öll lík, sem uppi standa í bænum. Hér þarf að koma á þvi lagi, sem á sér stað í öllum menn- ingarborgum, að ekki sé leyft að láta lík standa uppi í heima- húsum nema svo sem 2 sólar- hringa. Að þeim liðnum sé þau sótt og kistulðgð og geymd í kapelluhvolfinu til jarðarfarar- innar. Eins og alstaðar þar sem ein- staklingar hafa atvinnu af að sjá um útfarir, þá eru þær einnig hér altaf að verða dýrari og dýrari. Og gagnvart þessum síaukna kostnaði stendur fólk uppi alveg varnarlaust. Það vill ekki og getur ekki brugðið út af rikjandi vcnjum og skorið

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.