Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 27.06.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 27.06.1925, Qupperneq 1
Laugardag 27. fúní 1925. I. árgangur. 121. tölublað. SMEKKLEYSI, kæruleysi og allskonar sóðaskapur eru þeir þættir í þjóðlífinu is- lenzka, sem alt of mikið ber á. Hefir Dagblaðið margoft áður minst á einstök atriði þessu viðvíkjandi, einkum að því er snertir meira hreinlæti og rögg- samari framkvæmdir til þrifa í höfuðstaðnum. Mál þetta er svo margþætt, a'ð ekki er unt að rekja það svo sem vera ber í stuttri blaða- grein. Allur almenningur á þarna hlut að máli og stjórnarvöld borgarinnar. Að þessu sinni skal minst á eitt atriði af mörgum, með því að það er svo áberandi í aug- um allra siðaðra manna, er- lendra sem innlendra. Ólíðandi sóðaskapur og ófyrir- gefanlegt framkvæmdaleysi er það, að ekki skuli vera á al- mannafæri afdrep (mígildi) fyrir almenning. Pessi skrælingjahátt- ur er svo einstæður f}rrir Reykja- vík, að útlendingum, sem heim- sækja okkur, blöskrar slíkt, því þeir eru alstaðar betra vanir, a. m. k. þar sem um höfuð- borgir er að ræða. Aðeins á einum stað eru nú opinber salerni, en það er í Verkamannaskýlinu. Reyndar eru þau að ýmsu leyti ófullkomin, og það sem verra er, að varla er hægt að segja að þau sé fyrir almenning. t’egar lítið er um vinnu, og eins í kaffitímum, er oft mikil þröng í gangi Verka- mannaskýlisins, og verður þá að troðast gegnum söltuga og koluga verkamenn, til að kom- ast erinda sinna. Fyrir belur búna menn er þetta mjög óþægi- legt, og fyrir kvenfólk alveg ófært. Et þetta sízt sagt verka- mönnum til lasts, því auðvitað geta þeir, sem ganga í hvaða vinnu sem er, salt, kol, fisk, sement o. s. frv., ekki verið svo hreinlega til fara, að betri föt óhreinkist ekki við núning í troðningnum. Það minsta, sem viðunandi væri, eru 2—3 al- menningssale.vni i miðbænum, og svo eitt í hverjum bæjarhluta: vesturbæ, austurbæ og guðlasts- hverfi. Þelta ætti að vera neðanjarð- ar afdrep, þar sem karlar og konur gæti ófeimið gengið er- inda sinna, s;tt til hvorrar hand- ar, og að alt hreinlæti væri þar i bezta lagi og undir góðu eftir- liti heilbrigðisstjórnar. í borgum erlendis er þessu betur fyrirkomið en hér. Þar getur hver maður, svo að segja hvar sem hann er staddur í bænum, gengið erinda sinna niður í götuafdrep. En hér í sjálfri höfuðborginni komast I menn oft í mestu vandræði í þessu efni, og verða því að leita að húsabaki,, eða jafnvel ráðast inn 1 einkabústaði, til að firrast vandræði. Ef til vill þykir ekki »fínt«, að tala opinberlega um svona mál, en slíkum tepruhætti og hégómaskap er hér gengið fram hjá og ekkert tillit tekið til. Ástandið, eins og það er nú, er ófært, og því verður að breyta í viðunanlegt horf, svo skamm- laust verði. Það er aðalatriðið, og það verður að komast til framkvæmda. -m. -n. Helgidagavinna. Eitt af því, sem mest hefir borið á hjá síðustu þingum, er hin ákafa mótspyrna gegn allri takmörkun vinnutímans á hvaða sviði sem er. Á siðasta þingi kom þetta einkar vel í ljós. Tvö frumvörp í þessa átt voru fram borin. Annað af hálfu rakara, flutt af Jakob Möller, um takmörkun vinnutíma þeirra og hitt, flutt af Jóni Baldvinssyni, fór fram á að banna með lögum alla helgi- daga- og næturvinnu í landinu. Frumvarp rakaranna ræddu þingmenn allrækilega, en af ástæðum, sem enginn utan- þingsmaður nokkru sinni skilur, synjuðu þeir þó að lokum um þessa sjálfsögðu réttarbót. Hitt frumvarpið var víst felt um- ræðulítið, hefir þingmönnum sjálfsagt ekki þótt taka að eyða orðum að þvílíkri fjarstæðu. Virðist sem þingmenn mis- skilji mjög stöðu sína, er þeir láta ímyndaða hagsmuni ein- staklingsins sitja í fyrirrúmi fyrir rjettmætum kröfum fjöld- ans; færi það og að likum, að eigi yrðu þeir menn mosavaxn- ir í þingsætum, ef haldið verð- ur uppteknum hætti. Hver heilvita maður hlýtur að veita því eftirtekt, hversu rótgróinn sá ósiður er orðinn í Reykjavik, að gera sér engan dagamun. Að vísu munu flestir þekkja uppruna og eðli hvíldar- dagsins, en jafnskjótt og tæki- færi býðst er honum breytt í vinnudag. Allir sem vinnu geta fengið á sunnudegi, láta það ekki undir höfuð leggjast; þykir sú vinna arðvænlegri, því þá er greitt hærra kaup en ella. Verkamenn bera það fyrir sig, að ógerningur sé að neita að vinna á helgum dögum, meðan enga lagalega aðstoð sé að fá, því nógir muni gefa sig fram til vinnunnar, þó þeir sem bundist hafi félagsskap, gangi frá. Mun það og hafa við rök að styðjast. Allir sem á þetta mál líta frá heilbrigðu sjónarmiði, hljóta að sjá, hversu rotið þetta fyrir- komulag er. Fyrir löngu er vís- indalega sannað, að þvi styttri og reglubundnari sem vinnu- tíminn er, þess meiru afkastar hver einstaklingur, og enginn hefir nokkru sinni efast um nauðsyn hvíldardagsins. — Hér mun það vera talin hagspeki að vinna nætur sem daga,

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.