Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.06.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 26.06.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Ms. Skaftfellingur ier á morgun til Víkur og Vestm.- eyja. — Flutningur aíliendist í dag. Nic. Bjarnason. iö er áfram aö moka því upp sem niður hrynur og minnir það mjög á þjóðsöguna um vatnsburðinn í hripunum. — Dýpra og dýpra er gamalt orðtak, sem heimfæra mætti upp á þær bæjarskemdir sem nú eru framdar í Hafnarstræti. Gnðlastið. Brynjólfur Bjarnason náttúrufræðingur hefir nú gefið út í bókarformi vörn sína í guðlasts- málinu. Hefir mikið verið rætt ura það mál og munu margir hafa hug á að lesa bókina og sjá hvað höf. hefir fram að færa. Aðalfnndnr íþróttasambands ís- lands verður haldinn í kvöld, og hefst kl. 8 í Iðnó (uppi). Fulltrúar eiga að mæta með kjörbréf sín. Um kjarna bristindómsins og nm- búðir talar próf. Sig. P. Sívertsen í dómkirkjunni kl. 81/* i kvöld. Prestastefnan 1925 hófst í gær eins og til stóð. Mættir voru á fyrsta fundinum þessir kennimenn: Prófastar sex: Árni Björnsson í Görðum, Kjartan Helgason í Hruna, Eggert Pálsson frá Breiðabólstað, Magnús Bjarnar- son frá Prestsbakka, Einar Thor- lacíus frá Saurbæ og Stefán Jóns- son frá Staðarhrauni. Sóknarprestar: Porvarður Por- varðsson frá Vik, Björn O. Björnsson frá Ásum, Jón Skag- an frá Bergþórshvoli, Erlendur Pórðarson frá Odda, Sveinn Ög- mundsson frá Kálfholti, Ragnar Ófeigsson (aðstoðarpr.) frá Fells- múla, Ólafur V. Briem frá Stóra- núpi, Ingimar Jónsson frá Mos- felli, Guðmundur Einarsson próf. frá Pingvöllum, Ólafur Magnús- son frá Arnarbæli, Sigurjón Árnason frá Ofanleyti, Friðrik Rafnar frá Útskálum, Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur Rvík. Fr. Hallgrímsson 2. prestur Rvk., Hálfdan Helgason, frá Reykja- hvoli, Halldór Jónsson frá Reyni- völlum, Eiríkur Albertsson frá Hesti, Sigurður O. Lárusson frá Stykkishólmi, Magnús Guð- mundsson frá Ólafsfirði, Halldór Kolbeins frá Flatey, Böðvar Bjarnason frá Rafnseyri, Por- steinn B. Gíslason frá Stein- nesi, Gunnar Benediktsson frá Saurbæ f Eyjaf, Björn Porláks- son frá Dvergasteini, Árni Sig- urðsson fríkirkjuprestur. Háskólakennararnir: Próf. Har- aldur Níelsson, Sig. P. Sivertsen og dós. Magnús Jónsson. Séra Friðrik Friðriksson. Pastor emer. Sig. Gunnarsson, og Kristinn Daníelsson. Kand. theol. Sigur- björn Á. Gíslason, og Porgeir Jónsson. Nokkrir prestar eru enn vænt- anlegir á prestastefnuna, t. d. Pórður próf. Ólafsson frá Ping- eyri, Magnús Porsteinsson Pat- reksfirði og sr. Jón Jóhannessen frá Breiðabólslað. Sonnr JúrMbrantakóngBlns. — Keerk? Pað er skrítið nafn! — Ekki finst mér þaðl En hvað heitið þér? — Kunnið þér spönsku? — Ekki eitt einasta orðl — Ég heiti Chiquita. Hann endurtók nafnið. — Petta þykir mér fallegt nafn, mælti hann. . — Það er ættarnafn mitt, mælti hún. Pér mættuð ekki nefna mig skírnarnafni þótt ég segði yður það. — Pér ættuð að heita Aríel! Ef ég man rétt þá þýðir það sama sem »andi lofts og vatns«. Aríel Chiquita! Nei, það fer ekki vel saman! Að hverju hlæjið þér? — Ég hlæ að því hvernig þér klórið yður í hnakkanum. Kirk veitti því nú fyrst eftirtekt, að hann klæjaði ákaflega i hnakkann þar sem netlan hafði komið við hann og hann hafði ósjálfrátt klórað sér. — Vissuð þér ekki að þetta var brenninetla? — Pér hafið ánægju af því að mér líður illa, mælti hann. — Yður líður ekkert illa, svaraði hún og hermdi eftir honum. Yður klæjar bara dálitið. En svo viljið þér að ég hafi meðaumkun með yður! — Ungfrú Chiquita, má ég heimsækja yður? — Hvernig getur yður komið slíkt til hugar? mælti hún og setti upp stór augu. Auðvitað megið þér það ekki. — Hvers vegna? — Skiljið þér það ekki! Hér leyfir enginn ungur maður sér slfkt. — Ég skal reyna að hegða mér siðsamlega eins og ungu mennirnir hér — en mig langar ákaflega til þess að hitta yður aftur, og — og — Ég þekki yður ekki neitt. Faðir minn — — Ég skal heimsækja hann og segja honum öll deili á mér. Hún skellihló. — Nei, nei, hvaða vitleysa. Pað megið þér alls ekki gera. Eg er líka að afplána yfirsjónir mínar núna, svo að ég má ekki tala við neinn mann. Og komi ég tii bæjarins má ég helzt ekki láta neinn mann sjá mig. Hún reyndi að sýnast alvarleg, en það tókst ekki. Aldrei hafði Kirk fyrirhitt jafn undarlega stúlku. — Pér ætlið þó ekki að fara að gifta yður? mælti hann. Hún ypti öxlum. — Jú, liklega. Pað er ekki hægt að segja nei altaf og auk þess eru margar fieiri ástæður.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.