Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 25.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ við nögl útfararkostnað látins ættingja. Og nú er það hreint ekki orðið óalgengt, að ein út- för fari með alt að þriggja mán- aða tekjur eins fjölskyldumanns ofan á allan legukostnað o. þvíl. Sér hver heilvita maður, að þetta er óheilbrigt! Það hlýtur nú að standa sóknarnefndinni næst, að hlutast til um mál eins og þetta. Það þarf að koma einföldu og ódýru skipulagi á útfarir, og tækifærið gefst nú, og aldrei betra en einmitt um leið og reist verður kapella. Það sem sóknarnefndin þarf að gera, er að leita samvinnu við kirkjustjórnina og heilbrigð- isstjórnina og setja í samráði við þessi völd strangar reglur um jarðarfarir. Hún þarf ekki að óttast, þótt í bili kunni að heyrast einhver úlfaþytur. Auð- vitað beygja allir sig fyrir skyn- sömum reglum hér eins og hjá öðrum siðuðum þjóðum, og verða stórlega þakklátir eftir á. Mikla áherzlu á að leggja á það, að gera það svo ódýrt sem unt er, að koma fólki í jörðina og vinna á móti því, að sam- kepni fordildarinnar og hégóm- ans verði þar ríkjandi. Það á að leggja áherzlu á fagurt form og smekkvísi við slíkar athafnir og vinna að því, að ættingjar sýni ræktarsemi sína á annan hátt en með fjáraustri og ytra ' íburði við útfarirnar. Það sér reyndar hver hugsandi maður, að ef nokkuð er skaðlegt fyrir þægilegar endurminningar um látinn ættingja, þá er það vit- undin um það, að hann hafi orðið manni fjárhagslega þung- ur í vöfum bæði lífs og liðinn. Það á ekki að þurfa að orð- lengja þetta. Það er nægilega augljóst, að þær endurbætur, sem hér er um að ræða, verða að koma fram af opinberri hálfu. Aftur á móti væri vel við eigandi, að fleiri léti til sín heyra um þetta mál, það mundi styðja að heppilegum framgangi þess. Meðal annars væri gott að fá tillögu um, hvaða form yrði ódýrast og þó viðkunnan- anlegast í framkvæmd. Safnaðarmaður. Borgin. Sjávnrföll. Síödegisháílæður kl. 8,2. Árdegisháflæður kl. 8,20 í fyrramálið. Nætnrlæknir. Jón Kristjánsson Miðstræti 3 A. Sími 686. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. 10. vika snmars hefst í dag. Tíðarfar. Hægviðri um land alt og rigning i Grindavík og á Hóls- fjöllum. Heitast var á Ákureyri, 14 stig; i Stykkishólmi voru 12 st., Seyðisflrði 11, ísafirði 10 og 9 st. í Reykjavik. í Kaupm.höfn var 13 st. hiti í morgun og rigning. í Ang- magsalik var hitinn aðeins 2 stig í gærkvöld, en frá Jan Mayen hafa engin veðurskeyti komið síðan í gærmorgun. Vcrðlann. Dagblaðið heitir 10 kr. verðlaunum fyrir rétta ráðningu á krossgátunni, sem kom í blaöinu í gær, og sé lausnum skilað á skrif- stofu blaðsins fyrir sunnud. 28. p. m. Nýlátinn er Pórður Pórðarson frá Björk, sem eitt sinn var í Tryggva- skála, en bjó nú á^ Einarsstöðum hér við bæinn. Pórður var mesti dugnaöarmaöur og vel látinn. Hann lætur eftir sig konu og mörg börn, öll í ómegð. Esja fór héðan í gærkvöld suður og austur um land. Fjöldi'fólks fór með skipinu. Par á meðal voru: Benedikt Sveínsson forseti og frú, Jón ívarsson kaupfélagsstjóri og frú, Guðm. Ólafsson frá Lundum og frú (til Hornafj.), Ólafur Methúsal- emsson, Vopnaf,, og frú, Kristján Guðjónsson og frú, ungfrúrnar Erna Ellingsen og Anna og Berta Pór- hallsdætur, Egill Jónsson læknir, Ól. G. Eyjólfsson umboössali, Kreyns kaupm., Ólafur Gíslason, Norðfirði, Benedikt Bjarnason, Húsavík, kaup- mennirnir: Herluf Clausen, A. J. Bertelsen, Markús Einarsson, Jón Bjarnason og Ísleiíur Jónsson, Pét- ur Magnússon cand.theol. frá Valla- nesí, Ari K. Eyjólfsson verkstjóri og Porkell Clausen. Stnrsýnt verður mörgum á hina nýju húsbyggingu á Laugaveg 5, par sem verið er að bæta nýju húsi ofan á gamalt hús og fúið. Frestnstefnnn verður sett i dag og hefst í dómkirkjunni með guðs- pjónustu og altarisgöngu kl. 1. Síra Friðrik Rafnar á Útskálum prédik- ar. Fundirnir verða haldnir í húsi K. F. U. M. og varður fyrsti fund- urinn settur par kl. 4 í dag. Allir prestvigðir menn og guðfræðikandi- datar, hafa aðgang að fundunum. Meðal peirra mála sem rædd ^DagBíab. I Arni Óla. Ritstjórn: | q Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2> skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd, Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuöi. verða á prestastefnunni eru: Tak- mörkun á helgidagavinnu, heimil- isguðrækni, safnaðarsöngur, breyt- ing á tíðagerð og helgiathöfnum og evangeliskt viðborf. — í sambandi við prestastefnuna verða fluttir fyr- lestrar fyrir almenning, í kvöld kl. 8l/> af Guðm. prófasti Einarssyni á Pingvöllum: »Líf og dauði«, og ann- að kvöld á sama tíma af Sigurði P. Sivertsen prófessor: »Kjarni kristin- dómsins og umbúðir«. Fyrirlestr- arnir fara fram í dómkirkjunni. Kennaraptng hefst hér á morgun. Verður pað haldið í Templara- húsinu. Prestafélagið heldur aðalfund sinn á morgun og hefst hann kl. 10 árd. Svar til Axel Thorsteinsson út af smágrein í »Vísi« i gær, kemur í »Dagblaðinu« á morgnn. Hafísinn rekur að Vesturlandinu. Pau skip, sem hafa verið par að veiðum, geta eigi glögglega skýrt frá pvi, hve mikill hann er, vegna pess að poka hefir hamlaö útsýni, en isinn var siðast kominn á 70 faðma djúp, og var pað ekki spöng, heldur voru borgarísjakar innan um. Botnvörpnngarnir. Geir kom af veiðum í gær með 40 tn. lifrar, og í morgun komu: Egill Skallagríms- son, Draupnir og Gylfi. Allir með fremur lítinn aila. . Pegnskyldnvinna er í Örfirisey í kvöld við sundskálann. Kl. 8 á að leggja á stað frá Steinbryggjunni, og er pess vænst, að sem flestir áhugamenn komi pangað. Kappleikurinn í gærkvöldi milli Fram og Víkings fór svo, að jafn- tefli varð, 1:1, og var Fram par með búið að vinna mótið með 5 stigum. Víkíngur hafði 4 stig og K. R. 3, og má segja að pau liafi verið æði jöfn. — Pegar leiknum var lokir var bikarinn ásamt 11 verð- launapeningum afhentur sigurveg- urunum, sem mættir voru i spari- fötum, og mun pað vera óvanalegt. — Bikarinn afhenti Erlendur Pét- ursson, og hvatti hann félögin til pess að vanda betur leik sinn held- ur en pau hefði gert á pessu móti.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.