Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.06.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 25.06.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Iðnsýning U. M. F. A. Iðnsýningin í Brúarlandi er einhver hin merkilegasta. Bæði er það, að þar var samankom- ið ótrúlega mikið aí afbragðs vinnu, enda öllu fyrirkomið svo vel og smekklega, að þar mátti ekkert betur fara. Strax þegar inn var komið, tók heildarsvip- ur sýningarinnar menn tveim höndum, og hélt þeim tökum þó að hún væri sundurliðuð borð fyrir borð og vegg fyrir vegg. Blöðin hafa áður minst á-glit- ofnu ábreiðurnar og áklæð- in, góbelfnsaumuðu veggtjöldin, kúnstbróderuð veggtjöld, mynd og sessuborð. Flos var þar ýmis- konar, krosssaumur og annar útsaumur, bæði á sessuborðum og svæflum. Þar voru sal- ónsofnar ábreiður, ýmist með sauðarlitunum eða sterkum lit- um, ýmist úr tvöföldum heima- unnum þræði eða Álafossbandi. Far voru langsjöl, handprjónuð flest, þó var þar eitt vélprjónað sjal, fínt eins og híalín. Prjón- les annars af allri gerð, ýmist vélprjónað eða handprjónað. I*. á. m. útprjónaðir vetlingar, gerð- ir af hinni mestu list. Par voru nærföt handsaumuð og vélsaum- uð, rúmföt útsaumuð og alls- konar hekl. Pykist eg ekki hafa séð betur heklað, en sumt þar.% Dúkasaumur var þar allskonar, og margt aíbragðsvel gert. Bal- déring svo ágætega gerð, að þar verður kannske að komist, en ekki fram yfir í vandvirkni. Par voru skinn görfuð, rendir og út- skornir hlutir, heima bundnar bækur og heimasaumuð reið- týgi, gjarðir ofnar, myndir teikn- aðar o. s. frv. Bæði fjölbreytt vinna og prýðileg. Nærsveitirnar við Reykjavík hafa lengi legið undir því ámæli víðsvegar, að þar væri vinna bæði lítil og ljót. Iðnsýningin í Brúarlandi hefir á fám dögum hrundið því ámæli og hafið Lágafellssókn upp í einhverja bezt vinnandi sókn á landinu, og þá, sem ætti flestum og íjöl- hæfustum listamönnum á að skipa. Sýningin var opnuð 17. júní á hádegi og haldið opinni í fimm daga. Alla dagana var lokað kl. 9 s. d. og eins þann síðasta, en félagar skildust ekki EFNIYIÐDR allskonar tll shipa er nýkominn til við fyr en alt var ofantekið og komið áleiðis heim. Þegar þess er gætt, að sýn- ingin er í sveit og um mesta annatima, ennfremur athugað, að ungmennafélagar eru flestir háðir annara leyfi, foreldra eða húsbænda, en að altaf voru nógu margir við sýninguna, sýn- ir þetta ljóslega samtök og góð- an félagsanda. Hefir ungmennafélagið Aftur- elding unnið hér sfórvirki, sem verður því til sóma. Sýningargestur. Sonnr jánibratitíiki'iiigsins. sem manni þykir ekki vænt um, mælti hann með svo mikilli áherzlu, að hún spurði óðara. — Nú — eruð þér kvæntur? — Nei. Öllum ber saman um að það sé glæpur oð gifta sig án ástar. — En, þér eruð fallegur maður! — Pér skuluð vara yður á fallegum mönnum. Ef þér viljið verða vel gift, þá skuluð þér velja mann sem er blátt áfram, bláeygar og með ljóst hár. — Ég hefi aldrei séð slíkan mann. — Nei ekki enn, náttúrlega — en þér fáið að sjá hann. — Mér finst óviðeigandi að vera að tala um þetta, mælti hún með nokkuri þykkju. Og ég veit að það er líka óviðéigandi af mér að tala við mann sem kemur út úr skóginum og ég þekki ekki neitt. Líklega er ég svona slæm vegna þéss að ég er af Bandaríkjaættum — — Finst yður það ljótt að tala við mig? — Já, já. Pað er alls ekki sæmilegt. — Ég ætti þá að fara, mælti hann og rétti sig í sætinu. Pó er ekkert ljótt í þessu og engin þarf að vita neitt um það að við höfum hizt. — Jú, presturinn, skriftarfaðir minn. Eg segi honum undir eins frá því. — Pið eruð einkennilegar þessar ungu stúlk- ur hér syðra. Eruð þér höfuðsetnar, eða hvað? Pið hafið ekkert frelsi. Pið megið ekki ganga einar á götu og ekki megið þið heldur láta bjóða yður á kaffihús eða leikhús. — Nei, herra Anthonio, mælti hún. Stúlkur i yðar landi leyfa sér ekki slíkt heldur. Pað væri ómögulegt! — Jú, ég held nú það — á hverjum einasta degi gera þær það. ( — Hér mundi engri stúlku leyfast slíkt. Foreldrar inanns sjá um það. En þið Banda- ríkjamenn eruð altof gjálífir. — Hvernig kynnast þá stúlkur og piltar hér? Og hvenær gefst piltum tækifæri til þess að biðja sér stúlku? Henni blöskraði alveg. — Ættingjar manns sjá fyrir því öllu, auð- vitað, mælti húu að lokum. Svo breytti hún umtalsefni: — Eigið þér heima í Panama? — Já, ég hefi atvinnu við járnbrautina þar, eða á að fá atvinnu við hana nokkra daga. — Pað er undarlegt að svo ungum manni, eins og þér eruð, skuli vera trúað fyrir svo vandasömu starfi. — Jæja, ég verð nú ekki formaður þar undireins. — Vel á minst, hvað sögðust þér heita? — Kirk Anthony.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.