Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 26.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ girða fyrir, eða fremur til að leiðrétta misskilning á þessum niðurlagsorðum mínum í fyrra- dag. — Það var alls eigi tilgangur minn með orðum þessum, að vega að Fréttastofunni á nokk- urn hátt. Mér var það fullljóst, að hún semur ekki erlendu skeytin, og við þau átti ég ein- göngu, — og eins hitt, að hún tekur eðlilega ekki við meiru né fleiru en því, sem ísl. blöð sjá sér ráð á að kaupa og borga. Mér er einnig kunnugt um einka- leyfið á framsögnum og skýrsl- um Amundsens um sjálfa pól- pörina. En utan við það og meðfram, er auðvitað margt að segja og síma, sem skýrir blaða- menn geta auðveldlega gert sér mat úr. T. d. um frekari fyrir- ætlanir Amundsens, sem hér var um að ræða, jafnvel þótt hann hafi ef til vill ekkert látið uppskátt um þær opinberlega, o. s. frv. í’á er ég kominn að þeim einum aðila þessa máls, er um- getin orð mín í raun og veru hitta. Það er fréttaritarinn í Kaupm.höfn, er sendir Frétta- stofunni erleudu skeytin. Mér er með öllu ókunnugt um, hver það er, af þeirri einföldu ástæðu, að ég hefi aldrei spurt um það, og er því loku fyrir það skotið, að »árás« mín á hann sé per- sónuleg á nokkurn hátt. Veit ég vel, að henn hefir hina sömu lögmætu afsökun og Fréttastofan — alment — að það má eigi ætlast til mikils fyrir lítið og ekkert! Það er einnig rétt og illhrekjandi. En það er valið af efni erlendu skeytanna, sem að óhlutdrægra dómi mun tæplega geta talist æskilega gott né full- nægjandi — innan áðurnefndra takmarka. Símskey/i af heimsviðburðum verða t. d. að gefa einhverja heildarmynd af viðburðunum, þótt í fáum orðum sé. Þvi tak- marki má ná með því að tengja aðaldrættina saman í fieiri skeyt- um, jafnóðum og viðburðirnir fara fram, eða þá eins rækilega og frekast er unt, ef um eitt skeyti er að ræða. Brestur oft mikið á að svo sé í erlendu skeytunum til Fréttastofunnar. Annað er þó verra og víta- verðara: Hingað berast þrásinnis símskeyti um viðburði, er erlend blöð (önnur en dönsk?) hafa flutt hingað áður, eða þá jafn- snemma. þeim símkostnaði er að minsta kosti algerlega á glæ kastað. Eru aðeins tvær ástæð- ur hugsanlegar fyrir þessu. Önnur sú, að ísl. fréttaritari, sem hafi lesið erlendu blöðin svona seint, eða þá hitt, að fréttaritarar dönsku blaðanna erlendis séu eigi snjallari en þetta, og er það þó fremur ó- líklegt. Óhugsandi er, að erlend- ar fréttastofur sendi svona göm- ul skeyti. Ég ætla eigi að eyða tíma né rúmi í blaðinu undir sannana- gögn í þessu máli, enda myndi það taka mig nokkurn tima, að tína það saman eftir á. En verði þess óskað, mun ég gera það með ánægju. Niðurlagsorðum hr. Axels Thorsteinsons i athugasemd hans ber mér í rauninni eigi að svara. Fó vil ég geta þess, að það er auðvitað eigi á ábyrgð »Dag- blaðsins«, þótt ég skrifaði um- rædd orð í grein minni. Ber mér einum að svara til þess! Eins og þegar er drepið á, er mál þetta afar mikilvægt fyrir framtíð allrar blaðamensku hér á landi. Og málið er einnig all- erfitt viðfangs. Auk annara hliða hefir það einnig fjármálahlið, en það er einmitt hin veika hlið íslenzku blaðanna, og er því erfitt að samrýma það tvent. Hér liggur því stórt og mikilvægt málefni fyrir höndum ísl. blaða- manna og Fréttastofunnar í sam- einingu, er fram úr verður að ráða sem fyrst og á sem heppi- legastan hátt. Og verkið er alls eigi óvinnandi. Ég ætla mér eigi að kenna ísl. blaðamönnum og Fréttastof- unni heilræði i þessu máli, né leggja þeim lífsreglur, hvernig þeim beri að starfa að því. Til þess mun ég teljast of mikið »utanveltu« í ísl. blaðamensku. Pó hefi ég hugsað einmitt þetta mál allmikið og virzt fieiri leið- ir færar, ef vel væri á haldið. Væri æskilegt, að blöð vor ræddu málið opinlega og bæri saman ráð sín. Gæti ég þá einnig lagt orð í belg, myndi ég gera það ^Dagðíað. I Arni Óla. Ritstjórn: | G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd, Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. með gleði, þar eð ég ann ís- lenzkri blaðamensku alls góðs, og vona og trúi því, að vegur hennar eigi eftir að vaxa og aukast með ári hverju. En eilt þroskaskilyrðanna er einmitt það, að simskeytasambandið við útlönd taki allmiklum framför- um og stakkaskiftum. h. Viðbœtir. — Að því leyti sem hr. Axel Thorsteinsson beinir orðum sínum til Dagblaðsins sérstaklega, skal þetta tekið fram: Dagblaðið hefir aldrei flutt frétt- ir eflir skeytum Fréttastofunnar, en komið hefir fyrir að blaðið hefir flutt fréttir af viðburðum samtímis hinum blöðunum, en þá aðeins eftir einkaskeytum eða símtali og telur blaðið sig ekki hafa þurft til þess leyfi hr. Axels Thorsteinsson eða Frétta- stofunnar. Ritstj. Borgin. Sjávnrföll. Síödegisháflæöur i dag kl. 8,40. Árdegisháflæður kl. 9 í fyrramálið. Nætnrlæknir i nótt er Guðmundur Guðflnnsson, Hverflsgötu 35. Sími 644. Næturvörður í Laugavegs Apóteki Stórt hænueggr fékk Sigurðar tanga- vörður i gær. Vóg það 1021/* gram. Meðalþyngd hænueggja mun vera um 60 gr. Lagarfoss fór til Hafnarfjarðar í gær og kemur hingað aftur á morg- un. Tekur hann fisk i Hafnarf. sem hann fer meö til Englands 30. þ. m. Illa gengur að koma fyrir undir- stöðunni að minnisvarða skipulags- nefndarinnar i Hafnarstræti. Hrynja gryfjubarmarnir jafnóðum inn, lengra og lengra fram. — En hald-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.