Dagblað

Issue

Dagblað - 26.06.1925, Page 1

Dagblað - 26.06.1925, Page 1
Föstudag ^ /. árgangur, imi_ Wagblao EFTIR því sem útgerðin eykst verða tilfinnanlegri land- þrengsli hér í bæ, vegna þess að mikið land þarf undir fiskreita. En það er ekki sama hvar slíkir reitar eru. Kemur þar margt til greina, svo sem staðhættir, hve löng leið er þangað frá höfninni, þar sem skipin eru affermd o. s. frv. Er það ekkert smáræði sem útgerð- arfélög borga í flutningskostnað á fiski frá skipi á reiti og af reitum til skips aftur eða í hús. Og það sem háir útgerðinni mest er hinn gífulegi framleiðslu- kostnaður. Væri hægt að spara nokkuð af honum er mikið unnið og hver sem gæti stuðlað að því, rnundi vinna útgerðinni og þjóðinni mikið gagn. Frá því að saltfiskur varð hér verslunarvara, hefir hann jafnaðarlega verið þurkaður á grjóti og af því hefir hann líka dregið »Klipfisk«-nafnið. Grjót- reitar eru afardýrir, sérstaklega þar sem svo hagar til að flytja verður efnið — grjótið — lang- ar leiðir. Eins verður viðhald reitanna oft dýrt. Á síðari árum hafa verið gerð- ar nokkrar tilraunir með grinda- reiti og hafa þær gefist vel að mörgu Ieyti. Og eg hygg, að svo i megi umbæta grindareitina, að þeir útrými grjótreitum, eða þeir verði að minsta kosti svo ódýr- ir og haganlegir, að mönnum detti ekki í hug að gera nýja grjótreita. Grindareitar eru gerð- ir þannig, að staurar eru reknir niður með jöfnu millibili og á þeim hvíla grindurnar; eru þær með botni úr vírneti og á það er fiskurinn breiddur. Fornar hann fljótar þar en á grjótreitum og síður er hætt við því að hann »soðni«. En sá hefir verið galli á þessum grindareitum að þeir eru landfrekari heldur en grjótreitar. Úr þeim galla má að sjálfsögðu bæta með þvi að að hafa staurana hærri og grind- urnar hverja upp af annari. Á fiskurinn að þorna alveg eins vel fyrir það þótt þreföld væri grindaröðin. Getur og komið til mála, hvort eigi muni hægt að spara nokkuð af vinnukostnaði með því að hafa grindurnar þannig útbúnar að þær sé bör- ur um leið. Væri þá breitt á þær við stakk og þær bornar á sinn stað og að kvöldi væri fiskur- inn borinn á þeim óhreyfður þangað sem stakkur er settur. Ætti þetta að geta flýtl fyrir samantekningu og getur það oft komið sér vel, ef bjarga þarf fiski undan regni. Og verði menn naumt fyrir, mætti ef til vill hlaða grindunum með fisk- inum á í stafla og breiða dúk yfir þangað til upp er stytt. Pessari hugmynd er hér skot- ið fram til þess að þeir, sem þekkingu hafa á fiskverkun og áhuga fyrir því að hún verði sem kostnaðarminst, geti tekið hanna til athugunar og væri vel farið ef einhver vildi gera lítils- háttar tilraun með fiskþurkun á þennan hátt og sjá hvernig hún gefst. Ostagerd. I síðasta hefti Búnaðarritsins birtir Jón A. Guðmundsson ostagerðamaður eftirfarandi grein um ostabúið að Reykjum í Ölfusi og starfsemi þess árið sem leið: Alls unnið úr 9963 kg. af mjólk. Meðaltal fitu í mjólkinni var 1,589°/«. Mest fita í ný- mjólkinni var 3,60°/o minst fita 2,70%. Meðalfita í nýmjólkinni var 3,189%. Mestur reduktions- tími 8 kl.st., minstur 1 kl.st. 20 mín. Venjulegast ca. 4 kl.st. Ostmagn: Goudaostur 678 kg. Meðalverð kr. 3,40 = 2305,20. Mysuostur 647 kg. Meðalverð kr. 1,70 == 1099,90. Samtals kr 3405,10. Eftir því má reikna brúttó- verð 45 au. á nýmjólk og 23 au. á undanrennu — miðað við mjólk með 3,2°/0 fitu í nýmjólk- inni. Osturinn var lítið eitt mis- góður, ,en seldist allur ágætlega. — Verð á goudaosti í heildsölu kr. 3,10—3,50 pr. kg. Mysuost- urinn allur seldur á kr. 1,70 pr. kg. — Sem dæmi upp á hvað osturinn líkar vel má nefna, að kaupmenn hér hafa selt gouda- ostinn á kr. 6,00 pr. kg., og út- lendur ostur þó á boðstólum í sömu verslunum. Pasteurisering á mjólkinni reyndist óframkvæmanleg, vegna skorts á útbúnaði til kælingar. Við ostagerðina var eingöngu notaður hverahiti. Vatnið notað 90° heitt. Rekstrarkostnaður við tilraun- ina varð að vísu mjög mikill, eða kr. 1191,60, fyrir utan kaup ostagerðarmannsins. En séu tekn- ir þeir liðir, sem koma til greina við áfamhaldandi rekstur, þó ekki sé nema 400 lítrar mjólkur á dag, sést að reksturinn þarf ekki að fara fram úr 9 au. á kg. mjólkur, með sama osta- verði. En nú er fengin vissa fyrir, að ostinn má selja tals- vert hærra, t. d. mysuostinn á kr. 2,00 og goudaostinn á kr. 3,75—4,00. Erlendu skeytin og Fréttastofan. Forstöðumaður Fréttastofunn- ar hér, hr. Axel Thorsteinsson, gerir í fyrradag í »Vísi« athuga- semd við niðurlagsorð mín í »Dagbl.« í grein um Amund- sen. Þykir mér aðeins vænt um að fá tækifæri til að bæta við nokkrum orðum um þetta mál, sem er afar mikilvægt fyrir framtíð allrar blaðamensku hér á landi, — og auk þess til að

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.